Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 57

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 23 Ólafur Pétur Jakobsson ELECTROCOCHLEOGRAPHY* 1 SKILGREINING Electrocochleography er heyrnarmæling, byggð á að nema taugaboð sem vakna í cochlea og heyrnarbrautunum við hljóð- ertingu. Þetta er „objektif“ heyrnarmæl- ing, því engin samvinna við sjúklinginn er nauðsynleg, og hentar því einkar vel til að meta heyrn ungbarna, vanvita og fólks sem gerir sér upp heyrnartap. Mælingin gefur auk þess nytsamar upplýsingar við rann- sókn sjúklinga með ýmsa miðtaugakerfis- sjúkdóma. Ástæða er tii að kynna læknum þessa rannsóknaraðferð vegna þess að hún hefur nýlega verið tekin upp við háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans, í fyrsta skipti hérlendis. SÖGULEGT YFIRLIT Upphaf electrocochleography er gjarnan miðað við árið 1930, en þá tókst fyrst að sýna að í cochlea vöknuðu rafboð sem af- leiðing hljóðertingar. Vegna skorts á heppi- legum tækjum voru allar þesskonar mæl- ingar framkvæmdar á tilraunadýrum, því rafskautum til skráninga varð að koma fyrir inni í coohlea eða næstu taugabraut- um vegna þess hve smá rafboðin þar voru í samanburði við rafsveiflur sem stöðugt má nema frá heilanum og trufluðu mæl- ingarnar. Það var ekki fyrr en um 1950 að fyrst voru unnin svör frá heyrnarbrautinni út úr 'heilarafriti með tölvu, sem reyndar hafði verið smíðuð með gífurlegum til- kostnaði til hernaðarlegra nota. Þannig stóðu málin fram yfir 1960, eða þar til sú tæknibylting hófst er getið hefur af sér vasareiknivélar og tölvuúr. — Á ár- unum milli 1965 og 1970 var fyrst gerlegt að smíða með hæfilegum kostnaði sérstak- ar tölvur til nota við electrocochleography 1 Frá háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans. Greinin barst ritstjórn 18/11 1977. eingöngu. Til 1972 má telja þessa rannsókn- araðferð til mjög sérhæfðrar vísindavinnu er aðeins var unnin á fáum stöðum í <heim- inum, en eftir það er kominn á markað tækjabúnaður sem gerir læknum kleift að framkvæma electrocochleography án slíks stuðnings. Er ánægjulegt til þess að vita að svona ný rannsóknaraðferð hafi þegar náð til Is- lands. Electrocochieography: Stjórnun. NicíurstQÓa. -— Talva. Erting. 1. mynd. Einföld lýsing á tækjabúnaði kemur fram á 1. mynd. Stjórnunareiningin gefur boð um ert- ingu, annaðhvort smell eða stuttan tón, og samtímis boð um að talva skuli taka í ákveðinn, stillanlegan tíma þar á eftir heilarafrit af sjúklingnum og festa það í minni. Hvernig atburðarásin er tímasett kemur fram á 2. mynd, en þar er sýnt á sama tímaás hvað gerist í hverri einingu. Hvernig talvan vinnur er skýrt á 3. mynd. Minni hennar er byggt úr 200 sjálf- stæðum einingum og er rafsveiflan sem numin er frá sjúklingnum brotin upp i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.