Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 65

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 25 sem er í föstu tímafalli af t„ séu sveiflur þessar tilviljanakenndar (random), og end- urteknar mælingar sem talvan festir sér í minni eru ýmist + eða h- sem leiðir til að meðalgildi margendurtekinna mælinga hlýtur að stefna á 0. Ef 'hinsvegar einhverjar spennusveiflur vakna sem afleiðing þess sem gerist á t„, má gefa sér, að þær sveiflur verði sem ákveðið fall af t„ og komi alltaf á sama tíma með sama gildi. Spennusveiflur með þessa eiginleika hlaðast upp í minnum tölvunnar og koma því skýrar út úr heila- rafritinu sem meðaltal fleiri ertinga er tek- ið, eins og sést ljóslega á 4. mynd. Þessi fremur flókni búnaður er nauðsyn- legur vegna þess að rafboðin sem sóttst er eftir eru mjög lítil í samanburði við þær sveiflur sem stöðugt má nema frá heilan- um. Það sem raunverulega gerist er því aukning á hlutfallinu milli þess merkis sem reynt er að ná og þeirra truflana sem það er grafið í, eins og sést af eftirfarandi: N i=1 A. = A1+A ra2+a3 an= N-A (i) N ,h-bí2 = Nl Nj N Bf * B2 * B23 ■ BN -B. N i=1 . A; N • A N i=1 nF'- N (2) A ±B (3) (1) sýnir hvernig merkið 'hleðst upp ef endurtekið er lagt saman, en truflanir leggjast saman eftir R.M.S. eins og sést af (2). Hlutfallið milli merkis og truflana vex því með kvaðratrótinni af fjölda samlagn- inga (3). HVAÐA SVÖRUN MÆLIST? Við hljóðertingu verða rafhrif í skyn- frumum cochlea er leiða til taugaboða í VIII. taug, sem berast eftir brautum út í börk heilans um nokkra kjarna. Hluti þess- ara leiða er sýndur á 5. mynd. Taugabrautir hljódskynjunar: Reticular formation. Auditory cortex. Med. geniculate. Inf. colliculus. Lat. lemniscus. Sup. olive. Cochlear nucteus. Cochlea. 5. mynd. Enn sem komið er hefur mest verið skrifað um þrennskonar svörun miðtauga- kerfisins við hljóðertingu, sem hafa mis- munandi eiginleika og koma mislöngu eftir ertinguna, Síðast kemur s.k. seint cortexsvar. Það hefur verið þekkt lengst enda mjög auð- velt að fá það fram. Til heyrnarmælinga hentar seina cortexsvarið þó ekki vegna þess að það breytist með meðvitundar- ástandi sjúklingsins og ekki má reikna með að fá sömu niðurstöðu hjá sama sjúklingi þó mælt sé með stuttu millibili. Næst síðast kemur fram svörun sem Svör fró cortex: Snemmt. Seint. 6. mynd.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.