Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 66

Læknablaðið - 01.02.1978, Side 66
26 LÆKNABLAÐIÐ nefnd 'hefur verið snemmt cortexsvar. Um það hefur aðeins verið skrifað í fá ár og eru eiginleikar þess ekki fullkannaðir. Þó er ljóst að svar þetta er óháð meðvitundar- ástandi og kemur fram á sama hátt þegar eftir því er leitað hjá sama einstaklingi með nokkru billibili. Svör þessi eru sýnd á 6. mynd. Notagildi cortexsvara liggur fyrst og fremst í því, að ef þau koma fram á réttum tíma má fullyrða að tengsl séu frá því eyra sem ert er út í annan hvorn heyrnarcortex. Þau svör sem nú eru nær eingöngu not- uð eru spennutoppar sem raktir hafa verið með tilraunum til coChlea/n. VIII og ým- issa kjarna i heilastofni. Á 7. mynd sést að svarið er að mestu búið á 8 msek eftir að erting hefst. Það sem merkt er C.M. á myndinni (cochlear microphonics) eru spennusveiflur í skynfrumum cochlea i takt við ertinguna. Topparnir sem fylgja eru upprunnir sem hér segir: 1. frá cochlea og 'heyrnartauginni. 2. frá coohlear nucleus. 3. frá superior olive. 4. og 5. frá inferior colliculus og medial geniculate. Það er því auðvelt með þessari rann- sóknaraðferð að rekja sig eftir heyrnar- brautinni og kanna hve langt boðin ná. Eðli taugaboða sem numin eru frá cochlea og heilastofni er þannig að með miklu öryggi má fá sömu niðurstöðu frá Svör frá cochlea og brain stem: C.M. 1. 2. 3. 4. 5. 7. mynd. „Input - output" samhengi: AV sama sjúklingi ef mælingin er endurtekin. Meðvitundarástand eða lyfjataka hefur engin áhrif og mætti þess vegna fram- kvæma rannsóknina í svæfingu eða léttu rúsi ef sjúklingurinn er órólegur eins og títt er um ungbörn. ÚRVINNSLA Spurningar sem electrocochleography getur svarað eru margskonar, en þessar teljast þær venjulegustu: 1. Heyrir sjúklingurinn? 2. Hver er heyrnarþröskuldurinn? 3. Er heyrnin jöfn á báðum eyrum? 4. Starfar cochlea eðlilega. 5. Sjást merki um skemmdir í taugabraut- um milli cochlea og cortex? Svarið við fyrstu spurningunni er venjulega fengið með þvi. að leita eftir seinu cortexsvari. Ef það kemur fram á réttum tíma er Ijóst að taugaboðin hafa borist alla leið út í cortex. Spurningum 2 til 4 er svarað með því að teikna upp línurit yfir samhengi ertingarstyrks og þeirrar spennusveiflu sem ertingin veldur. 8. mynd sýnir slíkt línurit fyrir cochlea og heilastofnssvar frá heilbrigðum einstaklingi. Heyrnarþröskuld- ur er skilgreindur sem minnsta ertingin sem hægt er að greina svar við. Hvort heyrnin er jöfn fæst með því að bera sam- an heyrnarþröskuldana frá hvoru eyra. Hvort cochlea starfar eðlilega má finna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.