Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 72

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 72
32 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ STJÖRN LÆKNAFELAGSISLANDS Við upphaf þessa nýja árgangs Lækna- blaðsins, er ástæða til að óska ritstjórum þess til hamingju með þann árangur, sem náðst hefur í reglubundinni útgáfu, að ekk- ert efni bíður birtingar. Um leið hefur skapast vettvangur fyrir umræðu um fé- lagsmál, heilbrigðismál og hagsmunamál lækna, sem ekki hefur áður verið fyrir hendi. Oþarft er að fjölyrða um þörf aukinna upplýsinga fyrir félagsmenn um þau mál- efni, er stjórnir og nefndir félaganna hafa til umfjöllunar hverju sinni og er ljós sú þörf stjórnar að fá vitneskju um ólík sjón- armið, sem óvíst er að komi fram ó mis- jafnlega vel sóttum félagsfundum. Á nýafstöðnum fundi stjórnar Læknafé- lags Islands með formönnum svæðafélag- anna var um það rætt, að stjórnir og nefndir félaganna tækju upp þann hátt að koma á framfæri í blaðinu fréttum af fé- lagsstarfi og frásögnum af afgreiddum og óafgreiddum málum. Stjórn L.í. mun í næstu heftum skýra nokkur málefni, sem á döfinni eru cg fylgir hér á eftir frétt um vandamál framhaldsmenntunar íslenzkra lækna í Bandaríkjunum og frásögn af fundi stjórnar L.I. með formönnum svæðafélaga, sem haldinn var í Domus Medica 1. des- ember 1977. Tómas Á. Jónasson: FRAMHALDSNÁM í BANDA- RÍKJUM NORÐUR-AMERÍKU. Skipulag framhaldsmenntunar íslenzkra lækna innanlands miðar hægt áfram, og sækja ungir læknar út fyrir landsteinana nú sem fyrr. Þótt búast megi við að fram kcmi tregða hjá öðrum bjóðum að taka við íslenzkum læknum til framhaldsnáms, hefur þessa ekki enn gætt í Svíþjóð og hafa mjög margir íslenzkir læknar fengið náms- slöður í því landi á undanförnum árum. Hins vegar hefur orðið mikil breyting hvað snertir Bandaríkin og skal hér greint nokk- uð frá ástæðum þess. Allt frá stríðsárum hafa íslenzkir lækn- ar sótt framhaldsnám til Bandaríkjanna og hefur stór hluti íslenzkra sérfræðinga hlot- ið sérmenntun sína þar. Áhugi á framhalds- námi í Bandaríkjunum hefur ekki minnk- að og hefur u.þ.b. þriðjungur útskrifaðra kandidata leitað þangað á síðasta áratug, annar þriðjungur til Svíþjóðar, en fáein- ir til Englands eða annarra landa. Það kom mjög flatt upp á íslenzka lækna, þegar í ljós kom á sl. vetri, að sett höfðu verið ný lcg í Bandaríkjunum, sem takmörkuðu mjög möguleika erlendra lækna til að hljóta framhaldsnám þar á jafn fullnægjandi hátt og áður. Ástæður þessarar ráðstöfunar munu fyrst og fremst vera veruleg fjölgun lækna- nema í bandarískum læknaskólum, og þar af leiðandi minni þörf fyrir erlenda kandi- data. Það sem löggjöfin felur í sér er, að vega- bréfsáritun læknis, sem ætlar sér til fram- haldsnáms („Exchange Visitors Visa“) er takmörkuð við tvö ár en möguleiki á framlengingu þriðja árið. Fyrsta gerð lag- anna setti það skilyrði framlengingar, að viðkomandi hefði vottorð frá heilbrigðis- stjórn lands síns um að hans biði staða í sérgreininni. Þessu ákvæði hefur nú verið breytt svo að nú nægir vottorð um að þörf sé læknis í viðkomandi sérgrein. Auk þessa þarf umsækjandi að standast próf, sem í Bandaríkjunum er kallað „Nati- cnal Board“ I og II, eða annað jafngilt próf eftir nánari ákvörðun bandarísku heil- brigðisstjórnarinnar. Þetta jafngildapróf hefur nú hlotið nafnið Visa Qualifying Examination (V.Q.E.), og var haldið á nokkrum stöðum í heiminum i september sl., í London fyrir Evrópumenn. Sex ís- lenzkir iæknar brugðu sér til London með litlum fyrirvara til þess að þreyta þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.