Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 78

Læknablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 78
34 LÆKNABLAÐIÐ FUNDARGERÐ FORMANNARÁÐSTEFNU LÆKNAFÉLAGS ISLANDS 1 DOMUS MEDICA 03.12. 1977. Ráðstefnan hófst kl. 10.00 að morgni í húsakynnum Læknafélags íslands í Domus Medica. Mættir vcru: Tómas Á. Jónasson, Guð- mundur Sigurðsson, Auðólfur Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Páll Þórðarson, Sigursteinn Guðmundsson, Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson, Hafsteinn Sæmundsson, Guðmundur Árnason og Magnús Lyngdal Stefánsson. Formaður setti ráðstefnuna og bauð fund- argesti velkomna. í upphafi skýrði hann frá því, að ákveðið hefði verið, að næsti aðalfundur Læknafélags íslands yrði hald- inn á Akureyri í júní næsta vor. Formaður sagði síðan frá gangi ýmissa mála, sem rædd höfðu verið á aðalfundi og síðan verið til umfjöllunar á stjórnarfund- um L.í.: 1. Fyrst var skýrt frá máli Daníels Daní- elssonar. Formaður sagði frá því, að stjórn L.í. hefði ákveðið að verða við ósk Daníels um, að áður uppkveðinn Gerðardómur birtist í Læknablaðinu og yrði svo fljótlega, enda teldi stjórn L.I. eðlilegt, að slíkir dómar birtust fé- lögum læknafélaganna. Varðandi spurn- ingu Daníels Daníelssonar um refsingu í þessu máli þá liti stjórn L.í. þannig á, að birting dómsins væri í sjálfu sér meiri refsing en áminning stjórnar nú. Önnur mál Daníels eru hjá nýskipuðum Gerðardómi. Hafsteinn Sæmundsson skýrði frá því, að hann hefði skýrt málsaðilum á Húsavík frá gangi málsins á aðalfundi, og myndi hann skýra þeim frá fram- vindu mála, er heim kæmi. Fundarmenn töldu að ýmsa lærdóma mætti draga af gangi þessa máls og þá einkum þann, að reka þyrfti mál fyrir Gerðardómi af meiri krafti, en verið hefði í þessu máli. Gerðardómur þyrfti m.a. að setja mönnum tímamörk um framlagningu gagna, svo að unnt væri að taka afstöðu. 2. Rætt var um framhaldsnám íslenzkra lækna í Bandaríkjunum. Formaður skýrði frá því, að sendiráð Islands í Washington hefði haft samband við bandarísk stjórnvöld og aðra í Washing- ton, sem með málið hefðu að gera, og hefði það síðan frétzt að ekki væri unnt að svo stöddu að veita undanþágu til íslendinga frá þeirri reglu, að menn séu ráðnir einungis til 2ja ára, en þó með möguleika á framlengingu í eitt ár. Hins vegar hefði komið fram vel- vilji í garð íslendinga, og skilningur á sérstöðu þeirra í þessu máli, og talið væri fullvíst, að gerðar yrðu breyt- ingar á lögunum, og yrði þá e.t.v. unnt að taka tillit til sérstöðu íslend- inga, hvað varðar framhaldsmenntun lækna. Formaður skýrði frá því, að til stæði, að stjórn Læknafélags Islands reyndi að skrifa áhrifamiklum þing- mönnum á Bandaríkjaþingi og e.t.v. varaforsetanum varðandi þetta mál. 3. Rætt var um viðbyggingu Domus Med- ica. Formaður skýrði frá því, að nauð- synlegar leyfisveitingar hefðu verið kannaðar. í ljós hefði komið, að ólík- legt væri, að leyfi fengist til að byggja nægilega stóra byggingu ofan á húsið, sem fullnægja mundi börfum félagsins. Hins vegar væri líklegra, að leyfi feng- ist til viðbyggingar, sem gæti orðið allt að 400m- á 2 hæðum. Virtist álit manna það, að viðbygging mundi verða heppilegri lausn, ekki sízt m.t.t. aðstöðu og bætts reksturs félagsheimilisins. 4. Þá var tekin fyrir útgáfa ritsins ,,Lækn- ar á íslandi“. Formaður skýrði frá því, að rætt hefði verið við 3 lækna, þá Þórodd Jónasson, Pál Ásmundsson og Benedikt Tómasson, sem hefðu tekið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.