Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐID 167 felliprófi, er ef til vill aðeins hluti af heildar- mynd. Sér í lagi merkir jákvætt fellipróf aðeins, að viðkomandi hefur komið í myglað hey, en ekki endilega, að heymæði sé til staðar (2, 13). Auk pess er prófið neikvætt í allt að 50 % tilvika í langvinnri heymæði af ýmsum ástæðum (14). Einnig verður að taka fram, að kast af bráðri heymæði gengur yfir á einum eða tveimur dögum og því líklega sjaldan leitað læknis í byrjun sjúkdómsins. Ef sjúkling- ur, er fengið hefur bráða heymæði er skoðað- ur síðar meir, er ekkert að finna við skoðun, lungnamynd er eðlileg, svo og öndunarpróf, þannig að auðvelt er að missa af greiningunni. Sýna þessi dæmi vel, hversu mikilvæg góð sjúkrasaga er, ef grunur leikur á, að heymæði sé fyrir hendi og virðist sem svo, að í sumum tilvikum sé einungis hægt að reiða sig á sjúkrasöguna, en ekki rannsóknarniðurstöður. Auk þess, ef sett eru þröng skilyrði fyrir greiningu, eins og minnst var á hér að ofan, er alltaf hætta á að útiloka og missa af óalgeng- ari myndum sjúkdómsins (1). Af þessum orsök- um var sjúkrasagan ein notuð til skilgreiningar á heymæði í þessari athugun. Rétt er að geta þess, að greiningarskilyrðin, sem notuð voru myndu vafalaust missa af langvarandi hey- mæði, sem lýsir sér eingöngu sem hægt vax- andi áreynslumæði, sem sjúklingurinn setur ekki í samband við návist við heymyglu. Eins er víst, að mismunagreiningin verður erfiðari (1). Getur orðið vandasamt að greina á milli heymæði, langvarandi berkjubólgu, lungna- þembu og annarra lungnasjúkdóma, svo tekin séu dæmi. Það er auðvelt að hugsa sér, að allir sjúklingar, sem hafa einkenni frá öndunarfærum myndu finna til andþyngsla eða mæði í rykugu andrúmslofti illa loftræstrar heyhlöðu, og það væri líklega auðvelt að leiða fram jákvæð svör um öndunareinkenni við áreiti frá mygluðu heyi almennt séð. Langvarandi berkjubólgu hefur verið lýst í heymæðisjúklingum (1, 2, 15). Einnig hefur verið lýst tilfellum af heymæði, þar sem klinisk einkenni, röntgen- og öndunarprófseinkenni um lungnaþembu voru til staðar (16, 15). Lungnaþembu hefur verið lýst í dúfnaræktar- sjúkdómi (Pigeon breeder’s disease) (17). Röntgenlæknar álíta lungnaþembu eina mynd langvarandi heymæði (18). Árið 1953, þegar Fuller tók saman allt, sem vitað var um heymæði á þeim tímum, og fann 32 tilfelli, lýsti hann þremur stigum sjúkdómsins og væri hið þriðja hið langvarandi og óbætanlega stig, þar sem síðkomnar breytingar eins og lungna- þemba og óeðlileg bandvefsmyndun hefði átt sér stað, sem afleiðing af endurteknu áreiti yfir fjölda ára (19). Fátt hefur verið skrifað um þróun heymæði og horfur til langframa (20) eða um prófun og horfur ofnæmissjúkdóma í lungum yfirleitt (21). Ekki er heldur vitað, hver er tíðni annarra lungnasjúkdóma meðal heymæðisjúklinga (20). Nú voru tvö aðaleinkenni þessa hóps, sem er til umræðu langvinnt áreiti af heymyglu og langvarandi heymæði. Virðist svo sem hey- mæði sé greind hér á landi töluvert síðar en í nágrannalöndunum (22) af ástæðum, sem minnst verður á síðar. Önnur einkenni hópsins voru há tíðni röntgenbreytinga, sem samsvör- uðu lungnaþembu og há tíðni berkjubólgu. Spurningin er, hvort eitthvert orsakasamband sé hér á milli. Orsakir berkjubólgu í heymæði má ef til vill rekja til langvarandi áreitis berkjuslímhúðar af ryki úr heymyglu. Ekki liggur eins Ijóst fyrir, hver myndi vera orsök lungnaþembu í hey- mæði, þótt eftirfarandi atriði geti verið til á- bendingar. Langvarandi obstruction hefur löng- um verið talin fyrirrennari lungnaþembu (23). Obstruction er til staðar í heymæði, sem sést á sambandinu við langvarandi berkjubólgu, ob- struction á öndunarprófi (2, 1, 22, 15) og smáberkjubólgu (bronchiolitis) á vefjasýni frá lungum (24, 4). Einnig eru smáir loftvegir sýktir í dúfnaræktarsjúkdómi (21). Færð hafa verið rök fyrir því, að tengsl séu á milli smáberkjubólgu og lungnaþembu (25). Eyði- legging á lungnavef í heymæði getur einnig orsakast á þann hátt, að átfrumur í lungna- blöðum (alveolar macrophagar) losa frá sér hvata, sem brjóta niður bandvef, fyrir tilverkn- að varmasækinna actinomycetes, sem finna má í mygluðu heyi. Nefnast hvatar þessir collagenasi og elastasi. Einnig gefa hvít blóð- korn frá sér meltingarhvata, sem eta upp lungnavef og er lungnaþemba ef til vill af- leiðingin (26, 27). Síðast en ekki síst, hefur aukin bandvefsmyndun í lungum, sem er vel þekkt afleiðing langvarandi heymæði, verið talin ein orsök lungnaþembu (28, 17) og endurspeglast sú kenning í hinum einkenni- legu tengslum milli aukinnar bandvefsíferðar og lungnaþembu á röntgenmyndum allmargra sjúklinga í þessari athugun. Orsakatengslum þessum er nánar lýst í mynd 3, en taka verður fram, að um umdeildar kenningar er að ræða. Flestir íslenskir bændur kannast við hey-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.