Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 29
LÆKNABLADID 183 25. Björk, A., Krepbs Aa, & Solow, B. A method for epidemiological registration of malocclusion. Acta Odontol. Scand. 1964, 22, 27-41. 26. Magnússon, T.E. Age at menarche in Iceland. Am. J. Phys. Anthrop. 1978, 48, 511-514. 27. Finney, D.J. Probit Analysis. The University press, Cambridge. 1947. 28. Munck, C. Skeletal modning hos Vest-Grön- landske skoleborn. A study for partial fulfill- ment of a postgraduate course in orthod. At the Royal Dental College, Institute of orthodontics, Copenhagen, 1976. 29. Heilbrigðisskýrslur (Public Health in Iceland) 1963, Reykjavík 1972, 155-161. t MINNING Magnús Kjartansson fyrrv. ráðherra heilbrigðismála. Hann var fæddur 25. febrúar 1919 á Stokks- eyri. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson, verkamaður og lögregluþjónn í Hafnarfirði og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir. Stúdent 1938 frá Reykjavík. Við verkfræði- nám i Danmarks Tekniske Höjskole og Polyteknisk Læreanstalt 1938-1940. Við nor- rænunám i Hafnarháskóla 1940-1943, síðar við háskólana i Lundi og Stokkhólmi. Próf í forspjallsvísindum 1941 við Hafnarháskóla. Ritstjóri við Þjóðviljann frá 1947 til 1971. Landskjörinn varapingmaður janúar- fe- brúar, mars-maí, október og nóvember 1950, mars 1951, janúar og október-nóvember 1952. Varapingmaður Reykvíkinga desember 1965. Alþingismaður Reykvíkinga 1967 til 1978. Skipaður 14. júli 1971 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra og gegndi pví embætti til 28. ágúst 1974. Átti sæti í menntalmálaráði 1946-1952 og 1956-1963. Þingkjörinn fulltrúi íslands á ping- um Norðurlandaráðs 1967-1971 og 1974- 1978. Sat í orkuráði 1975-1979. Átti sæti í endurhæfingaráði frá 1979. Var tilnefndur fulltrúi íslands í Nordisk handikapsprojekt (undirnefnd á vegum Norðurlandaráðs) 6. febrúar 1979. Dáinn 28. júlí 1981. Þegar Magnús Kjartansson varð ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sumarið 1971, var hann pegar orðinn pjóðkunnur maður, sem ritstjóri og alþingismaður, af skrifum sínum og ræðum. Hann hafði, er hann tók við ráðherrastarfi, gífurlega mikla stjórnmálalega og þjóðfélagslega pe'ckingu og reynslu og hafði mjög ákveðnar skoðanir um uppbygg- ingu og þróun félagslegrar og heilbrigðis- legrar þjónustu, sem hann hafði áður sett fram í ræðu og riti. Atvikin höguðu því svo, að persónulega höfðum við Magnús Kjartansson ekki sést, fyrr en hann kom sem húsbóndi í heilbrigðis- ráðuneytið, en frá fyrstu byrjun tókst milli okkar samvinna og samstarf, sem ekki bar skugga á í ráðherratíð hans og vináttutengsl, sem héldust æ síðan. Pegar Magnús Kjartansson varð heibrigðis- ráðherra, var heibrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið ekki orðið eins árs og því í mótun, en það var stofnað með lögum um Stjórnarráð íslands, sem gildi tóku 1. janúar 1970. Pað kom því, með vissum hætti, í hlut okkar Magnúsar sameiginlega að móta vinnutilhögun og starf ráðuneytisins og taka afstöðu til þess, á hvaða þætti mála ætti að leggja höfuðáherslu í hinu nýja ráðuneyti. Eitt fyrsta verk Magnúsar eftir að hann varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að hafa forgöngu um að setja bráðabirgðalög um breytingu á lögum um almannatryggingar þannig, að ýmis ákvæði þeirra laga, sem áttu að taka gildi hinn 1. janúar 1972, tóku gildi hinn 1. ágúst 1971. Hér var bæði um að ræða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.