Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 25
LÆKNABLADID 179 rannsókninni og f>að af handahófi, nema úr yngsta og elsta aldurshópnum, par sem enga vantar, er ekki ástæða til að ætla að fækkunin í hópnum hafi á nokkurn hátt rýrt gildi pessarar rannsóknar. Röntgenmyndirnar voru teknar af hægri hendi barnanna á venjulegt færanlegt tann- röntgentæki. Röntgenrörinu var brugðið niður í trékassa sem blýklæddur er að innan (8). Kassinn hindrar pannig alla geislun nema á hendi barnsins, sem stungið er inn í hann neðantil, jafnframt pví sem hann tryggir fasta fokus filmufjarlægð = 72 cm, að sino-röntgen- filmunni (filma pökkuð í Ijóspétt umslag) á botni hans. Við greininguna var stuðst við sjö bein- proskastigin í töflu I, í peirri röð er pau hér eru framsett, en staðsetning peirra er sýnd á handröntgenmynd, (mynd 1). Breidd kastbrjósks og skafts (epiphysis and diaphysis) (PP2 =, MP3 =) voru metin sem mesta breidd hornrétt á lengdaröxul köggl- anna (mynd 2 a og b). Breiddin var mæld með einföldu skífumáli. Upphaf beinmyndunar se- samoid (S) var skráð, pegar beinmyndun var fyrst augljós (mynd 2c). Húfustig (capping stage) miðkögguls (middle phalanx) (MP3cap) einkennist af frekar jöfnum hæðarvexti á jöðrum kastbrjósksins (epiphysial disk), sem myndar hvassa brún utanmegin (distalt) og ákveðinnar beygju innanmegin (proximalt) (mynd 2d). Fullkomin lokun vaxtarsvæðanna (DP3u, PP3u, MP3u) var skilgreind er Ijósa línan (radiolucent line) milli kastsins (epiphy- sis) og skaftsins (diaphysis) væri fyllilega horfin (Mynd 2e,f,g) (14). Aðferðir, (probit or logit), sem Finney lýsti (27) hafa verið taldar hvað ábyggilegastar við útreikninga á pverskurðarúrtaki, en með peim var reiknuð probitlína, kí-kvaðrat (chisquare test) og staðalfrávik meðal upphafstíma hinna mismunandi beinproskastiga handarinnar. Á pann hátt var fengin eftir aldurflokkun vax- andi tíðni peirra barna, er náð höfðu pessum mismunandi beinproskastigum handarinnar, jafnframt pví sem staðalskekkjan (S.E.) og staðalfrávikið (S.D.) voru greind með aftur- virkri líkingu (regression equation). Aðferðaskekkjan við ákvörðun beinproska- stiganna var greind með pví að höfundur endurskoðaði 295 barnanna. Af 801 greindu beinproskastigi var matið ekki eins einungis í 36 tilvikum (4.49 %), sem dreifðust nokkuð jafnt, 15 tilfellanna einu beinproskastigi ofar, en í 21 tilfellanna einu beinproskastigi neðar, en í fyrri greiningu, (tafla III). Aðferðarskekkj- an reyndist pví lítil, alltaf innan við 5 %. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA. Helstu niðurstöður pessarar rannsóknar koma fram í töflu IV. Kynmismunurinn reyndist Fig. 1. Radiographic survey of the hand, showing the different locations of the maturation stages. Abbreviations as in table I. PP2 = , (B) stage MP3=, (C) stages S, (D) stage MP3 cap, (E) stage DP3u, (F) stage PP3u and of (G) stage MP3u.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.