Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 35
LÆKNABLADIÐ 189 SKÝRSLA STJÓRNAR FÍLÍS STARFSÁRIÐ 1980-1981 Adalfundur FÍLÍS 1980 var haldinn á Sabbatsberg- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 4. desember 1980. Um 30 félagsmenn sátu fundinn. Gestur fundarins var Viðar Hjartarson ritari L.í. í stjórn voru kosnir Sveinn Magnússon formaður, Gísli Sigurðsson ritari, Torfi Magnússon gjaldkeri og meðstjórnendur Birgir Jakobsson og Friðrik Yngvason. Fundargerð aðal- fundar var send félagsmönnum. Stjórnarfundir. Fjórir stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu, það er í Stokkhólmi, Eskilstuna, Lundi og í Gautaborg. Fundirnir voru opnir og mæting allgóð. Ýmis stjórnarerindi voru einnig rædd símleið- is. Ljósrit af öllum bréfum til og frá FÍLÍS eru send stjórnarmönnum. Félagsmenn, fjármál. Um 170 íslenskir læknar eru nú í Svípjóð og eru flestir þeirra félagar í FÍLÍS og greiða par árgjald. Helsti kostnaðarliður félagsins er ferðakostnaður og vegur par pyngst ferð formanns á aðalfund L.í. Þar sem reikningsár miðast ekki við stjórnarskip-ti, kemur kostnaður við ferð fulltrúa FÍLÍS á NRYL-fund í Helsinki 1980 á reikninga ársins. Dreifingarkostnaður er einnig talsverður, einkum dreifing fréttabréfa. Óhjákvæmilegt er að árgjald verði hækkað í takt við verðlag. Fréttabréf. Öllum félagsmönnum voru send þrjú fréttabréf, par sem helstu mál stjórnar voru kynnt, einnig félagatal og viðbætur við pað, líka var send út skýrsla stjórnar og fundargerð aðalfundar, en tvö síðast töldu piöggin voru einnig send L.í. og svæðafélögum pess erlendis, Læknablaðinu, land- lækni, heilbrigðisráðuneyti, FÚL og sendiráði íslands í Svíþjóð. Könnun FÍLÍS. Formaður félagsins framkvæmdi könnun á námi, starfi og áformum 163 lækna á skrá FÍLÍS vorið 1981. 96% svöruðu og hafi peir pökk fyrir. Flestir eða 76 % hafa fengið lækningaleyfi á íslandi 1975-79, og 54 % þeirra sem fengu lækninga- leyfi 1977 voru við nám í Svípjóð. Kom í Ijós, að 117 íslenskir læknar stunduðu nám í 27 greinum og 46 stunda sérfræðistörf í 18 greinum. Fjölmennustu greinarnar voru heimilislækningar 28, kírúrgía 11, bæklunarlækningar 9, kvensjúkdómar 9, geislagrein- ing 6, svæfingar 6, HNE 5 og barnalækningar 4. Miðað við svipaða könnun Guðjóns Magnússonar 1978 eru færri nú á fyrstu árum náms, 30% höfðu dvalið tvö ár eða skemur en 48 % 1978. Sænskt lækningaleyfi hafa 76 %, íslenskt 93 %. 144 hafa dvalið skemur en 10 ár í Svípjóð og par af er 121 ákveðinn að flytja til baka. FlLÍS hefur áður vakið máls á nauðsyn áætlunar um lagknapörf á íslandi og hefur því L.Í. óskað eftir Barst ritstjórn 10/02/1982 slíkri áætlun frá heilbrigðisráðuneytinu en þaðan hafa ekki borist fullnægjandi svör. FÍLÍS hefur pví nýlega ritað L.í. að nýju og mælst til pess að það krefji ráðuneytið betri svara. Adalfundur L.Í. Formaður FÍLÍS sat aðalfund L.í. sem haldinn var I Reykjavík 21.-22. september. Helstu mál fundarins voru drög að nýjum læknalög- um, aðild að BHM, ýmsar ályktanir ofl. Að loknum aðalfundi var haldið læknaþing, par sem rætt var um stöðu lækna í þjóðfélaginu og síðan um reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar, sem L.f. hafði fengið til umsagnar. Hefur nánar verið greint frá fundinum í fréttabréfi. Formannarádstefna L.í. Ráðstefnan var haldin í mars sl. Af fjárhagsástæðum hefur FÍLÍS ekki sent fulltrúa heim, en að pessu sinni sat Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður FÍ LIS fundinn og sendi síðan stjórn stutta samantekt um helstu mál fundarins, en rætt var um kjaramál, skattamál, atvinnumál, trygg- ingamál, framhaldsmenntun lækna ofl. FÍLUMHEIL. Innan FÍLÍS er FÍLUMHEIL eina aukafélagið. Félagið hefur starfað blómlega en starfsemin er svæðabundin og því nokkuð mismun- andi eftir fólksfjölda á hverjum stað. Félagið hefur mikil samskipti við félög heimilislækna á íslandi og hefur beitt sér I mörgum hagsmunamálum heimilis- lækna. Formaður félagsins er Þórarinn Gíslason, Uppsölum og í félaginu eru 26 manns. FÚL. Samskipti við FÚL hafa verið I lágmarki. Stafar pað án efa af miklu annríki FÚL-manna I sambandi við launadeilu lækna sl. sumar. Fulltrúi FÍLÍS sat I nóvember 1980 fund NRYL I Helsinki, sem fulltrúi FÚL, en nú var NRYL fundurinn haldinn á íslandi í júní og pví purfti aðstoðar FÍLfS ekki með að pessu sinni. Önnur svædafélög. Skýrsla fyrri stjórna, aðalfund- argerð og félagatal voru send félögum íslenskra lækna í Bretlandi og N-Ameríku og bárust sambæri- leg plögg frá hinu fyrrnefnda. Að öðru leyti hefur ekki verið um samband við pessi félög að ræða. Læknabladið. Læknablaðið berst nú reglulega áskrifendum. Árgangar blaðsins 1978 og 79 leiddu til margra bréfaskrifa fyrri stjórna við blaðið, par sem pessir árgangar bárust ekki meðlimum FÍLÍS. Leyst- ist málið á pann veg, að formanni FfLÍS bárust fimm pungir kassar, innihald 50 eintök af hverju tölublaði ársins 1979. Hefur pessum blöðum verið dreift eftir megni. Adalfundur sænska læknafélagsins. 14.-15. nó- vember sl. hélt sænska læknafélagið aðalfund sinn í Stokkhólmi. L.Í. var boðið að senda fulltrúa og að beiðni L.í. sat formaður FÍLÍS fundinn. Helstu mál fundarins voru aðild að SACO/SR, menntunarmál

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.