Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 31
LÆKNABLADID 185 skoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar og ný lög um atvinnuleysistryggingar öðluðust gildi vorið 1973 og leystu af hólmi eldri lög par að lútandi. Mjög snemma í ráðherratíð Magnúsar kom í ljós áhugi hans á mengunarvörnum og má í því sambandi minna á, að jafnframt því að vera heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, var hann iðnaðarráðherra. Hann hafði mikinn áhuga á að settar yrðu strangar reglur um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna og setti á laggir nefnd til, að gera tillögur um það, hvernig að því máli skyldi staðið. Árangur pess nefndarstarfs varð reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, sem tók gildi í júní 1972. Ákvæði þessarar reglugerðar hafa haft gífurlega þýðingu í sambandi við allt eftirlit með mengunarmálum og mengunar- vörnum og sérstaklega í sambandi við byrjun- aruþþbyggingu stóriðjufyrirtækja hér á landi, en einnig almennt í sambandi við mengunar- mál. Pessi reglugerð hefur verið í gildi óbreytt síðan hún var sett og hefur komið að tilæt- luðum notum. Það mætti að sjálfsögðu æra óstöðugan að telja upp allar þær reglur og reglugerðir, sem settar eru í ráðuneyti, en ég get ekki látið hjá líða að minnast hér á eina reglugerð, sem markaði veruleg tímamót og sett var í ráð- herratíð Magnúsar Kjartanssonar. Það var heilbrigðisreglugerð, sem sett var í samræmi við lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og var sú fyrsta sinnar tegundar, sem gilti fyrir landið allt ásamt landhelgi og lofthelgi, en áður voru til fjölmargar heilbrigðissamþykktir fyrir einstaka kaupstaði og sveitarfélög. Að baki reglugerðasmíða af þessu tagi liggur löng og mikil vinna og ef til vill ræður því stundum tilviljun, hvaða ráðherra það er, sem að lokum gefur reglugerðina út. En þó svo sé, þá ber þess að minnast, að sá ráðherra, sem reglu- gerðina gefur út, hefur á lokastigi haft síðasta tækifærið til þess að gera þær breytingar og viðbætur, sem hann taldi eðlilegar og viðeig- andi. Ég vil hér minnast tveggja kannana, sem Magnús Kjartansson kom af stað í sinni ráðherratíð. Annað var könnun, sem gerð var á árinu 1972 á rekstrarhagræðingu í Trygging- astofnun ríkisins og birtist sem Rit heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 1/1973, en hitt var könnun á vistunarrýmisþörf heil- brigðisstofnana, sem gerð var á árunum 1972 og 1973 og birtist sem Rit heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðunetyisins nr. 3/1973. Síðari könn- unin hefur orðið til viðmiðunar í sambandi við uppbyggingu sjúkrastofnana hér á landi og er enn í meginatriðum við hana stuðst í sambandi við áætlanagerð um þörf sjúkrarýmis. í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar tíðk- aðist það að heilbrigðis- og félagsmálaráðherr- ar Norðurlanda hittust annað hvort ár og bæru saman bækur sínar. Ráðherrafundur af þessu tagi var haldinn hér á landi í júlí 1973 og kom það í hlut Magnúsar að halda framsögu- erindi á þessum ráðherrafundi þar sem rætt var um framtíðarfyrirkomulag ellitryggingar- mála. Þennan fund sóttu allir ráðherrar, sem þá fóru með félagsmál á Norðurlöndum. í erindi sínu á þessum fundi, þá lagði Magnús fyrst og fremst áherslu á nauðsyn þess að ellitryggingarmál á íslandi yrðu samræmd svip- að því sem gerst hefur á öðrum Norðurlönd- um og lagði áherslu á frekari útfærslu þess tvöfalda bótakerfis, grunnlífeyris og tekjutrygg- ingar, sem þá nýlega hafði verið lögfest hér á landi. Strax frá upphafi sýndi Magnús málefnum geðsjúkra mikinn áhuga. Hann skipaði tvær nefndir til undirbúnings bygginga fyrir geð- sjúka, aðra sem undirbjó byggingu vegna áfengissjúklinga að Vífilsstöðum og er löngu tekin til starfa, og hina sem undirbjó byggingu geðdeildar á Landspítala, en um það mál urðu, sem kunnugt er, harðar deilur. Magnús lifði það ekki að sjá geðdeildina í fullri notkun enda þótt nú sé tæpur áratugur síðan fram- kvæmdir hófust. Ásamt öðrum hafði Magnús forgöngu um samvinnu menntamálaráðuneytis (Háskólans) og heilbrigðisráðuneytis (Landspítala) um byggingar Landspítala og læknadeildar á Landspítalalóð og skipan yfirstjórnar mann- virkjagerðar á lóðinni, sem enn hefur umsjón þeirra verkefna. í ráðherratíð sinni, sótti Magnús Kjartans- son tvívegis þing Evrópusvæðis Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn og í Vín. Var hann við vígslu húsakynna svæðisskrifstofunnar í Kaupmannahöfn og afhenti, þar fyrir íslands hönd, stofnuninni málverk að gjöf. Ég sagði í upphafi, að þegar Magnús Kjart- ansson kom til starfa í heilbrigðisráðuneytinu, þekkti ég hann ekki persónulega og vissi því ekki hvernig háttað væri vinnubrögðum hans eða hvaða starfsaðferðir hann hefði tileinkað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.