Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 30
184 LÆKNABLADID ákveðnar hækkanir bóta almannatrygginga, en einnig kom pá til framkvæmda nýmælið um tekjutryggingu, sem haldist hefur í lögum síðan og orðið æ stærri þáttur af bótum elli- og örorkulífeyrisþega. Fyrir tíu árum, þegar Magnús Kjartansson tók við ráðherrastarfi í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti, voru heilbrigðismál dreifbýlis- ins mjög til umræðu og hafði reynst erfitt um alllangt skeið að fá heilbrigðisstarfslið til starfa úti um landið, en þá voru í gildi hin gömlu læknaskiþunarlög, sem eingöngu gerðu ráð fyrir fastráðnum læknum til starfa við almennar lækningar, en engu öðru heilbrigðis- starfsliði. Vorið 1971 hafði nefnd, sem þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafði skiþað til að gera tillögur um úrbætur í heilbrigðismálum, skilað áliti og drögum að frumvarþi til laga um heilbrigðisþjónustu, sem gerði ráð fyrir mjög breyttu skipulagi heil- brigðisþjónustu um landið allt. Það kom í hlut Magnúsar Kjartanssonar sem heilbrigðisráð- herra að taka við þessu máli og leiða það í gegnum Alþingi og árangur þess starfs voru lög um heilbrigðisþjónustu, sem samþykkt voru á vorþingi 1973 og gildi tóku hinn 1. janúar 1974. Segja má að með setningu þessara laga hafi verið brotið blað í heilbrigðisþjónustumálum landsbyggðarinnar sérstaklega, því að þar er gert ráð fyrir að byggt sé upp kerfi heilsu gæslustöðva um allt land og gert ráð fyrir stóraukinni þjónustu við landsmenn alla á þessu sviði. Þetta var mikið hjartans mál Magnúsar og átti hann oft við ramman reip að draga að koma fram skoðunum sínum og tillögum í sambandi við þessa lagasmíð og varð að lokum að sættast á, að lögin yrðu samþykkt með því skilyrði, að 2. kafli þeirra um læknishéruð og stjórnun heilbrigðismála í héruðum, tæki ekki gildi fyrr en við síðari ákvörðun Alþingis. Magnús leit á setningu laga um heilbrigðisþjónustu sem hluta þeirrar byggðastefnu, sem hann var talsmaður fyrir og taldi uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar eina meginforsendu þess, að byggð gæti hald- ist við og þróast vítt um landið. í lögum um heilbrigðisþjónustu eru fjöl- mörg nýmæli. Hér vil ég minnast á eitt sérstaklega, sem Magnús átti frumkvæði að, en það var hlutdeild starfsmanna í stjórnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Um þetta atriði voru nokkrar deilur þegar málið var til umræðu á Alþingi, en reynslan hefur sýnt að hér var stigið stórt skref til þess að reyna að gera starfsmenn heilbrigðisstofnana virkari og ábyrgari um stjórn stofnananna. Svo sem fyrr sagði, var á þeim tíma, sem Magnús tók við ráðherrastarfi, mjög erfitt að manna læknishéruð og var margt gert til þess að hvetja lækna til að koma til starfa í hinum dreifðu byggðum landsins. í ársbyrjun 1973 tók Magnús sér ferð á hendur til London, Stokkhólms og Gautaborg- ar ásamt formanni i Læknafélags íslands og undirrituðum og hélt fundi með íslenskum læknum, sem dvöldust á þessum stöðum eða í nánd við þá. Tilgangur ferðarinnar var að ræða við læknana um heilbrigðismál á íslandi, starfsaðstöðu hér heima, fyrirhugaðar breyt- ingar á læknaskipun og heilbrigðismálum og hvetja þá til þess að koma til starfa á íslandi. Það er enginn vafi á því, að þessar ferðir höfðu áhrif í þá átt að tengja þá lækna, sem langdvölum höfðu verið erlendis, við íslenska heilbrigðisþjónustu að nýju og höfðu því þegar fram í sótti tilætluð áhrif. Eitt af markmiðum þeirrar ríkisstjórnar, sem tók við sumarið 1971, var að endurskoða lyfjaverslunina í landinu og setja lyfjaverslun og lyfjaframleiðslu í landinu undir félagslega stjórn. Magnús Kjartansson skipaði snemma á starfsferli sínum nefnd til þess að gera tillögur um endurskoðun af þessu tagi, en jafnframt lét hann vinna efnismikla greinargerð um lyfja- sölu og lyfjagerð, sem kom út sem Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 2/1973. Frumvörp um breytingar á fyrirkomu- lagi lyfjamála lagði Magnús fram en þau náðu ekki fram að ganga á Alþingi. Af merkum lagafrumvörpum, sem unnin voru í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar, má nefna lög um vátryggingastarfsemi, sem samþykkt voru vorið 1973 og tóku gildi 1. janúar 1974. Að baki þeirri lagasetningu lá mjög mikil vinna og lögin marka tímamót í sambandi við starfsemi tryggingafélaga og ábyrgð hér á landi. Þá má nefna lög um dvalarheimili aldraðra, sem gildi tóku vorið 1973 og voru fyrstu lög um það efni hér á landi. Lögin gerðu ráð fyrir skipulegri uppbyggingu á dvalarheimilum aldraðra og þar var gert ráð fyrir þátttöku ríkisins í kostnaði við byggingar, en því miður var þessum lagaákvæðum síðar breytt og þar með minnkaði gildi þeirra. í ráðherratíð Magnúsar lauk heildarendur-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.