Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 39
LÆKNABLADID 193 Mynd 3. Dr. Bjarni Jónsson margir væru betur til þess fallnir en ég, að fjalla um hann, enda stóð til að annar maður tæki það að sér, en forföll hömluðu að svo gæti orðið. Dr. Bjarni er fæddur á ísafirði 21. maí 1909. Hann lauk stúdentsprófi 1929 og embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1935. Hann fór utan til framhaldsnáms haustið 1936, fyrst til Þýsklalands og síðar til Danmerkur. Heim kom hann í árslok 1940. Hann fékk viðurkenningu sérfræðings í bæklunarsjúk- dómum árið 1941. Hann dvaldist nokkru síðar í Bandaríkjunum í hálft annað ár, 1947-1948, og kynnti sér nýjungar í grein sinni, aðallega við New York Orthopedic Hospital. Haustið 1956 hélt hann til ársdvalar á taugaskurðdeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn til þess að kynna sér meðferð höfuðslysa. Doktorsritgerð sína »Studies on Hibbs spi- ne fusion in the treatment of scoliosis«, varði hann við læknadeild Háskóla íslands árið 1954. Hann hefur ritað margar greinar, bæði í innlend og erlend fræðirit. Árið 1941 hóf dr. Bjarni störf við St. Jósefsspítala, Landakoti í Reykjavík. Hann varð yfirlæknir spítalans árið 1959. Þegar læknaráð var stofnað við spítalann 1967 varð hann formaður pess og gegndi báðum þessum embættum til ársloka 1979, er hann lét af störfum par, pá ný orðinn 70 ára. Ekki taldi hann þó tímabært að setjast í helgan stein, en hefur fram á pennan dag unnið að læknisstörf- um fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Vinnuálag dr. Bjarna hlýtur að hafa verið mikið. Auk pess sem fyrr er getið, stundaði hann um langa hríð umfangsmikil heimilis- læknisstörf og um 15 ára skeið annaðist hann einn öll höfuðslys hérlendis og var pá ávallt til taks, nótt sem nýtan dag. Á St. Jósefsspítala, Landakoti, vann dr. Bjarni í nær 40 ár. Vandfundinn myndi þeirri stofnun öflugri málsvari. Dr. Bjarni átti sæti í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1946-1947 og læknafélagsins Eir- ar 1954-1956, Þar af var hann formaður 1955- 1956. Hann var í stjórn Rauða Kross íslands árin 1945-1961, og í ritstjórn Læknablaðsins 1955-1956. Dr. Bjarni er óvenju orðhagur maður, hvort sem er á mælt eða ritað mál. Rökfimi hans er með eindæmum, pað pekkja peir, sem hafa þurft að eiga við hann skoðanaskipti og verið honum ósammála. Honum varð líka prýðilega ágengt, eins og Landakotsspítali vitnar best um í dag. Þegar dr. Bjarni lét af störfum par, var gefið út sérstakt fylgirit Læknablaðsins honum til heiðurs, og rituðu læknar Landa- kotsspítala par margar ágætar vísindagreinar. Dr. Bjarni er óvenju litríkur persónuleiki, og hvar í heiminum, sem er myndi hann skera sig úr hópnum, án pess pó að hann geri neitt til pess sjálfur að láta á sér bera. Dr. Bjarni kvæntist árið 1940, Þóru Árna- dóttur, kaupmanns í Reykjavík, Eiríkssonar. Læknafélagi Reykjavíkur er sómi að hafa haft slíkan mann innan sinna vébanda og pví hefur fyrrverandi stjórn félagsins gert dr. Bjarna Jónsson að heiðursfélaga í Læknafélagi Reykjavíkur. Því til frekari staðfestu afhendi ég honum Þetta heiðursskjal. Björn Árdal: Góðir starfsbræður og gestir. Mér hefur hlotnast sá heiður að fá að ávarpa Kristbjörn Tryggvason í tilefni pess, að Læknafélag Reykjavíkur hefur gert hann að heiðursfélaga sínum. Kristbjörn er fæddur í Reykjavík 29. júlí 1909. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði árið 1936. Sama ár fór hann til starfa og framhaldsnáms til Danmerkur og dvaldist par að mestu til ársins 1940, er hann kom heim. Eftir stríð fór hann í allnokkrar námsferðir til útlanda, og á árinu 1963 var honum boðið að halda fyrirlestra við Harward háskóla í Bo- ston. Hann hefur ritað fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Kristbjörn var í stjórn Læknafélags Reykja- víkur og formaður félagsins var hann 1948-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.