Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 44
194 LÆKNABLADID 1950. Þá var hann í stjórn Elli- og örorkutrygg- ingasjóðs lækna frá stofnun hans, árið 1945, og í mörg ár. í læknaráði Landspítalans var hann um árabil. Kristbjörn starfaði í fjölda ára að ungbarna- vernd jafnhliða almennum heimilis- og barna- lækningum. Margar sögur fara af ágæti Krist- bjarnar sem heimilis- og barnalæknis, og þekki ég og fjölskylda mín það af eigin reynslu. Við þekkjum fólk, sem segir, að Kristbjörn eigi lífið í börnunum þeirra, og dæmi eru þess, að börn hafi verið skírð í höfuðið á honum í þakklætisskýni. Einhverju sinni fékk Kristbjörn hjúkrunar- konu til að sitja yfir veiku barni meðan hann sinnti öðrum útköllum. Hann ætlaði síðan að líta til barnsins nokkrum tímum seinna. Þegar komið var fram yfir þann tíma, spurði móðir barnsins hjúkrunarkonuna, hvort Kristbjörn hefði ekki gleymt þeim. Þá leit hjúkrunarkon- an hvasst og ákveðið á móðurina og sagði: »Hann Kristbjörn gleymir aldrei veiku barni«. Af eftirfarandi má ef til vill marka, hversu mikið álit og traust litlu sjúklingarnir hans Kristbjarnar báru til hans: Einhverju sinni, Þegar Kristbjörn var í vitjun, sagði litla veika hnátan við móður sína: »Mamma, er petta Jesús Kristbjörn?« Við þekkjum öll dugnað og vandvirkni Kristbjarnar í starfi og kennslu. Afköst hans hafa líka verið mikil, enda vinnudagurinn oftast ærið langur. Mér finnst gaman að sögu, sem ég hef heyrt af veiðiferð, er lýsir vel ákveðni Kristbjarnar til að ná settu marki. Kristbjörn var að kasta fyrir lax í á, er hann sá lax stökkva langt úti í ánni. Hann reyndi að kasta agninu að laxinum, en náði ekki. Óð hann því enn lengra út í ána, uns hann skyndilega hvarf sjónum félaga síns. Hafði hann stigið ofan í hyl. Fljótlega kom hann aftur fyrir sig fótunum, skeytti engu um, hvað gerst hafði og hélt áfram að kasta færinu af sama ákafa og áður. Kristbjörn starfaði við barnadeild Landspít- alans, sem síðar varð barnaspítali Hringsins, frá stofnun, en spítalinn á 25 ára afmæli þann 19. júní n.k. Hann var skipaður yfirlæknir árið 1960. Það er almælt að barnadeildin hafi verið mjög vel rekin undir hans umsjá. Kristbjörn var skipaður dósent í barna- lækningum árið 1959 og prófessor árið 1970. Hann naut mikillar hylli sem góður kennari. Til marks um það, má geta þess, að þegar læknanemar ákváðu að heiðra kennara sína Mynd 4. Kristbjörn Tryggvason fyrir góða kennslu, var algjör samstaða í stjórn Félags læknanema um það, að Krist- björn skyldi fyrstur allra hljóta þann heiður. Læknafélagi Reykjavíkur er heiður og sómi að því að gera helsta frumherja íslenskra barnalækna, Kristbjörn Tryggvason, að heið- ursfélaga sínum. Snorri Páll Snorrason: Ófeigur J. Ófeigsson er fæddur á Brunnastöð- um, Vatnsleysuströnd 12. maí 1904. Hann lauk stúdentsprófi 1927 og embættisprófi í læknis- fræði við Háskóla íslands 1933. Næstu fjögur árin stundaði hann framhalds- nám í lyflæknisfræði við ýmis sjúkrahús í Kanada og Bandaríkjunum, þar á meðal við Winnipeg General Hospital og Mayo Clinic og var um tíma styrkþegi við þessar stofnanir. Hann starfaði sem aðstoðarlæknir við lyflækn- ingadeild Landspítalans 1937-1940 og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækn- ingum 1940. Hann fékk kanadískt læknapróf (M.D., L.M.C.C.) 1947. Ófeigur hefur alla tíð fylgst mjög vel með í sérgrein sinni og sótt fjölda læknaþinga austan hafs og vestan. Hann hefur flutt fyrirlestra við ýmsa erlenda háskóla einkum um aðalhugðar- efni sitt innan læknisfræðinnar: Rannsóknir á brunasárum og meðferð þeirra, en rannsóknir hans á því sviði hafa vakið athygli víða um heim og hefur hann hlotið vísindastyrki til rannsókna við ýmsar stofnanir. Ekki er unnt að rekja hér til hlítar öll hin umfangsmiklu störf Ófeigs, svo sem ritstörf, kpnnslu- og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.