Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Side 49
Ö
flug menningarstarf-
semi skilar gríðarlega
miklum verðmætum í
íslenskt þjóðarbú, um-
talsvert meiru en fólk
gerir sér almennt grein fyrir. Þetta er
mat Ágústar Einarssonar hagfræði-
prófessors og rektors Viðskiptahá-
skólans á Bifröst. Ágúst hefur rann-
sakað þjóðhagslegan hag af öflugri
menningarstarfsemi og telur hann að
menning sé sú atvinnugrein sem sé í
hvað mestum vexti. Árið 2004 kom út
ítarleg rannsókn Ágústar sem nefn-
ist The Economic Impact of the Ice-
landic Music Industry, sem fjallar um
hagræn áhrif menningarstarfsemi. Í
henni kemur meðal annars fram að
árið 2003 var menningarstarfsemi
fimmti stærsti atvinnuvegurinn á Ís-
landi, töluvert stærri en öll ál- og kís-
iljárnframleiðsla á Íslandi.
Vanmetin atvinnugrein
Ágúst segir að mikill fengur geti
verið í því að efla menningarstarf-
semi í sem víðustum skilningi. „Bæði
er menningin afar mikilvægur liður í
hagkerfinu og hún bætir hugi okkar
og hjörtu. Listsköpun er okkur bæði
til yndisauka og eykur landsfram-
leiðsluna umtalsvert.“
Ágúst telur öflugan listaháskóla
vera gríðarlega mikilvægan til þess
að styrkja stoðir íslenskrar menn-
ingarstarfsemi. Hann segir að auk-
in listmenntun muni skila sér mjög
fljótt til baka í bættu samfélagi. „Við
erum mjög menningarhneigð þjóð,
við sækjum mikið í leikhús og það
eru hundruð manna sem hafa at-
vinnu af þeirri starfsemi. Á annað
þúsund manns hafa fulla atvinnu af
tónlist, þáttur menningarinnar hef-
ur sannarlega aukist mikið á síðustu
árum og það má segja að menningin
sé stóriðja framtíðarinnar.“
Að mati Ágústar er menningar-
starfsemi vanmetin atvinnugrein, en
í niðurstöðum sínum bendir hann á
að árið 2002 nam landbúnaðarfram-
leiðsla 1,4% af landsframleiðslu, á
meðan menningarstarfsemi nam um
það bil 4% af landsframleiðslu. Til
samanburðar var stærsti einstaki at-
vinnuvegurinn til landsframleiðslu,
verslunar-, veitinga- og hótelrekstur
með um það bil 11,4% hlutdeild. Árið
2002 störfuðu 6.400 manns við sjáv-
arútveg hér á landi, en á sama tíma
störfuðu um það bil 5.000 manns í
menningartengdum störfum. Mann-
virkjagerð var hins vegar langstærsta
atvinnugreinin, en í henni störfuðu
um það bil 12.200 manns.
Í rannsókn sinni skoðar Ágúst
hlutdeild atvinnugreina hér á landi
árin 1991 og 2002. Þar kemur fram
að hlutfall atvinnugreina sem snúa
að frumvinnslu hafi minnkað um
tæplega fimmtung á tímabilinu.
Hlutfall iðnaðar minnkaði jafnframt
umtalsvert á tímabilinu, en hlutfall
skapandi atvinnugreina, þar á með-
al menningarstarfsemi, jókst úr 20%
upp í 23,4% á tímabilinu.
Um það bil 1.200 manns vinna
í tónlistariðnaðinum einum og sér,
eða 1% af íslenskum vinnumarkaði,
og velta fyrirtæki í þessum iðnaði um
5 milljörðum króna á ári. Beinn hag-
ur af útflutningi á tónlist er að mati
Ágústar óverulegur, en hins vegar
hefur hann gríðarlega mikil óbein
áhrif, meðal annars á ferðaþjónustu.
Í niðurstöðum sínum bendir hann
jafnframt á þá merkilegu staðreynd
að tónlistarnám virðist hafa mikið
forvarnargildi, því þeim ungmenn-
um sem stunda tónlistarnám er mun
síður hætt við að ánetjast vímugjöf-
um og áætlar Ágúst að árlegur fjár-
hagslegur ávinningur vegna þessa sé
1,1 milljarður króna.
Menningarstarfsemi hefur styrkst
verulega á flestum sviðum hér á
landi, frá árinu 1962 hefur fjöldi nem-
enda í tónlistarskólum tólffaldast og
spáir Ágúst því að vöxtur tónlistar-
iðnaðarins verði slíkur að um 300 ný
störf hafi skapast þar árið 2008.
„Það er alveg ljóst að vægi menn-
ingarstarfsemi hefur aukist mikið og
sú þróun mun halda áfram á næstu
árum. Iðnaðarframleiðsla var at-
vinnuvegur 19. aldarinnar, þjónustu-
iðnaður atvinnuvegur 20. aldarinnar
og nú spá hagfræðingar því að skap-
andi atvinnugreinar verði atvinnu-
vegur 21. aldarinnar. Það er að eiga
sér stað atvinnuháttabylting og listir
og menning munu eiga stóran þátt í
henni.“
Þjóðin fær sjálfsvirðingu
Guðmundur Oddur Magnússon,
betur þekktur sem Goddur, er próf-
essor í grafískri hönnun hjá Lista-
háskóla Íslands, LHÍ. Goddur segir
landslagið í dag gjörbreytt frá því sem
var áður en LHÍ var settur á laggirn-
ar. „Menningarstarfsemi er alltaf að
verða áhrifameiri í samfélaginu og
skyndilega eru íslenskir hönnuðir,
sem lært hafa á Íslandi og út frá ís-
lenskum raunveruleika, orðnir eft-
irsóttir á alþjóðavettvangi. Það er
mikill hagur í því fyrir íslenskt sam-
félag og þá sérstaklega útrásarfyrir-
tæki að geta auðkennt sig við þjóð
sem er ekki bara þekkt fyrir að veiða
fisk. Öflug menningarstarfsemi býr
til sjálfsvirðingu og stolt þjóðarinn-
ar og Ísland fær nýtt auðkenni á al-
þjóðavettvangi. Hinar Norðurlanda-
þjóðirnar hafa alltaf verið stoltar af
afurðum sínum og nú erum við að
verða það líka.“
Iðnhönnun var ekki kennd á Ís-
landi fyrr en með tilkomu LHÍ og
segir Goddur merki þess sjást hvar-
vetna í samfélaginu. „Þetta er farið
að hafa miklar afleiðingar, útlit sölu-
vara og ímyndir íslenskra fyrirtækja
hafa til dæmis tekið miklum breyt-
ingum síðustu ár og þar kemur okkar
sérþekking að góðum notum.“
Plægja hið óplægða
Jóhannes Þórðarson, deildarfor-
seti hönnunar- og arkitektúrdeildar
LHÍ, segir sterka kynslóð íslenskra
hönnuða vera að spretta úr grasi.
Margir þeirra eru atvinnulífinu afar
mikilvægir því sterk fyrirtæki hafi
í meira mæli leitað sérþekkingar
þeirra við ytri og innri mörkun fyrir-
tækjanna. Bláa lónið er gott dæmi í
því samhengi, en ímynd þess gekkst
undir alhliða yfirhalningu fyrir
nokkrum árum, með afar góðum ár-
angri. Í framhaldi af þeirri vinnu var
settur á markað ýmis söluvarning-
ur sem styrkti bæði ímynd og stöðu
fyrirtækisins. Út úr slíkri vinnu fær
fyrirtækið eða varan nýtt íslenskt og
markaðsvænt yfirbragð. „Við erum
öll í því að plægja hið óplægða, við
hugsum það sem hefur ekki verið
framkvæmt áður. Við búum til um-
gjörð um ákveðna vöru og gerum
hana söluvænni fyrir vikið. Þessa
dagana erum við að vinna í verk-
efni sem heitir Beint af býlinu, en
hugmyndin að baki því var að vinna
beint með ákveðnum bændum í því
að gera afurðir þeirra sölulegri og
áhugaverðari fyrir kaupendur, bæði
hér á landi og erlendis. Öll markaðs-
þenkjandi fyrirtæki nú til dags líta
á þessa vinnu sem lykilatriði í sínu
starfi. Þetta er eins konar stoð-iðn-
aður, sem miðar að því að gera vör-
una sjálfa áhugaverðari.
66 North er ágætt dæmi um fyr-
irtæki sem notið hefur góðs af sam-
starfi við íslenska hönnuði, á nokkr-
um árum hefur vörumerkið breyst í
huga fólks frá því að framleiða fyrst
og fremst sjómannaklæði, yfir í það
að framleiða hátískuútivistarfatnað
fyrir íslenskar aðstæður. Vörur fyrir-
tækisins hafa tekið stakkaskiptum og
það sama er hægt að segja um ímynd
þess út á við, fyrir vikið hefur vöru-
merkið fest sig í sessi á alþjóðamark-
aði.“
Ekki hægt að mæla
ávinninginn
Garðar Cortes, skólastjóri Söng-
skólans, segist ekki vera í vafa um
að kostnaðarsamar framkvæmdir á
borð við byggingu tónlistarhússins
á hafnarbakkanum í Reykjavík muni
skila sér margfalt út í samfélagið,
með einum eða öðrum hætti. Hann
telur það afar mikilvægt fyrir menn-
inguna að ráðist sé út í að byggja
slík mannvirki, það sýni að fólk trúi
því að hagur af öflugri menningu sé
mælanlegur, í fleiru en beinum efna-
hagslegum ávinningi. „Þó svo að
bein hagræn áhrif hússins verði ekki
mikil verða óbein áhrif þess gríð-
arlega mikil. Húsið mun hafa afar
mikla þýðingu fyrir menningarlífið
og það er sama hvað þjóðarbúið er
vel stætt, ef þjóðin er fátæk af menn-
ingu, þá hefur það verulega slæm
áhrif á allt annað.“
Garðar bendir einnig á að með
því að styrkja stoðir menningarlífsins
verði til arðvænlegar útflutningsvör-
ur sem hafa haft mikil óbein jákvæð
áhrif, meðal annars ferðaþjónustu.
„Það er ekki hægt að meta alla hluti
beint til fjár, en öflugt menningarlíf
er algjör fjársjóður fyrir þjóðina á all-
an annan hátt.“
valgeir@dv.is
DV Helgarblað föstudagur 9. febrúar 2007 49
Menning stóriðja
fraMtíðarinnar
Sverrir Ásgeirsson
Vöruhönnuðurinn vinnur að þessum
séríslenska spilastokk.
Goddur Prófessor í LHÍ segir þjóðina öðlast sjálfsvirðingu með öflugu menningarlífi.
Snæbjörn Þór Stefánsson
Vöruhönnuður á grettisborg.
Róshildur Jónsdóttir
og Sól Hrafnsdóttir
Vinna að ólíkum
verkefnum á grettisborg.