Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Page 4
Átök á milli bæjarbúa stigmagnast og eru að ná hámarki: Ryskingar við jógakennara vegna álvers Jógakennari í Hafnarfirði lenti í ryskingum við nema sinn eftir að þær deildu um stækkun álversins. Jógakennarinn vill ekki láta nafns síns getið vegna spennunnar sem stigmagnast hjá íbúum í Hafnar- firði. Hún var beðin um að sitja fyr- ir á bæklingi vegna álversins og var þar beðin um að vera á meðal and- stæðinga stækkunarinnar. Að sögn kennarans fannst henni ekki við hæfi að segja já fyrr en hún hefði borið það undir nemendur sína sem hún kennir jóga. Ein kona mótmælti því harðlega að hún lýsti opinberlega yfir andstöðu og varð mikið orða- skak á milli þeirra. Konan tók um hönd hennar og ætlaði sennilega að leggja áherslu á orð sín en þá kippti kennarinn að sér hendinni og sagðist þurfa að fara að kenna. Sjálf gerir hún lítið úr ryskingunum. Nokkuð var um fólk í kring- um þau og svo virð- ist sem sagan hafi magnast eitthvað eftir það. Aðspurð hvað fór á milli hennar og konunn- ar ósáttu segir kennarinn að henni hafi verið hótað því að tímarnir yrðu sniðgengnir og fleira. Sjálf vill jógakennarinn sem minnst úr málinu gera og seg- ir konuna sem reifst við hana vera góðan kunningja og þær hafi oft tekist á um málefni sem þær voru ekki sammála um. Hún segir það yfirleitt gert í góðu en svo virðist sem mikil spenna sé komin í bæjarbúa vegna málsins. Samtökin Hagur Hafnarfjarð- ar hafa ekki farið varhluta af því en Ingi B. Rútsson formaður samtak- anna sagði í viðtali við DV fyrr í vik- unni að reiður náttúruverndarsinni hafi ráðist á einn sjálfboðaliða frá þeim og hrint honum. Að auki hafa þau margsinnis þurft að þola dóna- legar munnlegar árásir. Málið virðist vera orðið svo slæmt að Gunnar Svavarsson for- seti bæjarstjórnar í Hafnarfirði bað fólk um að sýna stillingu og ró. Þar að auki ályktuðu ungir jafnaðar- menn í Hafnarfirði og báðu fólk að láta af skítkasti eins og það var orð- að í ályktuninni. fIMMTudagur 29. MarS 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Deilt er um íbúðarverð nálægt álverinu en talsmaður Sólar í Straumi Pétur Óskarsson segir stækkun álvers leiða af sér verðhrun á nærliggjandi íbúðum. Ingibjörg Þórðar- dóttir, formaður Félags fasteignasala, segist ekki hafa trú á því og telur markaðinn ávallt ráða för og því muni verð ekki lækka. Þrjúhundruð íbúðir óseldar á Völlunum. Margar óseldar íbúðir næst álveri valur grettIsson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Við höfum bent á að það sé mögu- leiki á að fasteignaverð í kringum ál- verið lækki verði af stækkun,“ segir Pétur Óskarsson formaður samtak- anna Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álvers. Formaður Félags fasteignasala, Ingibjörg Þórðardótt- ir, segir það ekki rétt. Hún segir að álverið muni ekki hafa áhrif á fast- eignaverðið því mengunarmörk eru fyrir utan byggðu svæðin næst álver- inu. Eignirnar hafa þegar verið seld- ar undir markaðsvirði. „Samkvæmt könnunum eru það ungar konur sem eru frekar andvígar álverum en þær einmitt ráða mestu um það hvar ungar fjölskyldur setj- ast að,“ segir Pétur Óskarsson, for- maður samtakanna Sólar í Straumi. Hann segir að það muni skipta meira máli fyrir ungt fólk hvort það sé álver í garðinum hjá þeim eða ekki. Hann segir fasteignamarkað Hafnarfjarð- ar vera í samkeppni við allt höfuð- borgarsvæðið. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að fólk leiti frekar eitthvert annað en í bakgarð álversins. Sjálf- ur segir hann ómögulegt að reikna út skaðann ef verð lækkar en bendir á að menn giski á fjögurra milljarða tap á fasteignum í heild. undir markaðsverði „Ungt fólk hefur miklar áhyggjur af þróun íbúðarverðs á þessu svæði,“ segir Pétur og á þar við Áslandið í Hafnarfirði, Vellina sem liggja næst álverinu og Holtið. Íbúðir við Vell- ina eru þegar að fara undir markaðs- verði en að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, er ástæð- an sú að lóðirnar voru seldar ódýrt á sínum tíma. Verktakar eiga að hafa sameinast um að halda verðinu niðri en ekki fylgja eðlilegum markaðslög- málum. Verðið var um milljón undir markaðsverði. Ef farið er á fasteigna- vef Morgunblaðsins má finna rétt tæplega 300 auglýsingar um íbúðir til sölu á Völlunum. Fasteignasalar sem rætt var við í Hafnarfirði segja þó sölur ganga vel. Ósýnileg girðing Þynningarsvæði álversins mun ekki hafa áhrif á íbúabyggðina sam- kvæmt mati bæjaryfirvalda og for- ystumanna álversins. Þessu er Pét- ur þó ekki sammála: „Sextíu og sex daga á ári berst mengun til hverf- anna samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu,“ segir Pétur og vill því meina að hverfin gjaldfalli sjálfkrafa fyrir vikið. Hann segir bæði þau rök ásamt því að ungt fólk leiti síður til íbúða- byggðar nálægt stóriðju verði til þess að fasteignaverð muni óhjákvæmi- lega lækka þrátt fyrir að engar tölur sýni það á óyggjandi hátt. Markaðsverð ræður „Mælingar sýna að mengun nái ekki til hverfanna og því ætti það ekki að hafa áhrif á verð íbúða ná- lægt álverinu,“ segir Ingibjörg. Að- spurð um þær íbúðir sem í dag eru undir markaðsverði segist hún ekki vita til þess að slíkt sé uppi á ten- ingnum. Hún bendir á að fasteign- ir fylgi ávallt markaðsverði og því sé það óeðlilegt að þær séu lægri í verði en aðrar fasteignir. Sjálf segist hún ekki hafa trú á því að það verði verðfall á fasteignum nálægt álver- inu. „Samkvæmt könnun- um eru það ungar kon- ur sem eru frekar and- vígar álverum en þær einmitt ráða mestu um það hvar ungar fjöl- skyldur setjast að.“ vellirnir Þarna má sjá Vellina, sem er rísandi hverfi í Hafnarfirði, en álverið er í baksýn. andstæð- ingar álvers segja það hafa alvarleg áhrif á íbúðarverð. slakað á í jóga Ekki eru allir jafnrólegir í jóga en kennari lenti í harðri orða- rimmu við nemanda sinn vegna álvers í Hafnarfirði. Ungabörn heyrnarmæld Til stendur að heyrnarmæla öll nýfædd börn á Landspítalan- um næstu tvö ár í samstarfi við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fram til þessa hafa einungis börn úr áhættuhópi verið heyrnar- mæld, til dæmis börn með ætt- arsögu um heyrnarskerðingu og fyrirburar. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að byrja að meðhöndla börn í síðasta lagi þegar þau eru sex mánaða til að þau eigi möguleika á að ná góðum tökum á máli, þrátt fyrir heyrnarskerðinguna. Átta þúsund undirskriftir Rúmlega átta þúsund hafa undirritað sáttmála Framtíð- arlandsins um framtíð Íslands á þeim tíu dögum sem liðnir eru síðan undirskriftasöfn- un hófst. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er eini stjórnarliðinn sem hefur und- irritað sáttmálann. Allir fimm þingmenn vinstri grænna hafa undirritað sáttmálann en eng- inn þeirra fimm þingmanna sem sitja á þingi fyrir Frjáls- lynda flokkinn. Fimmtán af nítján þingmönnum Samfylk- ingar hafa undirritað hann. vilja fá þyrlur norður og vestur Bæjarráðsfólk í Bolungar- vík vill að ein af björgunarþyrl- um Landhelgisgæslunnar verði í framtíðinni á Vestfjörðum. Í samþykkt bæjarráðs um atvinnuuppbyggingu segir að öryggisrök séu fyrir staðsetningu þyrlu á Vestfjörðum, ekki síst nálægð við fiskimið. Að auki vísa bæjarráðsmenn til þess að störf tengd þyrlu á Vestfjörðum kynnu að koma að nokkru í stað starfa sem töpuðust vegna minnkandi umsvifa Ratsjárstofnunar. Stjórn Læknafélags Íslands hefur svo mælst til þess að þyrla verði á Akureyri til að stytta við- bragðstíma þegar slys verða eða fólk er í nauð. vill meiri þorskkvóta „Netabátar eru drekkhlaðnir á Suðurnesjum, bæði á línu og net,“ segir Grét- ar Mar Jónsson skipstjóri. Hann bendir á að það hafi verið mo- kveiði á öllum miðum frá Vest- fjörðum suður á Hornafjörð og menn séu að fá þrjú til sex tonn í róðri. „Við þurf- um að hlusta meira á menn eins og Jón Kristjánsson fiskifræð- ing sem var fenginn til ráðgjaf- ar við fiskveiðistjórnun Færey- inga,“ segir Grétar sem vill að 50 þúsund tonnum verði bætt við þorskkvótann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.