Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 11
DV Fréttir fimmtudagur 29. mars 2007 11
Postularnir tólf
Kína setur rúma áttahundruð milljarða í uppbyggingu Tíbet
Stjórnvöld í Kína kynntu í fyrra-
dag áform sín um uppbyggingu
í Tíbet næstu fjögur ár. Er áætlað
að verja sem samsvarar áttahund-
ruð og fjörtíu milljörðum íslenskra
króna í ýmis verkefni í landinu. Er
þetta mun meira fjármagn en Kín-
verjar hafa hingað til sett í uppbygg-
ingu landsins og segja þeir tilgang-
inn að bæta lífsgæðin í fátækustu
byggðum þess.
Meðal verkefna sem ráðist verð-
ur í er tenging áttatíu prósent bæja
í Tíbet við vegakerfi landins. Lest-
arsamgöngur við Kína verða efld-
ar verulega og byggður verður flug-
völlur á Ngari svæðinu. Hann mun
standa í 4,334 metra hæð og verða
sá hæsti í heimi. Einnig verður öll-
um 2,7 milljónum landsins tryggður
aðgangur að hreinu vatni og mennt-
un barna aukin.
Gruna Kínverja um græsku
Andstæðingar kommúnista-
stjórnarinnar í Peking óttast að til-
gangurinn með uppbyggingunni
sé í raun sá að herða tak sitt á land-
inu og auðvelda nýtingu á auðlind-
um þess og auka þannig hagvöxt í
Kína. Nýlega tilkynntu fjölmiðlar
í Tíbet um stóran fund á kopar og
járnum en landið er mjög auðugt
af steinefnum. Slæmar samgöng-
ur hafa hins vegar hamlað nýtingu
þeirra. Takmarkaðar upplýsing-
ar um í hvaða verkefni fjármagn-
inu skuli varið er talin vísbending
um að Kínverjar ætli að nota stór-
an hluta þess í byggingu vatnsafls-
virkjana samkvæmt frétt breska
blaðsins The Guardian í gær. Þar
kemur einnig fram að stór hluti af
þeim peningum sem Kínverjar hafa
sent til Tíbet síðustu ár hafi endað
í höndum kínverska minnihlutans
þar.
Hæsti flugvöllur heims byggður
Bólusetja þrjár milljónir stúlkna
Þær þrjár milljónir stúlkna sem eru á
aldrinum tólf til sautján ára í Þýska-
landi eiga nú á kost á bólusetningu
gegn leghálskrabbameini þeim að
kostnaðarlausu. Þetta er hluti af átaki
í landinu til að lækka tíðni þessarar
tegundar krabbameins og er áætlað
að kostnaður ríkisins verði sem sam-
svarar rúmum tíu þúsund íslenskum
krónum fyrir hverja bólusetningu.
Eldri konur geta einnig látið bólu-
setja sig en þurfa þá að greiða hluta
af kostnaðinum. Samkvæmt frétt The
Times er talið að þetta átak muni setja
pressu á stjórnvöld í öðrum ESB-lönd-
um að gera slíkt hið sama.
leiðtogar afríkuríkja á neyðarfundi
Ástandið í Zimbabve og Lýðveldinu Kóngo verður rætt á
neyðarfundi helstu leiðtoga Afríkuríkja í Tansaníu næstu
tvo daga. Talið er að Mugabe, forseti Zimbabve verði
gagnrýndur á fundinum fyrir aðgerðir lögreglu land-
ins gegn stjórnarandstæðingum síðustu vikur. Ástandið
í Lýðveldinu Kóngó verður einnig tekið fyrir á fundin-
um en samkvæmt nýjust fréttum er óttast að allt að sex
hundruð manns hafi látist í átökum þar síðustu daga.
Breska samveldisins. Norður-Írlandi
var gefinn kostur á að draga sig út úr
hinu nýja frjálsa ríki og verða hluti
af breska samveldinu og kaus þing
Norður-Írlands að gera svo.
Mjög skiptar skoðanir voru með-
al IRA-liða á þessum samningi og
ekki leið á löngu áður en Michael
Collins fór að skipuleggja aðgerð-
ir gegn Norður-Írlandi og snemma
árs 1922 sendi hann IRA-deildir til
landamæranna og vopn til deilda
í Norður Írlandi. Og baráttan hélt
áfram og deilur milli lýðveldissinna
og sambandssinna, mótmælenda
og kaþólikka hafa einkennt líf Norð-
ur-Íra allar götur síðan.
Ofbeldið stigmagnast
Tímabil aukins ofbeldis rann
upp síðla á sjöunda áratugnum
og jaðraði það við stjórnleysi, en
sundrung var komin upp meðal
lýðveldissinna. Ekki var ágreining-
ur um markmiðið, en ekki var sam-
komulag um leiðina að því. Hinn
marxíski vængur vildi aðild að þingi
og ríkisstjórn, en aðrir hvöttu til að-
gerða á götum úti og túlkuðu and-
stöðu við stjórnmálaþátttöku sem
merki um tryggð. Og IRA klofnaði.
Afsprengi þessa klofnings er hern-
aðararmur sem síðan þá er þekkt-
ur sem IRA. Skálmöldin á Norður-
Írlandi hélt linnulaust áfram með
mannvígum á alla bóga. Nýr blóð-
ugur sunnudagur rann upp 30. jan-
úar árið 1972 er breski herinn drap
13 óbreytta borgara í Derry. Í kjölfar
atburðanna voru meðlimir fallhlífa-
herdeildar breska hersins hreinsað-
ir af allri sök í málinu. Málið var tek-
ið upp aftur árið 1998 en enn í dag
hefur ekki fengist niðurstaða í mál-
inu þrátt fyrir fjölda vitnisburða og
ómældan kostnað.
Omagh og vopnahlé
Klofningshópur frá IRA, Hinn
raunverulegi írski lýðveldisher, stóð
að baki sprengjutilræði í Omagh
sem varð 31 að aldurtila og voru
konur og börn í meirihluta. Þetta
gerðist um miðjan ágúst 1998 og í
kjölfarið urðu kröfur um hlé á að-
gerðum IRA háværar og samið var
um vopnahlé seinna sama ár. Eftir
stóð spurningin um efndir og það
var ekki fyrr en 6. maí árið 2000 að
IRA samþykkti að leggja niður vopn
og hætta vopnaðri baráttu. Fimm
árum síðar, 28. júlí 2005, lýstu sam-
tökin yfir að þau hefðu fyrirskipað
lok vopnaðrar baráttu.
Síðan 1969 hafa um 3.500 manns
týnt lífi vegna deilnanna.
Kjötneysla mæðra skerðir
sæðisframleiðslu sveinbarna
Bandarískar kannanir sýna að
hormónar sem notaðir eru til að
auka kjötframleiðslu nautgripa þar
í landi hafa skaðleg áhrif á sæðis-
framleiðslu. Þannig hefur mikil kjöt-
neysla mæðra á meðgöngu slæm
áhrif á sæðisframleiðslu sveinbarns-
ins. Bann við notkun þessara horm-
óna var sett á í Evrópu árið 1988 en
tíðkast enn í Bandaríkjunum. Synir
mæðra sem borðuðu meira en sjö
kjötmáltíðir á viku eru þrisvar sinn-
um líklegri til að geta talist ófrjóir
en synir þeirra sem borðuðu minna
af kjöti.
Íbúi í Tíbet Kínverjar ætla að
bæta hag landsmanna næstu ár.
Samkomulag um heimastjórn á Norður-Írlandi var
undirritað á mánudaginn. Margir telja að nú loks
hilli undir frið þar. Saga Norður-Írlands og sam-
skipti sambandssinna og lýðveldissinna hafa verið
blóði drifin og eru bæði gömul og ný.
Liðsmenn IRA Í dublin árið 1922 eftir að Norður-Írland var skilið frá Írlandi.
Michael Collins
stofnandi Postulanna tólf.