Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Side 12
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er víðlesinn
stjórnmálafræðiprófessor og helsti hugmyndafræð-
ingur frjálshyggjunnar hér á landi undanfarinn ald-
arfjórðung.
Til skamms tíma hefur Hannes komið til dyranna
eins og hann er klæddur og ættu menn að kunna að
meta slíkt. Hann sagði til dæmis í grein í Wall Street
Journal 29. janúar 2004, að íslenska ríkisstjórnin
hefði fylgt róttækri og yfirgripsmikilli frjálshyggju-
stefnu í anda þess sem var í tíð Thatchers í Bretlandi
og Pinochets í Chile. Auk þess hefði stefna íslenskra
stjórnvalda verið speg-
ilmynd frjálshyggubylt-
ingarinnar á Nýja Sjá-
landi. Árangurinn taldi Hannes að mætti að mestu
þakka Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
Hannes Hómsteinn hefur í raun gengið lengra og
sagt, að íslenska frjálshyggjubyltingin hafi heppnast
betur en í framangreindum löndum og það sé ekkert
til að skammast sín fyrir.
Í lesbók Morgunblaðsins um síðustu helgi undir-
strikar Hannes að tímamót hafi orðið hér á landi þeg-
ar Davíð Oddsson myndaði fyrstu ríkisstjórn sína.
„Þá var sú stefna mörkuð afdráttarlaust að breyta ís-
lenska hagkerfinu í opið, frjálst, vestrænt hagkerfi.
Við það minnkaði ójöfnuður stórlega,” segir þar.
Náttúruauðlindirnar næst...
Vert er að undirstrika hversu mikilvægt það er
fyrir kjósendur að vita hvaða pólitíska stefnu eða
hugmyndafræði þeir hafa um að velja í kjörklefan-
um. Eins og áður segir hefur Hannes Hómsteinn
jafnan gert sér far um að hafa línurnar eins hrein-
ar og unnt er. Þannig segir hann í einlægni í áður-
greindri grein í Wall Street Journal: „Margt er enn
ógert... Menn sem standa nálægt Davíð Oddssyni
forsætisráðherra leggja áherslu á tvennt; að lækka
tekjuskatta og treysta séreignarrétti á náttúruauð-
lindum...”
Þetta eru auðvitað tær stefnumið frjálshyggjunn-
ar. Raunar er einkaeignarréttur hornsteinn hennar
sem og hitt að ríkið ætti helst ekki að sjá um margt
annað en að verja þennan rétt. Fleira mætti telja
eins og einkavæðingu (frá almannaeign til séreign-
ar), markaðsvæðingu (lítil ríkisafskipti), skattalækk-
un hjá hátekjufólki og fyrirtækjum, aðhald í velferð-
armálum og aukin þjónustu- og notendagjöld. Auk
þess stendur frjálshyggjan gegn því að nota skatta-
kerfið til þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélag-
inu.
Sinnaskipti Hannesar
Nú bregður svo við að Hannes Hólmsteinn talar
um breytta tíma og ný viðfangsefni: „Jöfnuður er allt
of mikilvægur til þess að láta hann jafnaðarmönnum
einum eftir. Flestir Íslendingar vilja opið skipulag, þar
sem menn eru jafningjar í þeim skilningi,að þeir hafa
næg tækifæri til að bæta kjör sín, en dramblát yfirstétt
situr ekki yfir hlut annarra, um leið og hún veifar fæð-
ingarvottorðum eða flokksskírteinum,” segir Hannes í
lesbók Morgublaðsins 24. mars sl.
Guð láti gott á vita, en með leyfi að spyrja: Hvað
varð um frjálshyggjuna sem Hannes rómaði svo
mjög í Wall Street Journal?
Þarflaust ætti að vera að benda Hannesi Hólm-
steini á að frjálshyggjan er síður en svo sannreynan-
leg hagfræðikenning. Miklu fremur er hún pólitísk
hugmyndafræði og alls ekkert við það að athuga.
Árið 1981 skrifaði Birgir Björn Sigurjónsson hag-
fræðingur eftirfarandi í bókinni “Frjálshyggjan”:
„Hagfræði frjálshyggjunnar er vísindaleg réttlæting
á aðförinni að undirstéttinni í kapítalískum samfé-
lögum. Hún felur í sér fræðilega uppsetingu á þeim
markmiðum og þeirri hegðun einstaklinganna sem
leiðir til niðurstöðu er þjónar einum hagsmunahóp
betur en öðrum.”
Birgir Björn segir ennfremur að frjálshyggju-
menn hitti naglann á höfðuðið þegar þeir fullyrði
að eignarrétturinn sé grundvöllur frjálshyggjunn-
ar og það eigi að vera fyrsta boðorð ríkisins, tækis
valdastéttarinnar, að vernda hann. En hann furðar
sig á því hvers vegna frjálshyggjunni sjáist yfir það
að átök hljóti ávallt að spretta upp milli þeirra sem
eiga og hinna sem ekkert eiga.
Var einhver að tala um eignarrétt á kvóta? Eign-
arhald á grunnneti Símans? Eða ákvæði í stjórnar-
skrá um þjóðareign á náttúruauðlindum?
Gleymdist eitthvað?
Nú virðist Hannes Hólmsteinn telja að Sjálfstæð-
isflokkurinn þurfi að feta veg jafnaðarmennskunn-
ar inn á miðju stjórnmálanna til þess að slíta ekki
sundur friðinn í landinu með vaxandi ójöfnuði,
átökum um velferðarkerfið og eignarhald á auð-
lindum.
Járnkanslarinn Ottó von Bismarck gekkst fyr-
ir því að sett var almenn sjúkratryggingalöggjöf í
Þýskalandi fyrir 124 árum. Þetta var fyrsta löggjöf
sinnar tegundar í hinum iðnvædda heimi. Lög-
in voru sett undir vaxandi þrýstingi frá ört stækk-
andi fjöldahreyfingu fátækra Þjóðverja sem kröfð-
ust aukins jafnaðar og öryggis. Átök þeirra sem áttu
og hinna sem áttu ekkert blöstu við.
Járnkanslarinn hafði hugboð um að ef ríkisvald-
ið sýndi ekki félagslega ábyrgð væri úti um friðinn
í landinu.
Er Hannes orðinn óttasleginn? Hefur hin vel
heppnaða frjálshyggjubylting á Íslandi skotið okkur
í senn fram á veg og 124 ár aftur í tímann? Gleymd-
ist eitthvað?
fimmtudagur 29. mars 200712 Umræða DV
Hafnfirðingar eiga bágt þessa dagana. Það er ekki bara að
þeim sé gert að kjósa um stækkun álversins. Hitt er verra, að það
er sama hvernig kosningarnar fara, það verða eftirmálar. Kjósi
Hafnfirðingar stækkun er ljóst að þeir fjölmörgu sem leggjast
gegn stækkun verða ósáttir í langan tíma. Sama gildir fari kosn-
ingarnar á hinn veginn.
Augu allra landsmanna eru á Hafnfirðingum. Það sem þeir
ákveða á laugardag hefur áhrif á flesta Íslendinga. Það sem er
kannski merkilegast í aðdraganda kosninganna er framganga ál-
versfólksins. Búnar hafa verið til myndir sem sýna álverið með
öðrum hætti en það mun líta út og eflaust er hægt að finna fleira
til. Þó er hallærislegast af öllu sú hótun að ef stækkunin verði ekki
samþykkt þá loki álverið, fari bara. Þessi hótun hefur haft mikil
áhrif og margir Hafnfirðingar virðast telja að þeir muni kjósa um
framtíð álversins í Hafnarfirði,
ekki um stækkun þess.
Hótunin hefur haft mik-
il áhrif og kann jafnvel að ráða
úrslitum í kosningunum á laug-
ardag. Hræðsluáróðurinn hef-
ur haft áhrif. Ekki má gleymast
að við flestar breytingar verða
til tækifæri, tækifæri sem oftar en ekki leiða til góðs, til breyt-
inga sem ekki sáust fyrir. Varnarliðið fór og fjöldi missti vinn-
una. Í dag heyrist ekki lengur af vanda vegna þess. Aldrei hefur
verið meiri uppbygging í næsta nágrenni varnarsvæðisins en nú
og bjartsýni heimamanna virðist mikil. Hafnfirðingar mega ekki
láta hótanir um lokun ráða hvað þeir gera, hvað þeir kjósa. Það
er höfn í Straumsvík, hún fer ekki, það er gott land í Straumsvík,
það fer ekki. Þess vegna eru óvenju góð tækifæri í Straumsvík.
Hótanirnar eiga þess vegna engin áhrif að hafa. Loki Alcan ál-
verinu mun annar atvinnurekstur koma í staðinn.
Bæjarstjórnin í Hafnarfirði kann að hafa gert mistök með því
að axla ekki ábyrgðina á málinu og setja ákvörðunina á bæjar-
búa. Hiti er í mörgum vegna málsins og alls ekki er útilokað að
það eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Hagsmunir sumra eru mikl-
ir og áhrif úrslitanna kunna að vega þungt, hver sem þau verða.
Það hefði trúlegast verið betra að kjörnir bæjarfulltrúar hefðu
tekið ákvörðunina og mætt svo örlögum sínum í næstu kosning-
um. Málið á við svo marga aðra en Hafnfirðinga. Ósætti er með-
al íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna þessa máls. Þar eiga
sár líka eftir að gróa.
Sigurjón M. Egilsson
Hafnarfjörður
Hreinar línur í kjörklefanum
Kjallari
Augu allra landsmanna
eru á Hafnfirðingum.
Það sem þeir ákveða á
laugardag hefur áhrif á
flesta Íslendinga.
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að
birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
Elsta forsíðufréttin
Forsíða Fréttablaðsins í gær var
sérstök fyrir þær sakir að aðal-
fréttin var nærri
ársgömul. Það
var um mitt
sumar í fyrra
sem skip stímdi
á ísjaka undan
Vestfjörðum og
það án þess að
fjölmiðlar fréttu
af. Fréttablaðið
sagði ekki bara
að fréttina, heldur birti hana á
forsíðu. Þetta hlýtur að vera elsta
forsíðufrétt í dagblaði í langan,
langan tíma. Þorsteinn Pálsson og
félagar hljóta að bjóða upp á nýrri
frétt í dag.
Uss!
Enn um Fréttablaðið. Þegar
Capacent birti lestrarkönnun á
þriðjudag sást að Fréttablaðið,
Morgunblaðið og Blaðið eiga það
sameignilegt að lestur blaðanna
hefur minnkað. Til þessa hefur
Fréttablaðið hvergi sparað plássið
þegar sagðar hafa verið fréttir af
lestri blaðsins. Þegar lesendum
fækkar minnkar umfjöllunin svo
eftir var tekið. Í stað þess að vera
stór frétt, hafa Jón Kaldal og hans
fólk á fréttadeild Fréttablaðsins
ákveðið segja aðeins frá þessu í
smáfrétt.
Sjónvarpsvísir
Enn og aftur og meira um Frétta-
blaðið. Æ algengara er að lesa
fréttir af öðrum fjölmiðlum 365
í Fréttablað-
inu. Ari Edwald
hefur greini-
lega stjórn á
sínu fólki. Í gær
var stór frétt
um ráðagerðir
Stöðvar 2 vegna
kosninganna,
um daginn var
gleðifrétt um að Sirkus verði
lokuð sjónvarpsrás og að nú geti
viðskiptavinir borgað mánaðar-
gjald, ekki ókeypis lengur og allir
í 365 fagna.
SandKorn
JóHaNN HaUkSSoN
útvarpsmaður skrifar
Vert er að undirstrika
hversu mikilvægt það er
fyrir kjósendur að vita
hvaða pólitíska stefnu eða
hugmyndafræði þeir hafa
um að velja í kjörklefanum.
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús