Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Side 19
DV Sport fimmtudagur 29. mars 2007 19 Þrjú heimsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Melbourne. Örn í 49. sæti í 100 metra skriðsundi Örn Arnarson keppti í gær í 100 metra skriðsundi á heimsmeistara- mótinu í Melbourne í Ástralíu. Örn synti á tímanum 50,60 sekúndur og endaði í 49. sæti af 169 keppendum. Örn á sjálfur Íslandsmetið í greininni og var þrettán hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta það. Næsta grein Arnar á mótinu er 100 metra skriðsund en undanrásir fara fram aðfaranótt föstudags. Þrjú heimsmet féllu á heimsmeist- aramótinu í gær. Michael Phelps setti sitt annað heimsmet á mótinu þegar hann synti 200 metra flugsund á einni mínútu og 52,09 sekúndum. Hann átti einnig gamla metið sem hann bætti um hvorki meira né minna en 1,71 sekúndu. Bandaríska stúlkan Leila Vas- iri setti heimsmet í 50 metra bak- sundi þegar hún synti vegalengdina á 28,16 sekúndum. Hún bætti þar með heimsmet þýsku sundkonunnar Jan- ine Pietsch um þrjá hundraðshluta úr sekúndu. Franska sunddrottningin Laure Manaudou setti nýtt heimsmet í 200 metra skiðsundi. Hún synti á einni mínútu og 55,52 sekúndum. Manau- dou bætti þar með heimsmetið sem ítalska stúlkan Federica Pellegrini átti um tæpa sekúndu. Pellegrini og Annika Lurz frá Þýskalandi voru einnig undir gamla heimsmetinu sem sýnir enn frekar hversu hörð samkeppni er í sundí- þróttinni í dag. dagur@dv.is Föngulegur hópur Örn arnarson, Jakob Jóhann sveinsson og ragnheiður ragnarsdóttir eru fulltrúar Íslands á Hm í melbourne. ÍÞRÓTTAMOLAR Edmilson gæti yFirgEFið Bar- cElona Edmilson, leikmaður Barcelona, segist ætla að sjá hvaða áform Barcelona hefur um hlutverk hans áður en hann ákveði hvort hann skrifi undir nýjan samning eða ekki. „Ég vil vera nothæfur og hingað til hefur mér fundist það. Ég vil ekki vera hér áfram bara af því að ég er góð persóna. Ég er sigurvegari og ég er ákveðinn í að vinna þá leiki sem eftir eru á leiktíðinni og vinna deildina. Það yrði minn sjötti meistaratitill, þannig að ég er hungraðri en nokkur annar í að vinna titilinn,“ sagði Edmilson. rEFsing navarro minnkuð Evrópska knattspyrnusambandið hefur dregið úr refsingunni sem david Navarro og Carlos marchena voru dæmdir í eftir leik Valencia og inter milan í meistara- deild Evrópu. Navarro var upphaflega dæmdur í sjö mánaða bann en sú refsing hefur nú verið minnkuð niður í sex mánuði. Navarro fær hins vegar mánaðar bann til viðbótar ef hann verður viðriðinn álíka atvik á næstu tveimur árum. marchena var dæmdur í fjögurra leikja bann en það bann hefur nú verið minnkað niður í tvo leiki. Enn óvíst mEð WadE Enn er ekki ljóst hvort dwyane Wade muni leika meira með miami Heat á þessari leiktíð. Wade for úr axlarlið í leik gegn Houston 21. febrúar og hefur ekkert getað æft síðan. „Ég mun halda áfram að vera jákvæður um að ég leiki aftur á leiktíðinni og í úrslitakeppninni, nema læknarnir segi annað. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Wade. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð til að fá mein bóta sinna. canas vann FEdErEr aFtur argentínumaðurinn guillermo Canas gerði sér lítið fyrir í gær og vann roger federer í annað sinn á skömmum tíma. að þessu sinni áttust kapparnir við á miami masters mótinu í Bandaríkjunum. Canas vann leikinn í þremur settum, 7- 6 2-6 og 7-6, og er því kominn í átta manna úrslit. Canas stöðvaði 41 leikja sigurgöngu federer á indian Wells masters fyrir tveimur vikum. Bíómynd um ævi PElé Brasilíska knattspyrnugoðið Pelé er í viðræðum um gerð á bíómynd sem mun fjalla um ævi þessa magnaða knattspyrnumanns. Ævi Pelé á vel heima á hvíta tjaldinu enda vann hann heimsmeistarakeppnina þrisvar með brasilíska landsliðinu, var valinn knattspyrnumaður aldarinnar af alþjóða knattspyrnusambandinu og íþrótta- maður aldarinnar af alþjóða Ólympíu- sambandinu. Hann skoraði 1281 mark í 1363 leikjum. Pelé er 66 ára gamall og hefur einnig unnið að mörgum góðgerðarmálum eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 1977. Steve McClaren landsliðsþjálfari er ekki vinsælasti knattspyrnustjór- inn í bransanum í dag, það er ljóst. Hann sagði fyrir leikinn gegn And- orra „Það eru engir auðveldir leik- ir í alþjóðlegum fótbolta.“ Leikurinn í gær átti þó að vera sýning af hálfu Englendinga. Enn einu sinni undir stjórn McClaren mistókst það. Andorra er 157 sætum fyrir neðan Englendinga á styrkleikarlista FIFA og héldu Eng- lendingum í 0-0 í hálfleik. Áhorfend- ur á bandi Englendinga voru ekki sáttir og púuðu grimmt á liðið og sungu hástöfum „What a waste of money,“ og vitnuðu í laun McClaren. Síðari hálfleikur var þó skárri af háflu Englendinga og án Frank Lampard á miðjunni var það Ste- ven Gerrard sem skoraði tvö mörk og nýliðinn David Nugent leikmað- ur Preston í fyrstu deildinni sem tryggðu Englendingum 3-0 sigur á Andorra. Heimamenn í Andorra voru harðir í horn að taka og reyndu eftir fremsta megni að pirra stórstjörn- ur Englendinga með fólsku brotum. Oscar Sonjee lét Wayne Rooney finna til tevatnsins og var bókað- ur sem og ungstirnið sem þýðir að hann mun missa af leik Englands og Eistlands. Rooney varð heitt í ham- si eftir spjaldið og líklegur til að láta reka sig útaf og tók McClaren á það ráð að taka hinn skapheita Rooney af velli fyrir Jermaine Defoe. Áhorfendur í Barcelona þar sem leikurinn fór fram heimtuðu afsögn Steve McClaren eftir leik. Þó sigur hafi unnist þá sungu menn hástöfun „what a load of rubbish,“ „You´re not fit to wear the shirt,“ og að þeir vildu McClaren enn burt. Hann skildi reiði stuðningsmannanna en bað þá að halda áfram að styðja liðið. „Ég skil viðbrögð þeirra og von- brigði. Þetta er enn í okkar höndum. En ég segi við aðdáendur, styðjið við bakið á liðinu því þeir eru allir að leggja sig fram. Og stjórinn hélt áfram, hann sagði að lið sitt hefði sýnt mikinn karakter í síðari hálfleik „Við komum hér til að vinna og það var mikilvægt að ná sigri. Liðið stóð sig með sóma í erfiðum aðstæðu bæði innan vallar sem utan. Ég sagði í hálfleik að þeir þyrftu að sýna kjark og karakter til að komast í gegnum þær hindranir sem voru lagðar í götu okkar og þeir gerðu það. Það er engan bilbug að finna á mér, en mér fannst þetta erfitt fyr- ir leikmenn mína. Ég er viss um að nokkrir hafa þroskast heilmikið í kvöld.“ Enskir blaðamenn hafa verið á bakinu á McClaren nánast síðan hann tók við af Sven Göran Erickson „Það er mikill vilji hjá okkur sem lið að sanna okkur. Mér er al- veg sama hvað gerist fyrir utan, að- eins það sem gerist innan veggj- ana. Þannig herramenn ef þið viljið skrifa um það sem þið viljið, gjörið svo vel. Það er það eina sem ég hef að segja,“ sagði McClaren ekki par hrifin af skrifum dagblaðana ensku sem eru þekkt fyrir að gefa ekki þumlung eftir. „Fyrstu 45 mínúturnar voru trú- lega þær erfiðustu sem ég hef spilað fyrir England. Stuðningsmennirnir voru á okkur frekar snemma og það var erfitt að brjóta Andorra niður,“ sagði hetjan Steven Gerrard. „Með fimm í vörn og fjóra á miðj- unni var erfitt að brjóta þá á bak aftur en við vissum að ef við værum þol- inmóðir myndum við skora, og þeg- ar allt kemur til alls hefðum við getað skorað fimm eða sex mörk. Það er ekkert auðvelt að rúlla yfir andstæðingana, sérstaklega þegar þeir eru nánast allir fyrir aft- an boltan en ég held að aðdáend- urnir séu ángægðir með seinn hálf- leikinn hjá okkur. Munurinn lá í forminu, þeir voru alveg búnir und- ir lokinn og við vorum einfaldlega í betra formi.“ benni@dv.is Englendingar léku enn einn slakan landsleik í gær, nú gegn Andorra. Þrátt fyrir 3-0 útisigur er enn megn óánægja með störf steve mcclaren landsliðsþjálfara Englands. GeRRARdbjARGAði McCLARen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.