Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 20
Þjóðverjinn og aðalstjarna Dall- as Dirk Nowitzki meiddist í fyrsta leikhlutanum og kom ekkert meira við sögu í 105-103 sigri á Milwaukee Bucks í nótt. Jason Terry steig þá upp fyrir heimamenn í Dallas og skoraði 27 stig, mörg á mikilvægum augna- blikum í leiknum. Þetta var 60. sigur- leikur Dallas á tímabilinu og er það í þriðja sinn sem það gerist. Mo Willi- ams leikmaður Milwaukee reyndi æfintýralegt skot frá miðju til að reyna tryggja sigurinn en niður vildi boltinn ekki. Brent Barry reyndist hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði New Orleans Hornets 92-88. Barry skor- aði fjórar þriggja stiga körfur í fjórða leikhlutanum en þetta var fimmti sig- urleikur Spurs í röð. Hornets leiddu með 12 stigum í fjórða leihlutan- um áður en Barry tók til sinna ráða. Hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 17 sekúndur voru eftir og kom Spurs yfir 90-88 og þeir héldu þeirri forustu til enda.Tim Duncan skoraði 31 stig fyrir Spurs og Barry var með 15 stig. Rashard Lewis skoraði 33 stig þar á meðal 13 í fjórða leikhlutan- um þegar Seatle lagði Denver 100- 97 á útivelli. Denver hefur ekki unn- ið heimaleik skori þeir minna en 100 stig í leik. Þetta er annar leikur þeirra í röð þar sem úrslitin ráðast á lokasekúndum leiksins. Á mánu- dag lentu þeir í klóm Detroit þar sem Rasheed Wallace skoraði frá miðju, og nú gegn Seattle. Carmelo Anth- ony skoraði mest fyrir heimamenn eða 28 stig og Allen Iverson bætti 14 stigum við. Utah Jazz vann Minnesota Timb- erwolves 108-102 í enn einum æsi- spennandi leiknum í NBA deildinni í nótt. Carlos Boozser skoraði 25 stig fyrir Utah og Tyrkinn Mehmet Okur bætti 23 stigum við og tók auk þess 12 fráköst. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Timburúlfana og Ricky Dav- is bætti 18 stigum við. Eddie Curry skoraði 13 af 25 stig- um sínum í fjórða leikhluta þegar New York Knicks lagði Lebron Jam- es og félaga hans Cleveland 97-93. Stephon Marbury setti niður þrist þegar 8,5 sekúndur voru til leiksloka og New York hefur ekki enn gefið upp vonina að komast í úrslitakeppnina. Sem fyrr var Lebron James stiga- hæstur í liði Cleveland með 24 stig. Cleveland hafði möguleika á því að jafna leikinn í 94-94 en Litáinn Zy- drunas Ilgauskas skoraði aðeins úr einu af þremur vítaskotum sínum þegar 34 sekúndur voru til leiksloka. Upp fór Marbury og setti niður þrist sem gulltryggði langþráðan sigur heimamanna. New Jersey eygir enn von Hitt New York liðið New Jersey Nets eygir enn von um að komast í úrslitakeppnina. Þeir unnu Indiana Pacers 11-94 þar sem nýliðinn Josh Boone var svo sannarlega betri en enginn. „Það er frábært að geta skilað sínu inná vellinum,“ sagði Boone eft- ir leikinn. Hann kom af bekknum og hitti úr 11 af 13 skotum sínum utan af velli og endaði með 22 stig sem er það mesta sem hann hefur nokkurn tíman gert. Hann tók einnig 10 frák- öst. „Ég hef æft vel og beðið þolin- móður eftir tækifærinu, Nú hef ég fengið að spila meira að undanförnu og það er á mínu valdi að nýta það sem best,“ sagði þessi geðþekki ný- liði. Sex leikmenn Nets skoruðu meira en 10 stig. Það vantaði Jermaine O´Neal í lið gestanna og munar um minna. „Indiana spilaði í gær og voru án þeirra besta manns sem við ein- faldlega nýttum okkur til fulls,“ sagði þjálfari Nets Lawrence Frank. Þjálfari Indiana Rick Carlisle var ekki kátur eftir leikinn og sagði að byrjendamistök hefðu kostað þá leikinn. „Við vorum að skjóta afleitlega í fyrri hálfleik. Hittum ílla og vorum slakir sóknarlega. Það er ekki hægt á móti svona góðu liði eins og Nets eru og sérstaklega ekki á útivelli.“ Tvö lélegustu liðin í deildinni Atl- anta og Charlotte Bobcats mættust í Atlanta. Charlotte vann 101-87 á heimavelli. Gerald Wallace var stiga- hæstur heimamanna með 31 stig en Josh Smith skoraði 25 stig fyrir gest- ina og tók 15 fráköst en þetta var fimmti tapleikur þeirra í röð. Tólfta leikinn í röð vantaði Joe Johnson í lið Atlanta sem er þeirra besti maður og sagði þjálfarinn Mike Woodson að hann gæti verið frá út tímabilið. Magnaður leikur Það þurfti tvær framlengingar þegar Boston Celtic vann Orlando 105-96 í ótrúlegum körfuboltaleik. Paul Pierce leikmaður Boston var svo sannarlega stjarna leiksins og skoraði þriggja stiga körfu og tryggði framlengingu. Í henni skoraði hann svo aftur lokakörfuna sem tryggði Boston aðra framlengingu. Þar skor- aði Boston 15 stig gegn aðeins 6 stig- um gestanna og unnu eins og áður segir 105-96. Pierce var langstigahæstur heimamanna með 32 stig en hjá Or- lando var Hedo Turkoglu og Grant Hill stigahæstir með 20 stig. Í enn einum leik þar sem úrslit- in réðust ekki fyrr en undir lokin var viðureign Washington og Philadelp- hia. Gestunum frá Philadelphia mis- tókst að halda 17 stiga forustu í fjórða leikhluta. DeShawn Stevenson skor- aði 28 stig fyrir heimamenn og Caron Butler 21. Hjá Philadelphia Að lokum vann Toronto Miami Heat 96-83 þar sem Chris Bosch stjörnuleikmaður þeirra Toronto manna náði tvöfaldri tvennu í 111. skipti á ferlinum. Sigurinn kom Tor- onto einnig í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninar. „Þegar svona mikið af strákum í liðinu sem er óvant úrslitakeppninni er gott að byrja á heimavelli,“ sagði Chris Bosch eftir leikinn en hann skoraði 13 stig og tók 17 fráköst. Sex leikmenn heima- manna skoruðu yfir tíu stig í leikn- um. Tröllið Shaquille O´Neill skoraði mest fyrir meistara Miami eða 17 stig. benni@dv.is Fimmtudagur 29. mars 200718 Sport DV Frákast Chris Wilcox númer 54 hjá seattle er hér að taka frákast í sigurleik liðsins á denver. Farðu frá kallinn minn udonis Haslem brýtur hér á Chris Bosch leikmanni toronto raptors í nótt. Mjótt á MunuM í leikjuM næturinnar Ellefu leikir voru háðir í NBA í nótt. Dallas vann sinn 60. leik á tímabilinu en nánast allir leikir næturinnar voru hnífjafnir og spennandi, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum NBA nBa-úrslit næturinnar dallas - milwaukee 105-103 san antonio - New Orleans 92-88 denver - seattle 97-100 utah - minnesota 108-102 New York - Cleveland 97-93 New Jersey -indiana 118- 94 Charlotte - atlanta 101-87 Boston - Orlando 105-96 toronto - miami 96-83 atlanta - Charlotte 87-101 Houston - Clippers 92-87 sTAÐAN U T Austurdeildin detroit 45 25 Cleveland 43 29 toronto 39 32 Washington 38 32 Chicago 42 30 miami 38 33 New Jersey 33 38 Orlando 33 39 indiana 31 40 New York 31 40 Philadelphia 28 43 Charlotte 27 45 atlanta 27 46 milwaukee 25 45 Boston 22 49 U T Vesturdeildin dallas 60 11 Phoeni 53 17 san antonio 51 20 utah 47 24 Houston 46 26 L.a. Lakers 38 33 denver 35 35 L.a. Clippers 34 37 golden state 33 39 New Orleans 32 40 sacramento 30 40 minnesota 30 41 seattle 29 42 Portland 29 42 memphis 18 54 NBA Allt gert til að stoppa James Leikmenn New York gera hér athyglis- verða tilraun til að stoppa Lebron James. Magnaður Okur tyrkinn mehmet Okur er farinn að leggja það í vana að skora sigurkörfur utah. Steig upp Jason terry leikmaður dallas steig upp í fjarveru dirk Nowitzki og skoraði 27 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.