Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Qupperneq 30
Fimmtudagur 29. mars30 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is föstudagurfimmtudagur Sandkorn fiskréttunum frá Fiskisögu. Frábært úrval, gott hráefni og tímabært að auka fiskneysluna. Kannanir sýna að dregið hefur mjög úr neyslu fisks meðal Íslendinga. Sjaldan er góð ýsa of oft soðin, eins og Flosi sagði forðum. Fiskisaga býður bæði uppá hefðbundna og framandi fiskrétti, þannig að kunnáttuleysi í elda- mennsku er engin afsökun fyrir lít- illi fiskneyslu. göngutúrum í stað sjónvarpsgláps. Með hækkandi sól er tímabært að draga fram góða gönguskó og leggja land undir fót. Í stað doða og dauflegra augna kemur roði í kinn- arnar, góð matarlyst og betri svefn. Þess utan er hressandi ganga góð leið til að komast í betra form. samvistum við fjölskyldu og vini. Þó síminn sé góðra gjalda verður er ekkert sem kemur í stað samvista við sína nánustu. Á tímum hraða og streitu er auðvelt að vanrækja þá sem manni þykir vænt um. Enginn er að tala um lágmarkslengd sam- vistanna, gæðin og einlægnin eru mikilvægust. þættinum Vörutorgi á Skjá einum. Ef þér gengur erfiðlega að tileinka þér lið tvö, skaltu horfa á Vörutorg á Skjá einum og sannaðu til, þú ættir í það minnsta að verða afhuga sjónvarpsglápi um sinn. Plottið er lélegt, fátækleg persónusköpun og afburða hæg framvinda. Við mælum með... ....göngutúrum ....fiskisögu ....fjölskyldulífi Brynjar orðinn BmV Brynjar Már Valdimarsson út- varpsmaður á FM 957, tónlist- armaður og annar helming- ur tvíeykisins Snooze hefur byrjað sóló- feril í tónlist- inni. Brynjar, sem oft gengur undir nafninu Binni strípa, virðist nú hafa tekið upp en eitt nafnið, eða skammstöfun sína BMV. Brynjar hefur opnað eigin heimasíðu á slóðinni Myspace. com/bmvofficial, þar sem not- endur geta hlustað á fyrsta lag kappans, In My Place. Í lag- inu kveður greinilega við nýjan tón, því Brynjar hefur sagt skilið við rappið í bili og er nýja lagið tregafull ballaða um ástina og lífið. Ewan mcgregor í stað jude law Jude Law lét víst ekki sjá sig hér á landi um helgina, eflaust mörg- um til mikillar gremju. Á sama tíma bárust þó fréttir af því að Ewan McGreg- or hefði slett úr klaufunum ásamt góðum vinum hér á laugardaginn, en ekki fer neinum sögum um að hann hafi látið sjá sig skemmti- stöðum bæjarins og fór þess heldur í prívat-teiti. Fleiri heims- þekktir menn eru þó staddir á klakanum, en þeir Peter Mort- on stofnandi Hard Rock Café og upptökumeistarinn Tony Cook hafa látið sér líða vel hér undan- farna daga. Og vonandi getur það glatt einhvern. gamli góði mogginn Í Morgunblaðinu á þriðjudag- in voru átta aðsendar greinar um fyrirhug- aða stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Tvær af átta greinum voru skrifaðar af mönnum sem lýstu sig fylgj- andi stækk- uninni. Sérstaka athygli vakti að þessar tvær greinar voru feit- letraðar og mun meira áberandi heldur en hinar sem skrifaðar voru af andstæðingum stækkun- arinnar. Andstæðingar stækunar- innar eru margir hverjir undrandi yfir þessari framsetningu og velta því fyrir sér hvort afstaða gamla góða Moggans til stækkunarinn- ar ætti að dyljast nokkrum manni lengur. dauðaleit að kvittun hafin Múrbúðin hefur skorið upp herör gegn „Múskó-væðingu“ viðskiptalífs- ins, svokallaðri, sem gengur að sögn starfs- manna Múr- búðarinnar út á að rugla neytendur í ríminu með endalausum tilboðum, afsláttum og útsölum, þar til enginn veit lengur hvað upphaflegt verð var. Múrbúð- in hefur nú hafið dauðaleit að kvittun frá Byko sem sýnir að viðkomandi hafi einhvern tíman borgað 7.399 fyrir tiltekna teg- und af málningu, en Múrbúð- armenn segjast hafa ástæðu til að ætla að Byko hafi aldrei selt málninguna á verðinu og því gefi lækkaða verðið, brenglaða mynd af afslættinum. Múrbúðin lofar hverjum þeim sem skilar inn kvittun með verðinu, helgarferð fyrir tvo til London. 4 44 4 4 5 4 7 5 46 17 6 4 5 7 57 4 7 47 7 7 8 5 7 8 77 412 6 12 6 4 67 7 ....Vörutorginu Lind hinnar eilífu æsku er til. Ein- hvers staðar. Að minnsta kosti virðist Sir Cliff Richard hafa sopið af henni. Hreyfingar og himnesk rödd hans fengu hjörtu til að slá mun hraðar en ella, þegar hann stóð á sviði Laug- ardalshallarinnar í gærkvöldi. Því hafði verið spáð að konur á miðjum aldri myndu fylla Höllina á tónleik- unum en því fór fjarri að þær væru í meirihluta. Karlmenn nutu kvölds- ins engu síður en konur. Þarna mátti sjá flest þekktustu andlit þjóðarinnar og enginn var of feiminn til að taka undir með í þekktustu lögum söngv- arans. Hann rokkaði, hann söng ball- öður og gospel og flutti allt jafn vel. Vissulega voru flestir tónleika- gestanna um og yfir miðjum aldri – en þarna mátti þó sjá eina og eina unga manneskju. Þarna var líka fólk úr einum af fjölmörgum, bresk- um aðdáendaklúbbum Cliffs.Ein úr hópnum hefur fylgt Cliff eftir í 45 ár og sagði að þó þetta væri vissu- lega dýrt áhugamál, væri það ekkert dýrara en fótboltaáhugi eiginmanns hennar! Cliff Richard kom á óvart. Hann er þrælhúmorískur og náði að sam- tvinna húmor og himneskan söng í næstum þrjár klukkustundir. Bak- raddasöngvararnir þrír skiptust á að fara af sviðinu, en Cliff stóð keikur allan tímann. Eða réttara sagt sveif um sviðið. Michael Jackson hvað? Hreyfingar Cliffs eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að velta fyrir sér hvers konar líkamsrækt hann stund- ar. Silkimjúkar hreyfingarnar vöktu aðdáun og fólk sagði upphátt: “Hann getur ekki verið að verða 67 ára!” Það er ekki bara rödd Cliff Ri- chard sem er heillandi. Frá mann- inum stafar undraverð hlýja. Því kynntust blaðamaður DV og vin- ir þegar þau snæddu á veitingahús- inu Óðinsvéum í fyrrakvöld, þangað sem Cliff Richard kom ásamt bresku samstarfsfólki sínu. Hann gladdist við að heyra að í salnum væru aðdá- endur hans til 45 ára og bað um að fá að tala við þá. Hann hlustaði af at- hygli á frásögn af bangsanum sem keyptur var af fjögurra ára íslenskri hnátu í Skotlandi og hlaut nafnið Cliff Richard. Hann var yfir sig hrif- inn af saltfiskinum hans Sigga Hall og sagði á tónleikunum í gærkvöldi þegar hann gleymdi einni laglínu að það hefði verið vegna þess að hann hefði verið að hugsa um þorsk. Hann vildi tala við okkur á Óðinsvéum, því hann sagðist þakklátur því fólki sem hefði gert honum kleift að starfa við tónlist í hartnær hálfa öld. Þakklæti sitt sýndi hann líka í gærkvöldi. Í lok tónleikanna benti hann á að það væri erfitt fyrir Ís- lendinga að vera síðustu tónleika- gestirnir á hálfs árs tónleikaferðalagi sínu. Upplifun sín og félaga sinna á þeim áheyrendum myndi bera hátt í minningunni. Íslendingar hefðu fyllilega staðið undir því að vera frá- bærir tónleikagestir. annakrisine@dv.is Aðdáendur Cliff richards skemmtu sér vel með goðinu í Laugardalshöll í gærkvöld. Sjálfur meistarinn sagðist ánægður með íslensku aðdáendurna. Húmor og Himnesk rödd í Höllinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.