Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 4
„Ég var að reyna hughreysta fólk sem
hélt að það myndi missa vinnuna í ál-
verinu,“ sagði Gísli Hrafnkelsson, ung-
ur Hafnfirðingur á kosningavöku Al-
can í Hafnarborg á laugardagskvöld.
Fólk hélt niðri í sér andanum þegar
seinni tölur kvöldsins voru lesnar upp.
Hafnfirðingar höfðu hafnað stækkun
álvers Alcan í Straumsvík. Enn höfðu
utankjörstaðaratkvæði ekki verið tal-
in, en vonbrigðin leyndu sér ekki.
Samkoman í Hafnarborg leystist fljót-
lega upp eftir að úrslitin voru kunn og
húsið sem nokkrum mínútum fyrr var
þéttsetið tæmdist skyndilega.
Þegar öll 12.747 atkvæðin höfðu
verið talin kom í ljós að Hafnfirðingar
höfnuðu stækkun álversins með að-
eins 88 atkvæða mun.
Fjársterkur ofjarl
Mikil fagnaðarlæti brustu út á
kosningavöku Sólar í Straumi á Hótel
Víkingi þegar lokatölur kosninganna
voru tilkynntar um klukkan hálf ell-
efu. Um svipað leyti óku bílar um göt-
ur Hafnarfjarðar og þeyttu flautur. Það
mátti greina sigurvon hjá fólki á staðn-
um, en svo mjótt var þó á munum að
allt gat gerst.
Ósk Vilhjálmsdóttir, einn stjórn-
enda Framtíðarlandsins, sagði að við
ofurefli hefði verið að etja, stórfyrir-
tæki sem gæti eytt peningum að vild
til kosningabaráttunnar og farið fram
með stór loforð. Ef til vill hefði mun-
urinn orðið meiri ef jafnræðis hefði
notið.
Vonbrigði Alcan
Rannveig Rist, forstjóri Alcan, seg-
ir niðurstöður kosninganna vera von-
brigði, en fyrirtækið muni engu að
síður lúta vilja meirihlutans. Rannveig
vill ekki gefa upp hve miklum pening-
um fyritækið varði til kosningabarátt-
unnar. Fulltrúar Sólar í Straumi segja
samtökin hafa varið hátt í þremur
milljónum króna í sína baráttu.Al-
can hefur stefnt að stækkun álvers-
ins í Straumsvík síðastliðin átta ár og
sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins
meðal annars að ef ekki yrði af stækk-
un þýddi það að álverið yrði á endan-
um lagt niður. Rannveig gefur ekkert
upp um þetta eins og sakir standa, en
segir að ekki sé hægt að gera versks-
miðjuna hagkvæmari en hún þegar er,
án þess að til stækkunar komi.
Framkvæmd kosninga
Blaðamenn DV hittu þau Rann-
veigu Rist, Hrannar Pétursson upp-
lýsingafulltrúa og Lúðvík Geirs-
son bæjarstjóra í Hafnarfirði að baki
Flensborgarskóla þegar líða tók á
laugardaginn. Lúðvík var ánægður
með kosningaþátttökuna og vísaði á
bug allri gagnrýni á framkvæmd kosn-
inganna. Hann vill ekki gefa upp af-
stöðu sína í málinu. Lúðvík trúir ekki
að Alcan muni yfirgefa Hafnarfjörð á
næstunni.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, taldi þá að munurinn á
milli fylkinganna yrði meiri en skoð-
anakannanir gáfu til kynna.
mánudagur 2. apríl 20074 Fréttir DV
Fjölgaði um
fjögur hundruð
Forsvarsmenn Hags Hafn-
arfjarðar ætla að kanna hvort
andstæðingar álversstækkunar
utan Hafnarfjarðar hafi skráð
lögheimili sitt í bænum til að
kjósa gegn stækkun.
Jóhanna Dalkvist, í Hagi
Hafnarfjarðar, segir samtökin
hafa fengið ábendingu um að
um 700 andstæðingar stækk-
unar hefðu flutt lögheimili.
„Þetta eru upplýsingar sem við
getum ekki vísað frá okkur að
óathuguðu máli,“ segir hún.
Lopakarlar og
skemmtikraftar
„Það hefur verið talað
niður til okkar, við höfum
verið kölluð skemmtikraftar
og lopapeysulið. Nú verð-
um við tekin alvarlega,“ sagði
Ómar Ragnarsson, formað-
ur Íslandshreyfingarinnar,
við Steingrím J. Sigfússon,
formann Vinstri grænna á
kosningavöku Sólar í Straumi
á laugardagskvöldið.
Báðir hafa þeir barist hart
gegn frekari stóriðju á Íslandi.
Steingrímur með flokki sínum
og Ómar á eigin vegum, uns
hann var einn af stofnend-
um Íslandshreyfingarinnar,
stjórmálaflokki sem hyggst
bjóða fram í öllum kjördæm-
um landsins í kosningunum
í vor. Íslandshreyfingin ætlar
að leggja sérstaka áherslu á
umhverfismál.
Áhrifalaus kosning
„Þessi kosning hefur í
rauninni ekkert vald og engin
áhrif. Sveitarstjórnin þarf ekk-
ert að fara
eftir þessu,
að ekki sé
minnst á
eftir næstu
kosning-
ar þegar
ný stjórn
verður tekin
við,“ segir
Jón Sigurðs-
son, formaður Framsóknar-
flokksins. Hann segir að það
verði að vera alveg skýrt hvaða
reglur gildi um framkvæmd
íbúalýðræðis. „Til þess að nota
íbúalýðræði í skipulagsmálum
þá verður atkvæðagreiðslan
að fara fram snemma í ferl-
inu, þannig að ekki sé verið
að kjósa um andlit fyrirtækis
heldur skipulag sveitarinnar,“
segir hann.
Hann telur ekki réttlátt að
gefa fyrirtæki vilyrði fyrir starf-
semi og etja því þannig út í
hundruða milljóna króna und-
irbúning sem síðan sé kastað
fyrir róða á lokasprettinum.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álvers Alcan í Straumsvík í kosningum á laugardag.
Aðeins munaði 88 atkvæðum. Ómar Ragnarsson segir að nú verði umhversinnar tekn-
ir alvarlega. Ekkert ákveðið um framtíð álversins segir Rannveig Rist.
Átök í Hafnarfirði
SigtRygguR ARi jÓhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Meiri líkur á álveri á Bakka við Húsavík eftir kosningar í Hafnarfirði:
Skynsamir Hafnfirðingar
„Í Hafnarfirði býr skynsamt fólk,“
segir Örlygur Hnefill Jónsson lög-
maður og Samfylkingarmaður á
Húsavík. Hann segir að grannt hafi
verið fylgst með framvindu kosninga
um stækkun álvers í Straumsvík þar
nyrðra. Örlygur segir Húsvíkinga al-
mennt hafa talið að stærra álver í
Straumsvík myndi seinka áformum
um álver á Bakka við Húsavík.
Ekki var um formlega kosninga-
vöku að ræða á Húsavík á laugar-
dagskvöld en fólk hittist og ræddi
málin. „Við hittumst, fylgdumst
með tölunum og ræddum málin.
Þetta er náttúrulega stórmál, enda
er eðlismunur á því að hafa þenn-
an iðnað í miðri höfuðborginni eða
koma honum fyrir á landsbyggð-
inni þar sem styrkja þarf atvinnulíf-
ið,“ segir Örlygur.
Hann bætir því við að talsverð-
ur munur sé á þeim framkvæmdum
sem fyrirhugaðar voru í Straumsvík
og áætlunum um álver á Bakka. Ef
lagt hefði verið í stækkun á álveri
Alcan í Straumsvík kæmi upp þörf
fyrir rafmagn úr fallvatnsvirkjun-
um. „Þannig framkvæmdir eru örar,
standa yfir í tvö til þrjú ár og svo
er öllu stungið í samband. Eins og
hugmyndin er í Þingeyjarsýslum þá
verður þetta gert í áföngum á átta til
tíu árum, sem segir mér að áhrifin
verða minni á efnahagslífið.“
Það er skoðun Örlygs að líklega
hefði aldrei verið lagt út í tvær ál-
versframkvæmdir á sama tíma.
Ekki sé æskilegt að þjóðfélagið hagi
sér þannig. „Reyndar held ég að til-
finning fólks fyrir þenslu og verð-
bólgu vegna stóriðjuframkvæmda
hafi haft áhrif á niðurstöðu kosn-
inganna í Hafnarfirði. Fólk er venju-
lega bráðvel gefið og skynsamara en
margir vilja ætla.“
Örlygur telur jafnframt að Hafn-
firðingar þurfi varla að örvænta
um eigin hag. Á höfuðborgarsvæð-
inu mælist 39 prósenta hagvöxt-
ur sem fyrst og frest sé tilkominn
vegna bankastarfsemi og opinberr-
ar þjónustu. Þessu sé öðruvísi farið
á landsbyggðinni þar sem hagvöxt-
ur hafi farið yfir í að vera neikvæð-
ur eins og gerst hafi á Norðvestur-
landi. sigtryggur@dv.is
Frá húsavík Örlygur Hnefill Jónsson á
Húsavík segir Hafnfirðinga hafa tekið
rétta ákvörðun. Samfélagið hefði ekki
þolað tvær álversframkvæmdir.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Fagnaðarlætin brjótast út nær óstöðv-
andi fagnaðarlæti brutust út á kosningavöku
Sólar í Straumi á laugardagskvöldið þegar
endanleg úrslit lágu fyrir. Hér má meðal
annarra sjá þau Ómar ragnarsson, formann
íslandshreyfingarinnar, og Ósk Vilhjálmsdótt-
ur í Framtíðarlandinu fagna ákaft.
Á kjördag rannveig rist,
Hrannar pétursson og
lúðvík geirsson ræða málin
á lóð Flenborgarskólans.
„ég var að reyna hughreysta fólk sem hélt
að það myndi missa vinnuna í álverinu.“