Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 16
Stjarnan – Akureyri 36-18 (17-8) Lið Stjörnustúlkna úr Garðabæ tryggði sér fyrsta Íslandsmeistara- titilinn í níu ár á laugardaginn með mjög öruggum sigri á liði Akureyr- ar 36-18. Reyndar var Stjarnan orð- in Íslandsmeistari áður en leikur- inn fór fram, þar sem Grótta sigraði Valsstúlkur á föstudag. Lið stjörnunar náði strax öruggri forystu í leiknum á laugardaginn og sigur þeirra var aldrei í hættu. Stað- an í hálfleik var 17-8 Stjörnunni í vil. Síðari hálfleikur var því aðeins formsatriði og sigurhátíðin gat haf- ist í Garðabæ. Stjörnuliðið er vel að titlinum komið, er vel mannað og hefur heilt yfir staðið upp úr í vetur. Liðið er vel þjálfað af þeim Aðalsteini Eyj- ólfssyni og Ragnari Hermannsyni, en þeir félagar hafa báðir orðið Ís- landsmeistarar áður. Aðalsteinn með kvennalið ÍBV 2004 og Ragn- ar með kvennalið Hauka árið 2001, svo það er ljóst að liðið er í góðum höndum. Ítarlegt viðtal verður við Aðalstein í páskablaði DV. HK – Haukar 29-25 (16-15) Leikur HK og Hauka, sem fram fór í Digranesi á laugardaginn, var hin besta skemmtun. Hið unga og efnilega lið HK náði frumkvæði í fyrri hálfleik og var meðal annars fjórum mörkum yfir á tímabili. Stað- an í hálfleik var 16-15 heimastúlk- um í vil. HK stúlkur slógu Hauka út af laginu með því að spila framarlega á Ramune Pegaskyte ásamt því að bjóða upp á ferskan og snaggaraleg- an sóknarleik, með þær systur Auði og Rut Jónsdætur í fararbroddi. Í miðri vörn HK stóð Arna Sif Páls- dóttir eins og klettur og margar sóknir Haukastúlkna brotnuðu á þessari stóru og stæðilegu stúlku. Í byrjun síðari hálfleik tókst HK stúlkum að síga fram úr og unnu að lokum verðskuldaðan sigur 29 – 25. Það er ljóst af frammistöðu HK stúlkna að þeim hefur farið mikið fram í vetur, þær hafa meðal ann- ars unnið lið á borð við Gróttu og Val, sem hafa talist mun sterkari í gegnum tíðina. Framtíðin er björt í Kópavoginum og ljóst að vel er stað- ið á málum á þeim bænum. ÍBV – FH 37-17 (22-14) Lið ÍBV leiddi með þetta 2 mörk- um framan af fyrri hálfleik en um miðjan hálfleikinn tók að draga í sundur með liðunum. Small þá varnarleikur og markvarsla heima- stúlkna í gang og upp hófst mik- il hraðaupphlaupshrina ÍBV. Þetta varð til þess að ÍBV gerði út um leik- inn í lok fyrri hálfleiks og leiddu þær 22-14 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var algjör spegilmynd loka þessi fyrir. ÍBV óð í hraðaupphlaupum og sigurinn var síst of stór, þar sem heimastúlkur gerðu sig sekar um létt kæruleysi í lokin. Bestar í lið heimastúlkna voru þær tékknesku vinkonur Pavla Plaminkova og Pavla Nevarilova. Ekaterina Dzhukeva stóð sig með stakri prýði í marki heimastúlkna og sú gamalreynda kempa Ingibjörg Jónsdóttir fór mikinn í vörninni og ljóst er að endurkoma hennar hefur virkað sem vítamínsprauta á Eyja- stúlkur. Laima Miliauskaite, mark- vörður stóðu upp úr í liði FH ásamt því að Ásta Björg Agnarsdóttir og Sigrún Gilsdóttir áttu ágæta spretti. Valur – Grótta 20-29 (10-12) Fyrir fram var búist við hörkuleik milli Vals og Gróttu á föstudskvöld- ið, enda liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar að mætast. Gróttu stúlk- ur náðu fljótlega frumkvæði í leikum og byrjuðu mun betur en Valsstúlkur. Valsstúlkum tókst þó að jafna leikinn fljótlega í hálfleiknum og jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik dró svo í sundur með liðunum, vörn Gróttu fór mikinn og sigur Gróttu aldrei í hættu. Bestu leikmenn vallarins voru Gróttustúlk- urnar Natasa Damiljanovic og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Niðurstað- an varð því 20-29 Gróttu í vil og liðin höfðu sætaskipti í deildinni. Líklegt þykir að þessi lið mætist í Deildarbikarkeppni HSÍ í mótslok og því var sigur Gróttustúlkna mikil- vægur því endi þær í öðru sæti fá þær heimaleikjarétt gegn liði Vals í und- anúrslitum. Kristinn Guðmundsson mánudagur 2. apríl 200716 Sport DV Stjarnan ÍSlandSmeiStari Stjörnustúlkur tryggðu sér um helgina Íslands- meistaratitilinn í DHL-deild kvenna í handbolta. Grótta lagði Val á föstu- daginn og þau úr- slit tryggðu Stjörn- unni titilinn. Átti góðan leik natasa damiljanovic átti góðan leik í liði gróttu sem lagði Valstúlkur að velli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.