Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 23
Menning Alfræði barnanna um líkamann Mál og menning hefur gefið út fræðslubókina Mannslíkaminn, alfræði barnanna um manns- líkamann, í þýðingu Guðrún- ar Bjarkadóttur. Fjölmargir sérfræðingar komu að gerð bókarinnar sem kom upphaf- lega út hjá Dorling Kindersley forlaginu í Englandi. Manns- líkaminn er alfræðibók um mannslíkamann fyrir börn frá 7 ára aldri. Í bókinni er fjallað ítarlega um alla hluta manns- líkamans og hvernig þeir vinna saman. Á ljósmyndum tekn- um með nýjustu tækni er sýnt hvernig við lítum út að utan og innan, og með skýringarmynd- um er sýnt nákvæmlega hvaða hlutverki hver líkamshluti gegnir. Ýmiss konar spurningar og verkefni gera bókina í senn fróðlega og skemmtilega fyrir börn á öllum aldri og alla fjöl- skylduna. H.C. Andersen Hans Christian Andersen fæddist 2. apríl 1805 í Óðinsvé- um. Enn þann dag í dag, rúmlega tvö hundruð árum síðar, er H.C. Andersen þekktur sem eitt mesta sagnaskáld allra tíma, ævintýri hans verið þýdd á ótal tungumál og auðgað líf barna um allan heim. DV Menning mánudagur 2. apríl 2007 23 Þorvaldur í Julliard Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur hlotið inngöngu í hinn virta Julliard listaháskóla í New York. Þorvald- ur fór til New York í febrúar s.l. og sótti um inngöngu í nokkra leik- listarskóla þar í borg. Hann var boðaður aftur till Bandaríkj- anna um miðjan mars í lokaúr- tak inntökuprófa í Julliard, með þeim árangri að hann hlaut inngöngu í skólann. Hann er fyrsti Íslendingurinn til þess að nema leiklist við þennan virta skóla. Blúshátíð í Reykjavík Blúshátíð verður haldin í Reykjavík 3.-6. apríl. Fram koma fjölmargir listamenn; Zara Young ásamt hljómsveit, Ronnie Baker Brooks, KK og Frakkarnir, Blúsmenn Andreu, Lay Low og Kentár. Tón- leikar eru haldnir á Hótel Nordi- ca og hefjast þeir kl. 20. Bækistöð hátíðarinnar verður á Domo og hefst dagskrá þar kl. 22. Zara Young, Andrea Gylfa, KK, Lay Low, Brynhildur Björnsdótt- ir og Goðsagnir Íslands munu halda sálmatónleika á vegum blúshátíðarinnar í Fríkirkjunni á föstudaginn langa og hefjast þeir kl. 20. Í dag er fæðingardagur H.C. Andersen. og alþjóðlegi barnabókadagurinn: Dagur barnabókanna Alþjóðlegur barnabókadagur er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hérlendis í dag, á fæðingardegi H.C. Andersen. IBBY-samtökin standa fyrir deginum, en það eru alþjóðleg samtök um barnabók- menntir og barna- menningu. Samtökin voru stofnuð árið 1953 og starfa þau í 60 ríkjum um allan heim. Ís- landsdeild IBBY var stofnuð í Reykjavík árið 1985 með það að markmiði að stuðla á allan hátt að eflingu íslenskra barna- bóka. Á alþjóðlega barnabókadeginum er efnt til margvíslegra viðburða víða um heim. Að frumkvæði IBBY á Íslandi verður haldið upp á daginn, meðal ann- ars með sögustund í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi þar sem barnabókahöfund- ar lesa úr þeim bókum sem þeir höfðu mest dálæti á í bernsku. Samtökin veita jafnframt barnabókaverðlaun í tilefni dagsins. Auk þess stendur nú yfir sýning á myndskreytingum íslenskra myndlist- armanna við þjóðsögur í Ásmundarsal. Guðlaug Richter er formaður IBBY á Ís- landi, hún segir stefnt að því að halda upp á daginn á hverju ári framvegis. „Við gerum ráð fyrir að vera í samstarfi við grunnskóla og leikskóla í framtíð- inni - en í ár ber daginn upp á fyrsta dag páskafrís, þannig að það gengur víst ekki í þetta skiptið,“ segir Guðlaug. „Svo ætlum við í IBBY að veita í fyrsta skipti barnabókaverðlaun í samstarfi við Glitni, en það eru 500.000 króna peningaverðlaun og verðlaunagripur til barnabókahöfundar fyrir framlag hans til barnamenningar.“ bókmenntir Stefán Baldursson var nýlega ráðinn óperustjóri við Íslensku óperuna. Hann er mikill áhugamaður um óperur og hefur þegar tekið til við að leggja drög að starfinu, þó hann sé ekki enn sestur í stól óperustjóra. „Það er nú aðallega mikið fram- undan,“ segir Stefán Baldursson aðspurður um hvort ekki sé mikið um að vera hjá honum um þessar mundir. Hann var á dögunum ráð- inn óperustjóri Íslensku óperunn- ar í kjölfar brotthvarfs Bjarna Dan- íelssonar úr því starfi. Hann segir umsókn sína um starfið hafa bor- ið nokkuð brátt að. „Mér var bent á þessa auglýsingu og ákveðnir aðil- ar hvöttu mig til að skoða þetta. Ég sá það strax að þetta væri starf sem ég hefði áhuga á,“ segir hann. Stef- án er vissulega vanur því að stjórna menningarstofnunum á borð við Óperuna, enda var hann til fjölda ára Þjóðleikhússtjóri og þar áður leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. „Þetta er náttúrulega öðruvísi að því leyti að þarna er tónlistin alltaf í for- grunni, það gerir þetta nýstárlegra fyrir mig.“ Tónlistin áberandi Stefán hefur unnið töluvert með tónlist í starfi sínum sem leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég hef svo sem leik- stýrt óperum þó þær séu ekki marg- ar, síðast í fyrra þegar ég leikstýrði Föðurlandinu sem var sett upp með Sinfóníunni. Svo hef ég sett upp fjöl- marga söngleiki á þrjátíu ára ferli sem leikstjóri og tónlist hefur oftar en ekki verið áberandi í sýningum sem ég hef sett upp. Ég hef starfað með fjölmörgum íslenskum tónskáldum sem hafa samið fyrir leikhús.“ Ekki spilir heldur fyrir að Stefán er mikill áhugamaður um óperur. „Ég á tölu- vert safn af óperum og hef mikinn áhuga á því listformi,“ segir hann. Byrjaður að skipuleggja En þó Stefán sé ekki enn sestur í stól óperustjóra er hann byrjaður að leggja drög að starfinu. „Auðvit- að er maður strax farinn að hugsa og skipuleggja til lengri tíma litið. Fráfarandi óperustjóri er reynd- ar búinn að leggja línurnar fyr- ir næsta starfsár að mestu, þannig að mín áhrif fara ekki að sjást fyrr en seinni hluta vetrar,“ segir Stefán. Hann telur nauðsynlegt að skoða húsnæðismál Óperunnar. „Óperan er í óviðunandi húsnæði, þó hús- ið sé vissulega skemmtilegt. Það er aðallega of lítið, þröngt um mann- skapinn og margt að þessu gamla húsi. Nú liggja fyrir ákveðnar hug- myndir um að Kópavogsbær byggi jafnvel óperuhús og svo eru fram- kvæmdir hafnar við Tónlistarhús í Reykjavík þar sem hægt verður að flytja óperur. Þetta þarf bara allt að skoða.“ Ráðning Stefáns tekur gildi 1. maí næstkomandi - hann viður- kennir að hann sé nokkuð spennt- ur. „Þetta er geysilega spennandi verkefni og ég hef sérstaklega gam- an að því hvað ég hef fengið góð viðbrögð frá fólki, þá ekki síst tón- listarfólki,“ segir Stefán Baldursson verðandi óperustjóri. „Auðvitað er maður strax farinn að hugsa og skipuleggja til lengri tíma litið“ „Geysilega spennandi verkefni“ Stefán Baldursson „Ég sá það strax að þetta væri starf sem ég hefði áhuga á.“ Íslenska óperan „Óperan er í óviðunandi húsnæði, þó húsið sé vissulega skemmtilegt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.