Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 20
mánudagur 2. apríl 200720 Sport DV Arsenal hafði unnið Liverpool þri- svar á leiktíðinni áður en liðin mætt- ust á laugardaginn. Liverpool tók Arsenal í kennslustund og fór með öruggan sigur af hólmi, 4-1. Sigurinn var verðskuldaður þar sem Liverpool sýndi oft á tíðum lagleg tilþrif á með- an Arsenal átti slæman dag. Liverpool var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hálfgert andleysi virt- ist einkenna leik Arsenal. Á meðan boltinn gekk vel manna á milli hjá Liverpool náðu leikmenn Arsenal aldrei að finna taktinn í leik sínum. Það tók Liverpool ekki nema fjór- ar mínútur að komast yfir í leikn- um. Eftir góðan samleik hjá Arbeola og Pennant á hægri kantinum kom góð sending inn á teiginn sem Peter Crouch afgreiddi í netið. Þetta virtist slá leikmenn Arsenal útaf laginu. Liverpool hafði náð yfir- höndinni og hélt áfram að sækja að marki gestanna. Á 35. mínútu skoraði Peter Crouch sitt annað mark í leiknum. Brasilíu- maðurinn Fabio Aurelio fékk boltann á vinstri kantinum, átti góða send- ingu fyrir sem fór beint á kollinn á Crouch sem skoraði. Crouch hefur oft verið gagnrýndur fyrir slaka skall- atækni, en þarna sló hann duglega á gagnrýnisraddir. 2-0 í hálfleik og forysta Liverpool fyllilega verðskulduð. Arsenal liðið alveg úti að aka og ekki nema skugg- inn af sjálfum sér. Leikmenn Arsenal gerðu sig lík- lega til að skora í upphafi síðari hálf- leiks þegar Emmanuel Adebayor átti gott skot sem hafnaði í stöng Liver- pool marksins. Það voru þó leikmenn Liverpool sem skorðu þriðja mark leiksins. Eftir aukaspyrnu frá Fabio Aurelio skallaði Daninn Daniel Agger boltann í net- ið á 60. mínútu. Annað mark hans á leiktíðinni. Skömmu síðar átti Adebayor góð- an skalla að marki Liverpool sem Jose Reina, markvörður Liverpool, varði meistaralega. Mikilvæg markvarsla sem kom í veg fyrir að Arsenal kæm- ist inní leikinn. William Gallas gaf Arsenal von þegar hann náði að minnka muninn í 3-1 á 72. mínútu. Arsenal fékk horn- spyrnu og upp úr henn kom Gallas boltanum í netið af stuttu færi. Peter Crouch fullkomnaði þrennu sína á 81. mínútu. Hann fékk send- ingu frá Pennant, lék á tvo varnar- menn Arsenal og skoraði örugglega. Glæsilegt mark hjá Crouch og aug- ljóst að Enska landsliðið getur vel nýtt krafta hans. Þar við sat. 4-1 sigur Liverpool staðreynd í leik sem leikmenn Arsen- al vilja eflaust gleyma sem allra fyrst. Einn besti leikur Liverpool á leiktíð- inni og liðið komið upp fyrir Arsenal í þriðja sæti deildarinnar. „Þetta er mjög sérstök stund, þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okk- ur. Sigurinn er það mikilvægasta en ég er ótrúlega ánægður með þrenn- una. Mér er alveg sama hvernig ég skora mörkin en þetta var skemmti- leg þrenna,“ sagði Peter Crouch sem skoraði eitt mark með hægri færi, eitt með vinstri og eitt með skalla. „Ég fékk góða aðstoð. Ég var einn frammi og Steven [Gerrard] var fyrir aftan mig. Stundum er maður svolít- ið einangraður en sú var ekki raunin í dag, félagar mínir sóttu mikið og það gerði þetta auðveldara,“ bætti Crouch við. Crouch sagði að úrslitin gegn Ars- enal fyrr á leiktíðinni hafi drifið leik- menn Liverpool áfram. „Það var frá- bært að skora fjögur mörk í dag gegn frábæru liði. Stjórinn var duglegur að minna okkur á að úrslitin gegn Ars- enal á þessari leiktíða hafa verið von- brigði.“ Steven Gerrard fór meiddur af velli á 55. mínútu. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, taldi þó að meiðslin myndu ekki halda honum frá leikn- um gegn PSV í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. „Ég held að þetta sé ekki alvar- legt, ég held að hann verði í lagi. Við vorum að reyna að vernda alla leik- menn. Við vissum að þetta yrði erfið- ur leikur en við vissum líka hvað við ættum að gera. Við vildum vinna og koma fram hefndum. Við vorum að gera það sama og í síðustu leikjum gegn Ars- enal en stundum getur maður ekki skorað. Í dag skoruðum við tvö mörk í fyrri hálfleik og liðið var að leika að miklu sjálfstrausti,“ sagði Benitez. dagur@dv.is Stórmeistara jafntefli á Stadio Olimpico Roma tók á móti AC Milan í stór- leik helgarinnar í ítölsku knatt- spyrnunni á laugardaginn. Frakk- inn Philippe Mexes kom Roma yfir strax á 4. mínútu en Alberto Gilardi- no náði að jafna metin fyrir AC Milan á þeirri 61. eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Þar við sat og vonbrigði fyrir bæði lið að fá aðeins eitt stig úr þessari viðureign. Jákvæðu fréttirnar fyrir AC Milan voru þó þær að Alessandro Nesta var mættur í vörn liðsins á nýj- an leik en hann hefur verið frá vegna meiðsla í fjóra mánuði. „Ég var í þrjá mánuði í endur- hæfingu í Miami og er búinn að leggja hart að mér undanfarnar fjór- ar vikur til að komast í form,“ sagði Nesta sem valinn var maður leiks- ins gegn Roma. Nesta þakkaði einn- ig Marcello Lippi fyrir sinn þátt í að hjálpa honum í gegnum meiðslin. „Ég verð að þakka Lippi sérstak- lega fyrir, hann hringdi í mig þegar landsliðið fór og hitti forsetann og fékk viðurkenningu fyrir sigurinn á HM. Ég gat ekki verið á staðnum en hann hringdi í mig á þeirri stundu til að leyfa mér að hlusta á ræðuna og sagði að þetta væri líka fyrir mig. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Nesta og bætti við að jafntefli í leiknum gegn Roma hafi verið sann- gjörn úrslit. „Ég held að þetta hafi verið sann- gjörn úrslit. Roma fékk nokkur færi, en það gerðum við líka, sérstaklega eftir að Gilardino kom inná,“ bætti Nesta við. dagur@dv.is Úrslit helgarinnar Roma og AC Milan skildu jöfn 1-1 í stórleik helgarinnar í ítölsku deildinni þar sem Alessandro Nesta lék sinn fyrsta leik í fjóra mánuði: Mættur til leiks alessandro nesta var mættur í lið aC milan á nýjan leik eftir meiðsli. Hér er hann í baráttu við rodrigo Taddei, leikmann roma. Enska úrvalsdEildin Liverpool - Arsenal 4-1 1-0 (4.) Crouch, 2-0 (35.) Crouch, 3-0 (60.) Agger, 3-1 (72.) Gallas, 4-1 (81.) Crouch. Bolton - Sheff. United 1-0 1-0 (80.) Davies. Charlton - Wigan 1-0 1-0 (86.) D. Bent víti. Fulham - Portsmouth 1-1 0-1 (4.) Kranjcar, 1-1 (90.) Pearce. Man. United - Blackburn 4-1 0-1 (29.) Derbyshire, 1-1 (61.) Scholes, 2-1 (73.) Carrick, 3-1 (83.) Park, 4-1 (90.) Solskjær. Newcastle - Man. City 0-1 0-1 (80.) Mpenza Tottenham - Reading 1-0 1-0 (41.) Keane víti. West Ham - Middlesbrough 2-0 1-0 (2.) Zamora, 2-0 (45.) Tevez. Watford - Chelsea 0-1 0-1 (90.) Kalou. staðan Lið L U J T M S 1 Man. Utd 31 25 3 3 74:21 78 2 Chelsea 31 22 6 3 55:19 72 3 Liverp. 31 17 6 8 48:21 57 4 Arsenal 30 16 7 7 52:28 55 5 Bolton 31 15 5 11 36:38 50 6 Tottenh. 31 14 6 11 44:44 48 7 Everton 30 12 10 8 38:26 46 8 Reading 31 13 5 13 43:39 44 9 Portsm. 31 11 10 10 37:32 43 10 Blackb. 31 12 4 15 37:45 40 11 Newc. 31 10 7 14 34:40 37 12 Middl. 31 9 9 13 32:38 36 13 Man. C. 30 10 6 14 23:34 36 14 Fulham 31 7 14 10 32:45 35 15 Aston V. 30 7 13 10 29:35 34 16 Wigan 31 9 6 16 30:45 33 17 Sheff. U. 31 8 7 16 25:45 31 18 Charlton 31 8 6 17 29:49 30 19 West H. 31 7 5 19 25:51 26 20 Watford 31 3 11 17 19:47 20 Þýska úrvalsdEildin Bayern M. - Schalke 2-0 1-0 (3.) Makaay, 2-0 (78.) Salihamidzic. Bielefeld - Dortmund 1-0 1-0 (79.) Kamper. Bochum - Hannover 2-0 1-0 (35.) Gekas, 2-0 (42.) Epalle. E. Cottbus - Werder Bremen 0-0 Gladbach - Frankfurt 1-1 0-1 (11.) Kyrgiakos, 1-1 (89.) Insua. Hamburg - Wolfsburg 1-0 1-0 (60.) Mahdavikia. Mainz - B. Leverkusen 1-3 0-1 (41.) Barbarez, 0-2 (44.) Barbarez, 0-3 (52.) Schneider, 1-3 (75.) Zidan. Nurnberg - Hertha B. 2-1 1-0 (4.) Galasek, 2-0 (60.) Engelhardt, 2-1 (69.) Gimenez. Stuttgart - Aachen 3-1 1-0 (29.) Streller, 1-1 (59.) Sichone, 2-1 (75.) Lauth, 3-1 (84.) Cacau. staðan Lið L U J T M S 1 Schalke 27 16 5 6 42:27 53 2 W.Bremen 27 15 6 6 61:33 51 3 Stuttgart 27 14 7 6 45:31 49 4 Bayern M. 27 14 5 8 41:31 47 5 Bayer L. 27 12 6 9 43:36 42 6 Nurnberg 27 9 14 4 38:25 41 7 Hannover 27 9 8 10 33:39 35 8 Hertha B. 27 9 7 11 37:44 34 9 Aachen 27 9 6 12 42:48 33 10 Hamburg27 6 14 7 30:27 32 11 Wolfsb. 27 7 11 9 27:30 32 12 Cottbus 27 8 8 11 29:36 32 13 Frankfurt27 6 13 8 34:45 31 14 Bochum 27 8 6 13 32:42 30 15 Mainz 27 7 9 11 24:40 30 16 Bielefeld 27 7 8 12 32:36 29 17 Dortm. 27 7 8 12 29:38 29 18 Gladbach27 6 7 14 22:33 25 liverpool kom fram hefndum Peter Crouch skoraði þrennu þegar Liverpool tók Arsenal í kennslu- stund á heimavelli sínum. Þrenna peter Crouch var mættur í liverpool á nýjan leik og skoraði þrennu. Með þá í vasanum miðjumenn liverpool höfðu algjöra yfirburði gegn andstæðing- um sínum í leiknum, sem fundu enga smugu í gegnum vörn heimamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.