Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Síða 32
Kennara vantar í nærri eitt hundrað stöður í Reykjavík. Í sumum skólum vantar allt að fjórðungi kennara. Grunnskólakennarar hafa umhugsunarfrest fram á vorið til að gera upp hug sinn varðandi næsta skólavetur. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir hljóðið í kennurum þungt. „Mér sýnist útlit fyrir mikla hreyfingu í vor og haust þar sem hlutirnar hafa lítið lagast. Okkar tilfinning er sú að haustið verði erfitt. Margir kennarar eru ekki sáttir við niðurstöðuna úr nýafstöðnum viðræðum og telja launin ekki lengur samkeppnishæf.“ Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsráðgjafi á menntasviði Reykjavíkurborgar, segir stöðuna nú líka því sem oft hafi verið. Hún óttast ekki að haustið verði erfiðara en áður. „Við höfum ekki átt í vandræðum með að ráða kennara undanfarin ár. Skólastjórar hafa ekki lýst yfir áhyggjum og ég á ekki von á því að staðan verði erfiðari í haust,“ segir Guðný Elísabet. Aðspurður telur Ólafur að raun- særri mynd fáist fljótlega eftir páska. Hann segir svæðaformenn og samn- inganefnd hafa reynt að velja skástu leiðina út úr þeim vanda sem við blasti. „Menn stóðu frammi fyrir tveimur vondum kostum, að velja á milli þess að lemja sig í hausinn með hamri eða steini. Sú leið var valin sem talin var gefa minni sársauka.“ trausti@dv.is Starfsmenn Seltjarnarnesbæjar eru margir hverjir ósáttir við að starfsfólki bæjarskrifstofunnar hafi verið boðið í árshátíðarferð til Kaupmannahafnar en aðrir starfsmenn hafa orðið að borga sjálfir fyrir sínar árshátíðir sem haldnar eru á Seltjarnarnesi. Starfsmönnum bæjarskrifstofu var boðið í árshátíðarferð til Kaupmannahafnar. Bærinn greiddi flug og veislu fyrir starfsmennina en makar greiddu sitt flug. Starfsmannafélag Seltjarnarness bauð skrifstofufólkinu styrk til að greiða gistinguna og því ljóst að árshátíðarferðin var vegleg í alla staði. Aðrir starfsmenn eru ósáttir við að fá ekki sömu möguleika, til dæmis starfsfólk í skólunum, leikskólunum og áhaldahúsi. Einn viðmælenda sagði greinilegt að ekki sama gilti fyrir alla í því aðeins starfsfólki bæjarskrifstofunnar hafi verið boðið. Hann baðst hins vegar undan því að koma fram undir nafni, starfs síns vegna. Sárir starfsmenn Árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar var haldin nýverið þar sem miðaverð allra starfsmanna var niðurgreitt en makar greiddu fullt verð. Í samtölum við fjölda starfsmanna Seltjarnarnesbæjar kom fram að þeir eru óánægðir með að ekki sé haldin sameiginleg árshátíð starfsmanna. Kennararnir héldu sína eigin árs- hátíð í félagsheimili bæjarins þar sem starfsmenn og makar greiddu fullt verð. Leikskólarnir eru ekki búnir að halda árshátíð sína en líklegt er tal- ið að þar þurfi starfsmenn og makar að greiða fullt verð. Áhaldahús bæj- arins hefur ekki enn skipulagt árshá- tið. Haukur Kristjánsson, bæjartækni- fræðingur Seltjarnarnesbæjar, segist koma alveg af fjöllum í þessu máli. Hann segir deildir bæjarins halda sín- ar árshátíðir út af fyrir sig og þannig hafi fyrirkomulagið ávallt verið. „Ég kannast ekkert við óánægju. Það hef- ur aldrei verið haldin nein sameigin- leg árshátíð,“ segir Haukur. Kristinn Bergsson, bæjarverkstjóri Seltjarnesbæjar, hefur heyrt af óánægju meðal sinna starfsmanna sem rædd hefur verið undanfarna daga. Sjálfur segist hann ekki mikið hafa velt þessu fyrir sér. „Ég hef heyrt á mönnum að sumir eru sárir yfir þessu, ég hef heyrt þessar raddir,“ segir Kristinn. Kominn tími til Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarnesbæjar, er hissa ef óánægja fyrirfinnst meðal starfs- manna þar sem bæjarfélagið hafi ver- ið mjög opið fyrir hvataferðum ýmissa deilda innan þess. Hann segir að tími hafi verið kominn á skrifstofufólkið. „Það er nákvæmlega ekkert athuga- vert við þetta og kemur mér á óvart ef einhver er ósáttur. Í gegnum tíð- ina höfum við verið mjög opin fyrir því að styrkja okkar starfsmenn til að halda til útlanda í hvataferðir og hef ekki orðið var við annað en að þeir sjái ekki ofsjónum yfir því sem aðrir gera. Starfmenn skrifstofunnar eru senni- lega eini hópurinn sem ekki hafði far- ið í slíka ferð á umliðnum árum og óhætt að færa rök fyrir því að kominn hafi verið tími á þá,“ segir Jónmundur. „Þessi ferð var með sama formi og hjá öðrum hópum sem hafa fengið slík- ar ferðir. Bæði kennarar og leikskóla- kennarar hafa farið í svona ferðir og kominn tími á skrifstofufólkið að lyfta sér upp. Því er við að bæta að síðustu tvö ár hefur fólkið neitað sér um árs- hátíð og jólahald til þess að eiga fyrir þessu.“ mánudagur 2. apríl 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSKot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Tívolí, tívolí... Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag- inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og auglýsingar. Efni blaðanna d v v ið SK ip ta b la ð ið m o rg u n b la ð ið Fr ét ta b la ð ið 80% 72% 66% 38% Stálu númerum af lögreglubílum „Þetta hefur ekki áður gerst, að vísu hafa verið teknir hjól- koppar af lögreglubíl og hent í nærliggjandi garð, en menn hafa ekki gert neitt sem hefur leitt til svona fyrir- hafnar áður,“ segir Kristján Örn Kristj- ánsson, lögreglumaður. Óprúttinn einstaklingur, eða einstaklingar, stal númeraplötun- um af báðum bílum lögreglunn- ar í fyrrinótt og höfðu þær ekki fundist í gær. Númeraþjófurinn kom þó ekki í veg fyrir að lög- reglumenn kæmust ferða sinna á bílum sínum í gær. Þeir létu útbúa fyrir sig bráðabirgðanúmer og voru því löglegir á vegum úti. Annar bíllinn var meðal annars við umferðareftirlit í gær. Skili þjófurinn ekki plötunum þarf lögreglan að láta endurnýja þær með einhverjum tilkostnaði. Búast má við að hún fái forgangs- afgreiðslu. Formaður Félags grunnskólakennara óttast haustið: úTvaldir Til úTlanda meðan aðrir fá ekkerT Óánægja hjá starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar vegna ólíkra árshátíða starfsmanna: Fótboltakappar í laugardalnum Þó veðrið geti verið vætusamt og kalt aftrar það ungum piltum ekki frá því að spila fótbolta. Þessir piltar voru á fullu í eystri hluta Laugardalsins í gær og gáfu ekkert eftir. trauSti haFSteinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is dv mynd gúndi Minni sársauki valinn Ósáttir kennarar Félag grunnskóla- kennara hefur áhyggjur af þungu hljóði í kennurum. Félagið spáir mikilli hreyfingu í grunnskólunum í vor og haust. Unglingahópar víða um borgina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Að sögn varðstjóra mátti greinilega sjá að grunnskólarnir eru komnir í páskaleyfi því töluvert var um hópamyndanir unglinga í hverfum borgarinnar. Söfnuðust hópar víða á opnum leiksvæðum og hlaust ónæði af fyrir íbúa. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fjölda ungmennar fram eftir nóttu og bar nokkuð á ölvun. fer ekki fram aftur „Mér hefur ekki verið sagt upp. Kjörtímabilið rennur út í byrjun júní og hef ég ákveðið að hætta þá. Nú er ég búinn að vera að þessu í átta ár og gengið vel,“ segir Ólafur Ólafsson, fyrrver- andi landlæknir og formaður Landsambands eldri borgara. Annan júní næstkomandi verður kosið í nýja stjórn hjá Landsambandi eldri borgara þar sem Ólafur hefur setið sem for- maður síðast liðin átta ár. Hann hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og er ánægður með þau verk sem hann á að baki fyrir sambandið. Nýverið stóðu yfir deilur milli eldri borgara og Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra vegna framkvæmda- stjóðs aldraðra en Ólafur útilok- ar að deilan tengist því að hann fari ekki fram aftur. Olmert vill funda með aröbum Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert tekur jákvætt í ályktun fundar arabaríkja um hvernig Ís- raelar geti bætt sambandið við nágrannaþjóðir sínar. Þar segir að Ísraelar verði að láta af hendi land sem þeir her- tóku árið 1967 og bæta stöðu Palestínu til að skapa ásættan- legt ástand á Miðausturlöndum. Olmert segir tilbúinn til að hitta fulltrúa hófsamra arabaríkja, eins og það er orðað, á fundi ásamt Mah- moud Abbas, leiðtoga Palestínu og ræða þessar tillögur frekar. Frá þessu var sagt á fréttavef BBC í morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.