Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 28. mars 200712 Fréttir DV Forseti Kína, Hu Jintao, sneri heim til Peking frá Moskvu fyrir helgi með uppáskrifaða pappíra um aukið samstarf við Rússa. Þrátt fyr- ir vilja beggja þjóða til að vinna betur saman ólgar valdabarátta undir niðri. Eftir tvö ár hefur ómannað geimfar merkt rússneska og kín- verska fánanum sig á loft á leið til reikistjörnunnar Mars. Leiðtogar landanna staðfestu samning þess efnis á fundum sínum í síðustu viku. Þetta verkefni er táknrænt fyr- ir aukið samstarf landanna á næstu árum. Er áætlað að viðskipti land- anna verði tífalt meiri árið 2010 en þau voru á valdatíma Boris Jelts- íns í Rússlandi. Forsetar ríkjanna eru einnig samstíga í málefnum Írans og sendu frá sér sameiginlega áskorun til þarlendra stjórnvalda að hlíta samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Telja Kínverja fjandsamlega Á sama tíma og rússneskir stjórnmálamenn ganga frá samn- ingum við kínverska kollega sína hríðversnar álit landa þeirra á Kín- verjum. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun telja þrjátíu prósent Rússa að Kínverjar séu fjandsamleg þjóð. Er þetta mun hærra hlutfall en mældist í samskonar könnun fyr- ir fimm árum síðan. Ólöglegum kínverskum innflytjendum í Síb- eríu er einna helst kennt um þessa niðurstöðu samkvæmt frétt danska blaðsins Weekendavisen. Þeir eru um hundrað þúsund talsins sem er ekki stór hluti af íbúum þessa strjál- býla hluta landins. Bent er á að allt frá innrás Mongóla á þrettándu öld hafi Rússar verið á varðbergi gagn- vart öllu því sem frá nágrönnum þeirra í austri kemur. Menningarátakinu Ár Kína í Rússlandi er ætlað að milda álit íbúa landins á Kínverjum. Verður þeim til dæmis boðið upp á sýn- ingar á vegum óperuhússins í Pek- ing og sýningu um sögu postulíns og silkis sem einskonar innsýn inn í listasögu landsins. Stórkarlalegir Rússar Í sambandi þessara tveggja þjóða á síðustu öld voru Rússar ávallt sterkari aðilinn þó þeir væru það ekki alltaf á pappírunum. Um miðja síðustu öld gekk samband þessara tveggja kommúnískra stór- velda vel en síðan fór að halla und- an fæti og á sjöunda áratugnum andaði köldu þeirra á milli. Sá tími er þeim sem nú sitja á valdastóli í Rússlandi í fersku minni. Undir lok aldarinnar þegar vegsemd ríkjanna þróaðist í sitthvora áttina áttu Rúss- ar samt sem áður erfitt með að líta á sjálfa sig sem lítilmagna Kínverja segir í frétt Weekendavisen. Þannig er staðan í raun og veru ennþá í dag þrátt fyrir mikinn uppgang í Kína þar sem hagvöxtur hefur mælst í tveggja stafa tölum síðustu fjögur ár. Aukin olíuviðskipti Umferð járnbrautalesta hlöðn- um olíu á leið frá Rússlandi yfir til Kína mun stóraukast á næstu árum. Um þetta náðu forsetarnir sam- komulagi um en Kínverjar hafa þörf fyrir alla þá orku sem Rússar geta skaffað þeim. Þar af leiðandi hefðu þeir frekar kosið að Rússar léðu máls á því að reisa olíuleiðslur frá Síberíu og til iðnaðarsvæðanna í norðurhluta Kína. Það verkefni hefur verið rætt síðasta áratuginn en Rússar hafa dregið lappirnar af ótta við að framkvæmdin myndi auka uppgang Kínverja enn meira. Er því talið líklegra að Rússar reyni að auðvelda olíuviðskipti við Japan tortryggni í samstarfi Forsetar Kína og Rússlands ætla að stórauka samvinnu þjóða sinna. Ríkin tvö ætla að standa saman að geimrann- sóknum og búist er við að innan þriggja ára verði viðskipti landanna tífalt meiri en þau voru í stjórnartíð Boris Jeltsíns. Þrátt fyrir þetta telur þriðji hver Rússi að Kínverjar séu fjandsamlegir Rússum. Olíuvinnsla í Síberíu rússar ætla að auka útflutning á olíu til Kína. Vladímír Pútín og Hu Jintao Forsetar rússlands og Kína ætla að auka samvinnu þjóðanna næstu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.