Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir mánudagur 2. apríl 2007 7
Vantar lögreglumenn
Arnar ekki óalgengt að aðeins þriðj-
ungur umsækjenda komist að. Nám-
ið tekur alls sextán mánuði. Fyrstu
fjórir mánuðir námsins fara fram inn-
an veggja skólans en að því loknu tek-
ur við átta mánaða starfsnám annað
hvort hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu eða á Suðurnesjum. Nám-
inu lýkur svo með fjögurra mánaða
bóknámi. Meðalaldur nemenda í lög-
regluskólanum nú eru 26 ár og eru
konur fjórðungur nemenda. Stefnt
hefur verið að því frá árinu 1997 að
fjölga lögreglukonum en þá voru þær
aðeins 4,6 prósent af starfandi lög-
reglumönnum en í dag eru þær ellefu
prósent. „Stefnt hefur verið að því að
fækka ófaglærðum lögreglumönnum
en einkum þurft að ráða ófaglærða í
afleysingar,“ segir Arnar en bætir við
að þeir sem eru ófaglærðir kynnist
starfinu og komi oft í nám vissir um
hvað þeir vilja starfa við.
Nemendur Lögregluskólans Fleiri
nemendur voru tekir inn í skólann um
áramót en til stóð í fyrstu og fá 48 til
viðbótar skólagöngu í haust. umsóknar-
frestur rennur út 11. apríl.
NafN: María BeNder
aLdur: 24 ára
„Mig hefur alltaf langað til að verða
lögregluþjónn, alveg frá því að ég
var lítil stelpa,“ segir María sem var í
ferðmálafræði í Háskóla íslands. Þeg-
ar því námi var lokið ákvað hún að
drífa sig í lögregluskólann til að láta
langþráðan draum rætast. Henni líst
vel á námið í skólanum og segir það
skemmtilegt. Helst heillar hana að
verða rannsóknarlögreglumaður hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar.
Inntökuskilyrðin í Lögregluskólann
segir hún nokkuð strembin þó hún
hafi ekki undirbúið sig mikið fyrir
inntökuprófin. „Þau eru samt erfið,
allavega líkamlega, “ segir María og
bætir við að fyrir líkamlega prófið
þurfi að æfa sig. Sjálf æfði hún fót-
bolta í mörg ár og bjó vel að þeirri
þjálfun. Hún segist alveg vissum að
hún sé búin að finna sína hillu í líf-
inu. „Það er alveg bókað.“
Ætlar í fíkniefnalögregluna
Alltaf langað í lögregluna
NafN: ragNar Már guðMuNdSSoN
aLdur: 24 ára
ragnari líkar námið í lögregluskólan-
um vel. „Mig var búið að langa þetta
lengi, alveg frá því að ég var strá-
klingur svo ég lét bara verða af því,“
segir ragnar. Hann hefur ekki starf-
að áður sem lögreglumaður við af-
leysingar en bíður þess spenntur að
starfsnámið hefjist í maí. Hann segir
að það hafi ekki verið sérstaklega
erfitt að komast í skólann. Hann hafi
bara þurft að standast inntökupróf-
ið og uppfylla inntökuskilyrðin og
þetta hafi allt tekist í fyrstu tilraun.
Mest heillandi við lögreglustarf-
ið finnst honum hversu fjölbreytt,
skemmtilegt og gefandi það sé. „Þú
veist aldrei þegar þú mætir í vinn-
una, í hverju þú munt lenda þann
daginn,“ segir ragnar. Hann fellst á
að hann sé spennufíkill upp að vissu
marki þó hann hafi ekki sótt neitt
sérstaklega í spennu hingað til.
„fólkinu mínu lýst vel á og finnst
líklegt að ég eigi vel heima í þessu
starfi,“ segir ragnar og fullyrðir að
hann sé sjálfur löghlýðinn.
Endurfundir í miðborginni!
Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala,
í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að
einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma
250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði.
Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk-
um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að
koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í
borðhald og yfir 500 manns í standandi boði.
Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og
spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum.
Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa
hana: Ykkar ánægja er okkar markmið.
Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á
www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020
og veislan er í höfn!
Með kveðju,
Hafsteinn Egilsson
Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi?
Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með
öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu
í hjarta borgarinnar.
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A