Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Side 9
Í hundruða þúsunda tali flýja nú
ungir Austur-Evrópubúar heima-
slóðirnar. Þegar Pólland, Tékkland,
Ungverjaland, Slóvakía og Eystra-
saltsríkin fengu inngöngu í Evr-
ópusambandið hófust miklir fólks-
flutningar frá þeim löndum til
Vestur-Evrópu. Helstu áfangastað-
irnir voru Bretland, Írland og Sví-
þjóð, en þau lönd stóðu opin fyrir
innflytjendum.
Að mati Austur-Evrópubúa er
biðin eftir bættum lífskjörum orð-
in of löng og nú þremur árum eftir
inngöngu í Evrópusambandið örlar
enn lítið á lífsgæðum sem talist gætu
sambærileg þeim sem þekkjast í
Vestur-Evrópu. Því leitar fólk í vestur
í leit að hærri tekjum, betri atvinnu-
tækifærum og betra lífi almennt.
Áætlað er að um tvær milljón-
ir Pólverja leiti nú um stundir betri
lífskjara utan heimalandsins. Pólska
þjóðin telur um 38 milljónir. Á Ír-
landi eru tæp 200 þúsund Pólverj-
ar í vinnu. Meira en sextíu þúsund
Lettar og tugir þúsunda Litháa hafa
snúið baki við föðurlandinu og leit-
að betra lífs og atvinnumöguleika
annars staðar. Í þessum tilfellum er
mestmegnis um að ræða fólk undir
þrjátíu og fimm ára aldri og stór hluti
þess hefur lokið háskólaprófi. Þessi
fólksflótti er því gríðarleg blóðtaka
fyrir þau lönd sem um ræðir, því ekki
er talið líklegt að þetta fólk flytji aft-
ur heim, eftir að hafa komið sér fyrir
í nýju landi.
DV Fréttir þriðjudagur 27. mars 2007 13
tortryggni í samstarfi
og Suður-Kóreu frekar en að veðja
meira á Kínverja en þeir hafa nú
þegar gert. Ástæðan er meðal
annars sú að Rússum svíður að
vera orðnir eins konar hráefnasal-
ar á meðan hátækniiðnaður bygg-
ist upp í Kína. Þeir gætu hins vegar
snúið þessari þróun að hluta til við
með því að auka vopnaútflutning
til Kína. Stjórnvöld í Peking hafa
hingað til verið stærsti viðskipta-
vinur rússneskra vopnaframleið-
anda enda nauðug til að kaupa
þau þaðan þar sem evrópsk og
bandarísk framleiðsla hefur ekki
staðið þeim til boða. Rússar hafa
hinsvegar sett vopnasölu til Ind-
lands í forgang og hafa því aðeins
boðið Kínverjum restarnar ef svo
má segja. Þar spilar vafalítið inn
í þessi inngróna efasemd þeirra í
garð nágranna sinna.
Hvað sem því líður þá stigu
forsetar landanna skref í þá átt að
auka viðskiptaleg- og menningar-
leg tengsl þjóðanna í síðustu viku
og verður árangurinn væntan-
lega metinn þegar sameiginlega
geimskulta þeirra lendir á Mars
eftir rúm þrjú ár. kristjan@dv.is
armensk kirkja
endurreist í tyrklandi
1.100 ára gömul armensk kirkja
hefur verið endurbyggð í austur-
hluta Tyrklands af stjórnvöldum
þar í landi.
Eru þetta mikil tíðindi fyrir þær sak-
ir að samskipti þessara landa hafa
verið mjög stirð í langan tíma. Tyrk-
ir lokuðu til að mynda landamær-
um sínum að Armeníu á síðasta
áratug og hafa ekki opnað þau aftur.
Armenar hafa á sama tíma krafist
þess að Tyrkir viðurkenni þjóð-
armorð á einni og hálfri milljón
Armena árið 1915. Margar vestur-
landaþjóðir styðja kröfu þeirra en
Tyrkir vilja ekki viðurkenna verkn-
aðinn og segja mun færri hafa lát-
ist. Endurbyggingin er talin eiga að
bæta samskipti landanna tveggja.
fuglaflensa breiðist út
Samkvæmt fréttum frá Bangladesh
hefur útbreiðsla fuglaflensu aukist
í mið- og norðurhéruðum landsins.
Um er að ræða sextán kjúklinga-
bú í fimm héruðum, en samkvæmt
opinberum yfirlýsingum hefur ekki
orðið vart sýkingar í fólki í þessum
tilfellum.
Flutningar með fiðurfé hafa verið
bannaðir utan tíu ferkílómetra-
svæðis umhverfis umrædd kjúkl-
ingabú.
Áttaviti í farfuglum
Farfuglar og bréfdúfur bera örlitlar
járnflögur í húðinni ofan á gogg-
inum sem snúast eftir segulsviði
jarðar og virka sem áttaviti. Þýskir
fræðimenn birta þessar niðurstöð-
ur sínar í tímaritinu Naturwiss-
enschaften. Þessu ber saman við
rannsóknir Robert Beasons í New
York háskóla, en hann taldi þó að
um væri að ræða segulmagnað efni
inni í höfði fuglanna. Áður var talið
að fuglarnir notuðust aðallega við
sýnileg kennileiti eins og landslag
og stjörnur.
fjögur börn létust í árás
Fjögur börn létu lífið og sex önnur
slösuðust í sjálfsmorðsárás í aust-
ur Afganistan. Árásin átti sér stað
um hundrað kílómetrum austur
af höfuðborginni Kabúl. Að sögn
talsmanns afganska varnarmála-
ráðuneytisins var árásinni beint að
bílalest afganska hersins sem var
á heimleið eftir að hafa aðstoðað
fórnarlömb flóða á svæðinu. Börnin
sem létust voru í grenndinni þegar
árásarmaðurinn sprengdi í loft upp
bíl fullan af sprengiefni.
Peking óperan Listamenn
óperunnar eiga að milda
afstöðu rússa til Kínverja.
Plánetan Mars sameiginlegt
geimfar rússa og Kínverja hefur
ferð sína í átt að mars síðla árs 2009.
Jóhannes Páll páfi annar, einn
vinsælasti páfi tuttugustu aldar-
innar, hefur nú færst nær því að
vera tekinn í dýrlingatölu. Í dag er
þess minnst að tvö ár eru liðin frá
andláti hans og verða Vatikaninu
afhentar skýrslur og vitnisburðir
upp á þúsundir síðna þar sem er
að finna rök fyrir því að Jóhannes
Páll skuli tekinn í helgra manna
tölu, en það er síðasta stig áður
en menn eru teknir í dýrlingatölu.
Svo hægt sé að taka Jóhannes Pál í
dýrlingatölu þarf að vera hægt að
rekja tvö kraftaverk til hans, en í
þessum skýrslum er meðal ann-
ars að finna vitnisburð hinnar 46
ára gömlu Marie Simon - Pierre og
kraftaverk sem hún vill eigna Jó-
hannesi Páli páfa.
Marie Simon - Pierre er frönsk
nunna sem greindist með Park-
inson sjúkdóminn, en Jóhannes
Páll páfi þjáðist einmitt af sama
sjúkdómi. Að hennar sögn hvarf
sjúkdómurinn tveimur mánuðum
eftir andlát páfa, en hún hafði þá
heitið á hann í von um bata, „Rit-
hönd mín varð fullkomlega læsi-
leg... verkirnir í líkama mínum
hurfu og stirðleikinn hvarf... og ég
skynjaði djúpan frið.“ En áður en
Vatikanið getur úrskurðað þetta
sem kraftaverk þarf að fara fram
ítarleg rannsókn, læknaskýrslur
verða skoðaðar og nýjir sérfræð-
ingar fengnir til að skoða mál
frönsku nunnunnar svo hægt sé
að staðfesta að lækningu hennar
megi rekja til kraftaverks. Ef sú er
raunin er hægt að taka Jóhannes
Pál í helgra manna tölu. Ef Vat-
ikanið úrskurðar það kraftaverk
þarf bara eitt til svo Jóhannes Páll
páfi annar verði tekinn í dýrlinga-
tölu.
Þarf tvö kraftaverk til að vera tekinn:
Jóhannes Páll páfi annar
tekinn í helgra manna tölu
Ungu fólki finnast umbætur ganga hægt:
austur-Evrópubúar
flýja heimalandið
Tékkland 2004 ung kona fagnar
inngöngu í Evrópusambandið.