Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 10
mánudagur 2. apríl 200710 Umræða DV Trúlegast er ekkert að marka þau orð að álverinu í Straumsvík verði lokað eins og hótað var áður en Hafnfirðingar kusu að neita fyrirtæk- inu um stækkun. Ef hótunin er ekki aðeins orðin tóm þá mun annað fyrirtæki eða önnur fyrirtækin fegin vilja vera með atvinnustarfsemi í Straumsvík. Þar eru fínar aðstæður, góð höfn og mikið rafmagn. Öll sú aðstaða sem er þar er fer ekki. Hafnfirðingar hafa ekkert að óttast. Kosningarnar í Hafnarfirði eru um margt sérstakar. Þær eru sett- ar fram alltof seint, álverið hafði í góðri trú gert ráð fyrir stækkun og hagað sér samkvæmt því. Talsmenn fyrirtækisins eru að vonum sárir. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði losnar ekki undan þeirri gagnrýni að það hafi verið vegna dugleysis eða kjarkleysis hennar sem málinu var vís- að til bæjarbúa. Hversu mjótt var á mununum bendir til að margir eru sárir eftir að úrslitin voru ljós og eftirmálar verða. Það ganga það margir sárir frá átökunum. Sigurvegurum kosninganna líð- ur vel. Þeir glímdu við alþjóðlegt stórfyrirtæki og höfðu betur. Bæj- arbúar tóku flestir þátt enda um stórt mál að ræða. Mál sem varðar flesta íbúa Hafnarfjarðar og reynd- ar langtum fleiri. Gagnrýnisraddirnar á meiri- hluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði eru eðlilegar og skýrar. Ekki bara að hafa vísað svo stóru og afdrifaríku máli til almennra kosninga, heldur ekki síður að hafa ekki tekið þá ákvörðun fyrr og áður en málið fór svo langt sem raun ber vitni. Stjórnendur álversins höfðu keypt land undir stærri verksmiðju, samið um orkukaup og eflaust gert margt annað í undirbúningi að stækkun þegar ákvörðunin um að vísa málinu til al- mennra kosninga er tekin. Það er ekki ákjósanlegt að vera með stórar verksmiðju í túnfæti byggðar eða jafnvel inn í miðri byggð. Gegn því börðust margir Hafnfirðingar og höfðu betur, aðrir óttuðust um fjár- hagsafkomu bæjarfélagsins og atvinnu hundruði starfsmanna. Meiri- hluti bæjarstjórnar sat hjá, gaf ekki upp afstöðu sína og þess vegna er ekki vitað hver vilji hins mikla meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er. Það er skrýtið. Ljóst er að Samfylkingin hefur sérlega sterka stöðu í Hafnarfirði, væntanlega af vonum. Forystumenn flokksins í Hafnarfirði hafa samt ekki náð að tala um álversmálið af sannfæringu. Eftir stendur að það hafi fyrst og fremst verið af dugleysi eða kjarkleysi sem málinu var vís- að út úr bæjarstjórn og til íbúanna en ekki af sértakri ást á lýðræði, og það á elleftu stundu. Samfylkingin hefur nokkur ár til að sýna hug sinn í verki, það verður væntanlega kosið um fleira í Hafnarfirði á þessu kjörtímabili. Sigurjón M. Egilsson Álverið Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Bæjarstjórnin í Hafnar- firði losnar ekki undan þeirri gagnrýni að það hafi verið vegna dug- leysis eða kjarkleysis hennar sem málinu var vísað til bæjarbúa. Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ÚtgÁfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og ÁByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Við lifum á fólks- en ekki þjóðflutningatímum líkum þeim þegar Evrópa varð heimsálfa. Ekki er lengur hægt að tala um auðugt norður en fátækt suður. Álfan hefur snúist við. Í norðri ríkir sjálfumglöð stöðnun, í suðri er vaxandi hagur og menning. Nú er þar Norður- Evrópa í augum Afríkubúa. Fólksflutningar samtím- ans eru ólíkir þeim sem urðu á tímum einræðisherr- anna. Þeir flæmdu afreksfólk þjóða sinna til Norður og Suður-Ameríku sem auðgaði þá heimshluta. Nú gæt- ir áhrifanna ekki lengur. Fólkið hefur runnið saman við innfædda. Sá samruni er ein ástæða fyrir hnign- un Bandaríkjanna sem eru orðin næstum eins og fyrir komu þess en fá- tækari. Hin tilgangslausu stríð mergsjúga. Amerískir ferðamenn, listamenn og auðmenn sem settu svip á Evrópu sjást þar ekki lengur. Álfan getur tæplega lifað menningarlífi án þeirra. Innflytjendur nútímans eru á allan hátt fátækir og flytja ekki með sér hámenningu og taka ekki heldur við menningu nýju heimkynnanna. Þeir vilja bara vinnu og peninga sem er eðlilegt en dapurlegt fyrir okkar fá- mennu þjóð. Hún getur ekki gleypt þá og gert að sín- um. Þeir gætu gleypt okkur enda frá stærri þjóðum og viljinn þess vegna voldugri. Þeir hvorki skilja né bera virðingu fyrir sérstakri tungu og menningu. Við gerum það varla heldur. Þá sjaldan þess var þörf gátum við ekki varið okkur heldur létum undan en með hunds- haus. Ameríski herinn flæddi yfir landið. Í fáu skiptin sem við mölduðum í móinn vegna dvalar hans hót- aði hann að fara og skilja okkur eftir í eymd. Þá urðum við hrædd og stungum dirfskunni í vasann. Síðan fór hann sjálfkrafa, samt fór enginn á hausinn. Nú leika álverin sama leik ásamt leiðtogunum og þjóðin virð- ist ætla að hræðast og láta undan í kosningum, þótt hún beri enga virðingu fyrir stjórnendum sínum og viti að hún getur staðið undir sér. Hún þarf hvorki her né lögreglu sér til varnar. Þess þurfa álverin. Í skömm skynjar þjóðin hnignun sína, undanlátssemi við aum- ingjaskap í velmegun. Hún veit að hún hefur alið upp með linkind og fölskum skilningi einu hörkutól lands- ins sem vilja ekki missa sérréttindi hvort sem þau eru á sviði eiturlyfja eða auðmagns. Sá vandi verður ekki leystur í álkeri. Einfalt en flókið Kjallari Jón Ásgeir til New York Jón Ásgeir Jóhannesson og unn- usta hans, Ingibjörg Pálmadóttir, hafa fest kaup á íbúð í New York, en þang- að hyggjast þau flytja. Ingibjörg ræddi þessi áform við gesti á hóteli sínu, 101, við Hverfisgötu í Reykjavík. Ekki fylgdi sögunni hvort þau eru að yfirgefa fósturjörðina vegna langdregina málaferla, eða hvort þau ætli sér að leita nýrra við- skiptatækifæra. Jón Ásgeir hefur áður reynt fyrir sér í viðskiptum í Bandaríkjunum, þá í Flórída. Blaðamenn í vanda Blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Jón Mýrdal Harð- arson komust í hann krappann á fimmtudagskvöld. Þeir höfðu ekið Lancer bifreið Jakobs um Nesja- vallaleið, áleiðis til Þingvalla, og festu bílinn í gömlum snjóskafli á veginum. Vegurinn er fáfarinn, einkum að kvöldi í miðri viku. Ekki er vitað hvaða erindi þeir áttu í þjóðgarðinn, en tæpast var það til rannsókna, þar sem þeir vinna hvor hjá sínu fyrirtækinu. Jakob og Jón hafa áður lent í stappi við móður náttúru, en síðasta sum- ar þurfti Jón að draga Jakob upp úr kviksyndi á suðausturhoninu þar eð Jakob náði ekki að hífa sjálfan sig upp. Barátta bloggaranna Sumir bloggarar fara meira í taug- arnar hvor á öðrum en venja er með aðra. Þannig virðist mál- um farið með Steingrím Sævarr Ólafsson og Jónas Kristjáns- son. Litast það kannski af því að Steingrímur gerir mikið úr mikil- vægi bloggsins en Jónas telur það hafa lítið sér til ágætis og deilir jafnan hart á þá sem halda öðru fram, ekki síst fyrrnefnd- an Steingrím Sævarr Ólafs- son. Himnaríki án spekinga ..er nú komið að nýjum kafla í skotum þeirra hvor á annan. Jónas skrifaði á dögunum að framund- an væri góð vist hans í himnaríki með góðum veit- ingahúsum en verst væri að þar væru fáir speking- ar og vísaði þar með til Dante. Steingrímur Sævarr var ekki lengi að nota skotfærin sem þarna lágu fyrir fótum hans og var fljótur að sjá að þarna væri óvenju beitt sjálfsgagnrýni á ferð. SandKorn GuðBerGur BerGssoN rithöfundur skrifar Hún þarf hvorki her né lögreglu sér til varn- ar. Þess þurfa álverin. Í skömm skynjar þjóðin hnignun sína, undan- látssemi við aumingja- skap í velmegun. Það tók tvo tíma að átta sig á mistökunum Æi, afsakið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég ruglast á naflastreng og barni. Ég fann óþokkann! Lækninga- rusl Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.