Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Side 12
mánudagur 2. apríl 200712 Sport DV
Leik HK og Vals á laugardag var beð-
ið með eftirvæntingu af handbolt-
aunnendum. Þarna voru að mætast
tvö efstu lið deildarinnar. Leikurinn
var þó ekki eins spennandi og margir
bjuggust við en heimamenn réðu lög-
um og lofum í Digranesinu og unnu á
endanum sjö marka sigur 29-22.
„Við bara spiluðum frábærlega all-
ar 60 mínúturnar og vorum enn betri
í seinni hálfleik. Við höfum í mörg-
um leikjum slakað of mikið á og ver-
ið lélegir á lokakaflanum en þarna
náðum við að halda sama dampi all-
an leikinn,“ segir Valdimar Þórsson,
leikmaður HK, en hann var frábær
á laugardaginn. Hann skoraði mest
HK-inga eða átta mörk en á eftir hon-
um komu Sergei Petraytis og Tomas
Eitutis sem skoruðu sjö hvor.
HK var með frumkvæðið í fyrri
hálfleik, náði mest þriggja marka for-
skoti og hafði yfir 11-9 þegar gengið
var til búningsherbergja. Liðið kom
grimmt út í seinni hálfleikinn og hélt
áfram að spila virkilega góðan hand-
bolta. Ekki var veikan blett að finna.
Varnarleikur HK var mjög öflugur og
hreyfaleikinn mikill. Þetta skilaði al-
gjörlega sanngjörnum sjö marka sigri
en Valsmenn áttu engin svör.
Framundan er einvígi þessara
tveggja liða um Íslandsmeistaratitil-
inn en með sigrinum jafnaði HK lið
Vals að stigum. Valsmenn eru í örlítið
betri málum að því leyti að þeir hafa
betur í innbyrðis viðureignum gegn
HK og sigri bæði lið alla þá leiki sem
þau eiga eftir standa þeir uppi sem
sigurvegarar.
„Það var aldrei annað í mynd-
inni hjá okkur en að vinna þennan
leik, sama hvort það væri með einu
marki eða fleirum. Valsmenn áttu
bara ekki möguleika. Þeir hefðu bara
getað tryggt sér titilinn með sigri en
núna þurfa þeir að fara í mjög erf-
iða leiki þar sem allt getur gerst. Þeir
hafa örugga viljað jafnmikið og við
vinna þennan leik en við vorum bet-
ur tilbúnir. Þá vorum við á heimavelli
og stemningin í húsinu var svakaleg.
Allt var með okkur og við náðum fram
toppleik,“ sagði Valdimar. „Nú er það
bara að klára þessa þrjá leiki sem við
eigum eftir og athuga hvort að Vals-
menn haldi það út.“
HK á eftir að leika gegn ÍR í Breið-
holtinu, Haukum á heimavelli og svo
gegn Akureyri fyrir norðan í loka-
umferðinni. Valur á hinsvegar eftir
að taka á móti Fram og ÍR og í loka-
umferðinni leikur liðið gegn Hauk-
um á Ásvöllum. Fyrir tímabilið voru
ekki margir sem bjuggust við að HK
myndi berjast um Íslandsmeistaratit-
ilinn en félagið á nú möguleika á því
að hampa sínum fyrsta í sögunni.
„Við erum með mjög breytt lið
frá því í fyrra. Það er mikið af nýjum
mönnum en samt sem áður small
þetta ótrúlega fljótt saman hjá okk-
ur. Við hugsuðum ekkert út í það fyr-
ir tímabilið að við gætum gert atlögu
að Íslandsmeistaratitlinum. Þegar fór
að líða að áramótum var síðan far-
ið að tala um það að við værum ekki
með neitt slakara lið en hin liðin og að
við ættum möguleika á því að vinna
þetta,“ segir Valdimar.
Hann segir að mikið sjálfstraust sé
í Kópavogsliðinu núna. „Það er nátt-
úrulega frábær árangur hjá HK að
hafa náð að tryggja sér annað sæt-
ið en við erum þó ekki saddir. Það
er ekki oft sem maður fær þennan
möguleika,“ segir Valdimar. Eins og
komið hefur fram þá var stemningin
góð í Digranesinu á stórleiknum um
helgina en því miður er ekki hægt að
segja það um marga leiki í vetur.
„Deildin sjálf hefur verið nokkuð
spennandi. Liðin eru mjög jöfn að
getu og því margir jafnir leikir. Það er
alltaf verið að tala um þessa úrslita-
keppni og að reyna að fá áhorfendur
á leikina. Mætingin hefur ekki ver-
ið góð í vetur fyrir utan síðustu leiki.
Ég veit ekki hvort að það myndu fleiri
mæta ef úrslitakeppni yrði tekin upp.
Félögin og HSÍ mega gera betri um-
gjörð í kringum þetta Eins og þessi
leikur gegn Val, það hefði verið hægt
að blása hann enn meira upp,“ segir
Valdimar.
Hann bíður spenntur eftir næsta
leik HK-inga en þá heimsækja þeir
Austurbergið og etja kappi við ÍR. „ÍR-
ingar hafa komið mér mjög á óvart.
Ég var búinn að afskrifa þá en þeir
gáfust ekki sjálfir upp og eru komnir
í möguleika á að halda sér uppi. Ég
held að þeir vinni Stjörnuna þar sem
Stjörnumenn eru bara hættir (viðtalið
var tekið fyrir viðureign Stjörnunnar
og ÍR. Valdimar reyndist sannspár og
ÍR vann). ÍR-ingar mæta alveg brjál-
aðir til leiks gegn okkur. Næsti leik-
ur þeirra á eftir leiknum gegn okk-
ur verður gegn Val. Ef við vinnum ÍR
verður líklega þeirra seinasti mögu-
leiki í leiknum gegn Val.“
Eitt er þó ljóst og það er að mikil
spenna er framundan á lokasprett-
inum og má búast við hörkuleikjum
bæði hjá HK og Val.
elvargeir@dv.is
Tvö efstu lið DHL-deildar karla í handbolta áttust við í Digranesinu á laugardag. HK fór með öruggan sigur af
hólmi á heimavelli gegn Val og eru liðin nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar.
Valsmenn áttu
ekki möguleika
Ráðalausir
Óskar Bjarni og lærisveinar hans áttu
engin svör gegn HK-ingum.
Skrefinu á undan HK-ingar spiluðu betur en Valsmenn á öllum sviðum á laugardag.
Ragnar Hjaltested,
leikmaður HK, gefur hér
hnitmiðaða sendingu.
Karlmannsíþrótt
Baldvin Þorsteinsson
tekur hér hraustlega á
Tomas Eitutis.