Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Qupperneq 15
Oft hefur maður séð eldmóð og
baráttu leikmanna meiri en í Safa-
mýrinni þennan sunnudagseftir-
miðdag. Framarar náðu snemma
frumkvæði í leiknum og höfðu yfir
9-6 um miðjan fyrri hálfleik. Munur-
inn á liðunum var þó ekki nema eitt
til tvö mörk það sem eftir lifði hálf-
leiksins og munaði þar mestu um
góða spretti hægri hornamanns Ak-
ureyrar, Nikolaj Jankovic, sem skor-
aði fimm mörk í hálfleiknum og var
þeirra bestur.
Frískastir í liði Framara voru þeir
Stefán Baldvin Stefánsson og Einar
Ingi Hrafnsson, sem virðist vera að
ná sér á strik eftir erfið meiðsl í upp-
hafi tímabils. Staðan í hálfleik 15-14
fyrir heimamenn.
Í upphafi síðari hálfleiks dró í
sundur með liðunum og Framarar
juku forystu sína í 21-16 eftir um tíu
mínútna leik. Mestu munaði þar um
góðan leik markvarðarins Magnús-
ar Erlendssonar, sem varði á köflum
meistaralega í marki Fram.
Þegar um það bil tíu mínútur lifðu
leiks virtist öll nótt úti fyrir Akureyr-
inga. Framarar með sex marka for-
ystu 25-19 og fátt annað í spilunum
en stórsigur heimamanna. Þá virtust
Akureyringar vakna upp við vondan
draum og Hreiðar Levý landsliðs-
markvörður hrökk í gírinn.
Með stórbættum varnarleik og
góðri markvörslu náðu Akureyring-
ar að vinna sig inn í leikinn og þeg-
ar um það bil tvær mínútur voru eftir
var staðan skyndilega orðin 27-26 og
spenna hlaupin í leikinn. Það var svo
miðjumaðurinn snaggaralegi Sigfús
Páll Sigfússon sem gerði út um von-
ir Akureyringa með góðu skoti utan
af velli fjörutíu sekúndum fyrir leiks-
lok. Akureyringum tókst svo ekki að
nýta næstu sókn sína og tíminn því
orðinn of naumur fyrir gestina til að
rétta sinn hlut.
Niðurstaðan varð því tveggja
marka sigur Framara 29-27 í leik
sem hefði ekki þurft að bjóða upp
á mikla spennu í lokin. Í liði Fram-
ara voru Andri Berg Haraldsson og
Magnús Erlendsson bestir heilt yfir
og drógu vagninn ásamt Hirti Hin-
rikssyni, sem átti góða innkomu.
Það hlýtur þó að teljast áhyggju-
efni fyrir Framara að Sigfús Páll og
Jóhann Gunnar skoruðu aðeins sitt
hvort markið í leiknum og létu lít-
ið að sér kveða í sóknarleik liðsins.
Hreiðar Levý stóð upp úr liði Ak-
ureyrar en einnig áttu þeir Hörð-
ur Fannar Sigþórsson og Jankovic
ágætan leik. „Við kláruðum leikinn
allavega,“ sagði Framarinn Stefán
Baldvin, hress að vanda. „Við eigum
það til að missa hausinn í leikjum,
missum einbeitinguna og förum
ekki eftir því sem Gummi leggur upp
með. Það er samt jákvætt að Magnús
var alveg frábær í seinni hálfleik og
Andri Berg var góður. Vörnin hefur
verið góð í undanförnum leikjum
og hefur skilað okkur sigrum upp á
síðkastið. Eina áhyggjuefnið er að
sóknarleikurinn hefur verið slakur.
Það jákvæða er þó að við vinnum
þrátt fyrir að Jóhann og Sigfús skori
aðeins eitt mark hvor. En þvílíkt Bal-
ic mark hjá honum Siffa,” sagði Stef-
án að lokum og minnti á að króatíski
landsliðsmaðurinn Ivano Balic ætti
afmæli.
Kristinn Guðmundsson
DV Sport mánudagur 2. apríl 2007 15
DHL-DeiLD karLa
Stjarnan - ÍR 25-26 (13-16)
Mörk Stjörnunnar: Björn Óli Guð-
mundsson 7, Volodymir Kysil 6, Arnar
Theodórsson 6, Ívar Már Markússon 2,
David Kekelia 1, Elías Már Halldórsson
1, Guðmundur Guðmundsson 1, Björn
Friðriksson 1.
Varin skot: Roland Valur Eradze 10,
Árni Þorvarðarson 6.
Mörk ÍR: Ólafur Sigurjónsson 10,
Erlendur Stefánsson 5, Jóhann Heiðar
Gunnarsson 3, Björgvin Hólmgeirs-
son 3, Davíð Georgsson 2, Ragnar
Helgason 2, Ólafur Sigurgeirsson 1.
Varin skot: Jacak Kowal 7, Lárus
Ólafsson 6.
HK - Valur 29-22 (11-9)
Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson
8, Sergei Petraytis 7, Tomas Eitutis 7,
Augustas Strazdas 4, Brynjar Freyr
Valsteinsson 1, Sigurgeir Árni Ægisson
1, Ragnar Hjaltested 1.
Varin skot: Egidijus Petkevicius 17.
Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson
9, Ægir Hrafn Jónsson 2, Elvar Friðriks-
son 2, Gunnar Harðarson 2, Davíð
Höskuldsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 2,
Fannar Friðgeirsson 1, Arnór Gunnars-
son 1, Sigurður Eggertsson 1.
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 9,
Pálmar Pétursson 5.
Fylkir - Haukar 26-24 (13-12)
Mörk Fylkis: Arnar Jón Agnarsson
12, Heimir Örn Árnason 5, Vladimir
Ðuric 3, Ingólfur Ragnar Axelsson 2,
Guðlaugur Arnarsson 2, Kristján Geir
Þorsteinsson 1, Ingvar Grétarsson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 19.
Mörk Hauka: Guðmundur Þórir
Pedersen 5, Gísli Jón Þórisson 5, Kári
Kristján Kristjánsson 4, Árni Þór
Sigtryggson 3, Freyr Brynjarsson 2,
Sigurbergur Sveinsson 2, Andri Stefan
Guðrúnarsson 1, Samúel Ívar Árnason
1.
Varin Skot: Magnús Sigurðsson 10,
Björn Ingi Friðsþjófsson 1.
Fram – Akureyri 29-27 (15-14)
Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 9,
Einar Ingi Hrafnsson 7, Hjörtur Hinriks-
son 5, Stefán Baldvin Stefánsson 5,
Þorri B. Gunnarson 1, Sigfús Páll Sigfús-
son 1 og Jóhann Gunnar Einarsson 1.
Varin skot: Magnús Erlendsson 15/1
og Björgvin Páll Gústavsson 3.
Mörk Akureyri: Nikolaj Jankovic 6,
Hörður Fannar Sigþórsson 5, Magnús
Stefánsson 5, Goran Gusic 3, Ásbjörn
Friðriksson 2, Rúnar Sigtryggson 1,
Heiðar Þór Aðalsteinsson 1, Atli Ævar
Ingólfsson 1 og Einar Logi Friðjónsson.
Varin skot: Hreiðar Levý Guðmunds-
son 15/1 og Sveinbjörn Pétursson 3.
Staðan:
Valur 18 13 1 4 510:473 27
HK 18 12 3 3 496:453 27
Fram 18 10 2 6 541:499 22
Stjarnan 18 9 0 9 488:486 18
akureyri 18 7 2 9 481:498 16
Haukar 18 4 4 10 501:525 12
Fylkir 18 5 2 11 497:529 12
ír 18 5 0 13 506:557 10
Næstu leikir:
ÍR-HK 11. apr. 16:00
Haukar-Stjarnan 11. apr. 16:00
Akureyri-Fylkir 11. apr. 16:00
Valur-Fram 12. apr. 20:00
DHL-DeiLD kvenna
Valur-grótta 20-29
HK-Haukar 29-25
íBV-FH 37-17
Stjarnan-akureyri 36-18
Staðan:
Stjarnan 21 18 1 2 660:426 37
grótta 22 14 3 5 556:486 31
Valur 21 13 2 6 555:501 28
Haukar 22 13 1 8 611:559 27
HK 21 10 1 10 577:623 21
Fram 21 9 3 9 495:517 21
íBV 22 8 2 12 539:583 18
FH 21 2 2 17 469:606 6
akureyri 21 1 1 19 416:577 3
Næstu leikir:
Fram-ÍBV 10. apr. 19:00
FH-Stjarnan 10. apr. 19:00
Akureyri-HK 10. apr. 19:00
Haukar-Valur 11. apr. 18:00
Haukar
komnir í kreppu
Andri í færi andri Snær Stefánsson, leikmaður akureyrar, náði ekki að nýta þetta dauðafæri gegn Fram í gær. andri komst ekki á blað og það munaði um minna fyrir akureyri.
Lítið um eLdmóð
Framarar styrktu í gær stöðu sína í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta er liðið
lagði Akureyri í fremur bragðdaufum leik. Leikurinn virtist skipta liðin litlu máli en
Andri Berg Haraldsson skoraði níu mörk í 29-27 sigri Fram.