Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 17
DV Sport mánudagur 2. apríl 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Bordeaux deildaBikarmeistari
Henrique var hetja franska liðsins
Bordeaux sem bar
sigur úr býtum um
helgina í úrslitaleik
franska deildabik-
arsins. Hann skoraði
sigurmarkið gegn
lyon þegar aðeins
mínúta var eftir af
venjulegum
leiktíma en það var
eina mark leiksins.
lyon var talið sigurstranglegra liðið
enda með örugga forystu í deildinni og
á sinn sjötta meistaratitil í röð vísan.
Bordeaux er í þriðja sætinu, 21 stigi á
eftir lyon.
Íslandsmótið Í júdó
um nítíu keppendur tóku þátt í íslands-
meistaramótinu í júdó sem fram fór í
Breiðholti um helgina. Þorvaldur
Blöndal varð tvöfaldur íslandsmeistari í
karlaflokki en hann sigraði bæði í -100
kg flokki og einnig í opnum flokki
karla. í kvennaflokki skiptu gígja
guðbrandsdóttir og anna Soffía
Víkingsdóttir titlunum með sér, anna
sigraði í -70 kg flokki en í opnum flokki
kvenna sigraði gígja.
ólafur með sjö mörk
Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir
Ciudad real um helgina þegar liðið
vann Torrevieja
með sjö marka mun
á útivelli, 32-25, í
spænsku
úrvalsdeildinni.
Ciudad real er í
harðri baráttu við
portland San
antonio um
spænska
meistaratitilinn en
aðeins munar einu stigi á liðunum. í
Þýskalandi voru margir íslenskir
leikmenn sem komust á blað um
helgina. Þar á meðal Einar Örn Jónsson
sem skoraði fimm mörk í 27-21 sigri
minden á botnliði Eintracht Hildesheim.
Snorri Steinn guðjónsson skoraði tvö
mörk í leiknum.
deila ekki vellinum
Bandaríkjamaðurinn george gillett,
annar eiganda liverpool, segir að það
séu engar áætlanir uppi um að deila
nýjum velli með erkifjendunum í
Everton. Borgaryfirvöld í liverpool vilja
að liðin leiki á sameiginlegum velli en
gillett segir það ekki koma til greina.
Byggja á nýjan leikvang fyrir liverpool
sem mun heita Stanley park. „Ég hef
orðið var við það að stuðningsmenn
vilja alls ekki að við deilum velli. Ég vil
því koma á framfæri að við munum alls
ekki deila okkar velli,“ sagði gillett.
vidic frá Í mánuð
Serbneski varnarmaðurinn nemanja
Vidic hjá manchester united mun
ekkert spila næsta
mánuðinn þar sem
hann fór úr axlarlið í
leiknum gegn
Blackburn. Þetta er
mikið áfall fyrir
united þar sem
Vidic hefur verið
einn besti
varnarmaður ensku
úrvalsdeildarinnar í
vetur. Fleiri varnarmenn eru á
meiðslalista united en þar á meðal er
fyrirliðinn gary neville. í fyrstu var óttast
að Vidic yrði frá út tímabilið en svo kom í
ljós að hann hefði ekki brotið neitt bein
heldur farið úr axlarlið. Craig Catchart
hefur verið kallaður upp úr unglingalið-
inu og mun ferðast með united til ítalíu
þar sem liðið mætir roma á miðviku-
dag.
rúnar skoraði
rúnar Kristinsson skoraði eina mark
lokeren þegar liðið gerði 1-1 jafntefli
við Westerlo í belgísku deildinni á
laugardag. Það var strax í byrjun leiks
sem rúnar skoraði en lokeren er í
fallbaráttu í deildinni og er sem stendur
í þriðja neðsta sæti. allt útlit er fyrir að
rúnar muni klæðast búningi Kr á
komandi sumri en hann er á heimleið
eftir tímabilið í Belgíu.
michael Phelps setti nýtt met með sjö gullverðlaunum í Melbourne:
Í hóp fremstu íþróttamanna heims
Bandaríski sundkappinn Michael Phelps
náði sögulegum árangri á heimsmeist-
aramótinu í sundi sem lauk í Melbourne
í Ástralíu í gær. Hann gerði sér lítið fyrir
og vann til sjö gullverðlauna en engum
öðrum hefur tekist að vinna fleiri en það.
Fyrra metið átti hinn ástralski Ian Thorpe
sem vann á sínum tíma sex gullpeninga á
einu heimsmeistaramóti.
Phelps, sem er 21. árs, er klárlega
fremsti sundmaður heims í dag en einn-
ig meðal fremstu afreksmanna íþrótta-
heimsins. Sagt hefur verið að hann geti
gert allt í vatni, nema að ganga á því.
„Hann er í sama flokki íþróttamanna og
Tiger Woods er í golfinu og Michael Jor-
dan var í körfuboltanum. Ég tel ekki langt
þangað til að talað verði um hann sem
besta sundmann í sögunni,“ sagði Mi-
chael Rosenber, sundsérfræðingur, frá
Detroit. Phelps vann sín sjöundu gull-
verðlaun þegar hann sló eigið heimsmet
í 400 metra fjórsundi er hann synti á 4
mínútum og 6,22 sekúndum. Hann bætti
fyrra metið um rúmar tvær sekúndur sem
er ótrúlegt afrek. Hann var óheppinn að
vinna ekki til átta gullverðlauna en í 4x100
metra fjórsundi var bandaríska sveitin
dæmd úr leik vegna rangrar skiptingar.
„Þetta hefur verið mjög erfitt og ég er
algjörlega búinn á líkama og sál. Mér leið
ekki vel í morgun í upphitun en ákvað að
hugsa ekki út í það heldur það sem ég hef
gert á æfingum fyrir mótiðm“ sagði Phelps
sem setti fimm heimsmet á mótinu.
elvargeir@dv.is
ótrúlegur íþróttamaður
phelps vann sjö gullverð-
laun í melbourne og setti
fimm heimsmet.
„Þetta var hörkuleikur af okkar
hálfu og við spiluðum virkilega vel
varnarlega,“ sagði Ágúst Björgvinsson,
þjálfari kvennaliðs Hauka, sem munu
mæta Keflavík í úrslitaeinvíginu um
Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Haukar lentu í oddaleik gegn ÍS og
unnu þar öruggan sigur 81-59 á laug-
ardag. Reyndar kom það mörgum á
óvart að einvígi þessara liða skyldi
hafa farið í oddaleik og segir Ágúst að
það hafi ekkert komið sér á óvart.
„Flestir héldu að við myndum
taka þetta einvígi svona 3-1 eða 3-
0. Ég gerði mér hinsvegar sjálfur al-
veg grein fyrir því að þetta yrðu ekki
léttir leikir. Þessi lið hafa undanfar-
in ár spilað mikið af úrslitaleikjum.
Við fórum í oddaleik gegn þessu liði
í fyrra og duttum út úr bikarnum
gegn þeim,“ sagði Ágúst en það voru
heimavellirnir sem skiluðu sigrum í
þessu undanúrslitaeinvígi. Allir sig-
urleikir Hauka voru að Ásvöllum og
báðir sigrar ÍS komu á heimavelli.
„Ég vissi að þetta yrði aldrei auð-
velt. Þær hafa rosalega góðan mann-
skap og í fyrsta sinn í vetur má segja að
þær hafi náð að stilla upp sínu sterk-
asta liði gegn okkur í vetur. Við viss-
um að þetta væri í raun ekki sama lið
sem við værum að mæta og það mátti
búast við hverju sem er. Það er samt
alveg ljóst að við spiluðum ekki nægi-
lega vel í þessum útileikjum,“ sagði
Ágúst. Í oddaleiknum segir hann sitt
lið þó hafa verið nálægt sínu besta.
„Við spiluðum rosalega vel varn-
arlega og með því koma mörg hraða-
upphlaup. Við erum hinsvegar ekki að
hitta nægilega vel og við eigum inni
þar. Skotanýtingin okkar getur verið
betri,“ sagði Ágúst. Haukastúlkur byrj-
uðu mun betur í leiknum á laugardag
og voru 45-29 yfir í hálfleik. Þær unnu
þriðja leikhluta með tólf stiga mun en
slökuðu síðan aðeins á í fjórða leik-
hluta. Þar skoruðu leikmenn ÍS meira
en það dugði þó ekki til.
Ifeoma Okonkwo var stigahæst í
liði Hauka í leiknum með 30 stig og
Helena Sverrisdóttir kom næst með
sautján auk þess sem hún tók tólf
fráköst. Signý Hermannsdóttir var
best í liði ÍS með sextán stig og þrett-
án fráköst.
Haukastúlkur munu mæta Kefla-
vík í úrslitaeinvíginu. Keflavíkurstúlk-
ur tryggðu sér sigur í undanúrslita-
einvígi gegn Grindavík með því að
vinna fimmtán stiga sigur á útivelli á
föstudag, 76-91. María B. Erlingsdótt-
ir skoraði 22 stig og tók átta fráköst
þar að auki fyrir Keflavík á föstudag
en Bryndís Guðmundsdóttir skoraði
átján stig. Hildur Sigurðardóttir skor-
aði 22 fyrir Grindavík og var stigahæst
í liðinu.
Ágúst reiknar með hörkuleikjum
milli Hauka og Keflavíkur, tveggja
bestu körfuboltaliða landsins í
kvennaflokki. „Leikir milli Hauka og
Keflavíkur í vetur hafa verið hörku-
leikir og mikil skemmtun fyrir áhorf-
endur. Við vitum það að við þurfum
að eiga mjög góðan dag til að ná að
leggja Keflavík,“ sagði Ágúst. Spurður
út í styrkleika Keflavíkurliðsins sagði
hann ekkert eitt standa þar upp úr.
„Keflavíkurliðið hefur mikla breidd
og mikla hefð á bakvið sig. Þær hafa
margar stelpur sem geta gert ýmislegt
og því ekkert eitt sérstakt sem þarf að
stoppa. Ef við náum því þá vinnum
við Keflavík.“ elvargeir@dv.is
EiguM Enn EiTThvAð inni
fyRiR KEfLAvÍKuRLEiKinA
Það varð ljóst á laugardag að Haukar munu mæta Keflavík í úrslitaeinvíginu um Ís-
landsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Haukastúlkur unnu öruggan sigur í oddaleik
gegn ÍS á heimavelli sínum.
sigursæll þjálfari
ágúst Björgvinsson
hefur náð athyglisverð-
um árangri hjá Haukum.
lögðu Ís Haukastúlkur lögðu íS örugglega í oddaleiknum á laugardag.
Undanúrslit
úrslitakeppni kvenna
ÚrSliT lEiKJa í ViðurEign HauKa og íS:
31. mars: Haukar - íS 81-59
29. mars: íS - Haukar 87-77
27. mars: Haukar - íS 78-61
25. mars: íS - Haukar 84-74
22. mars: Haukar - íS 76-61
ÚrSliT lEiKJa í ViðurEign
KEFlaVíKur og grindaVíKur:
30. mars: umFg - Keflavík 76-91
27. mars: Keflavík - umFg 99-91
24. mars: umFg - Keflavík 100-94
22. mars: Keflavík - umFg 87-84