Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 19
DV Sport mánudagur 2. apríl 2007 19
Hermann átti frábæran leik þegar Charlton vann Wigan:
Hermann í úrvalsliði Sky
Íslenski landsliðsmaðurinn Her-
mann Hreiðarsson er í úrvalsliði
helgarinnar hjá Sky sjónvarpsstöð-
inni. Hermann var frábær í vörn
Charlton þegar liðið sigraði Wigan
1-0 á laugardag. Darren Bent skor-
aði eina markið í leiknum úr víta-
spyrnu en hún var dæmd eftir að
brotið var á Hermanni. Þetta var
gríðarlega mikilvægur sigur fyrir lið
Charlton sem er í harðri fallbaráttu
í deildinni. Liðið er í þriðja neðsta
sæti en er einu stigi frá öruggu sæti
í deildinni.
Hermann fékk 8 í einkunn frá
Sky fyrir leik sinn og fékk hæstu ein-
kunn af leikmönnum Charlton. Þar
á eftir komu fimm leikmenn sem
fengu sjö í einkunn. Það voru Scott
Carson, Luke Young, Talal El Kar-
kouri, Souleymane Diawara og Al-
exandre Song.
Í heildina hefur Hermann ekki
átt nægilega gott tímabil fyrir Charl-
ton eins og reyndar flestir leikmenn
liðsins. Hann hefur átt við meiðsli
að stríða að undanförnu og gat t.d.
ekki tekið þátt í landsleik Spán-
ar og Íslands sem fram fór síðasta
miðvikudag. Hann var þó tilbúinn í
slaginn með Charlton á laugardag-
inn og lék manna best á vellinum.
Með Hermanni í vörn úrvalsliðs
helgarinnar voru tveir leikmenn
Liverpool, Daniel Agger og Fabio
Aurelio, sem áttu mjög góðan leik
gegn Arsenal. Þá er þar einnig Ne-
dum Onuoha hjá Manchester City.
Argentínsku félagarnir Javier Mas-
cherano og Carlos Tevez eru einn-
ig í liðinu.
Lið heLgarinnar hjá Sky:
Paddy Kenny (Sheffield Unit-
ed), Nedum Onuoha (Man. City),
Hermann Hreiðarsson (Charlton),
Daniel Agger (Liverpool), Fabio
Aurelio (Liverpool); Cristiano Ron-
aldo (Man.Utd.), Javier Maschera-
no (Liverpool), Paul Scholes (Man.
Utd.), Salamon Kalou (Chelsea);
Peter Crouch (Liverpool), Carlos Te-
vez (West Ham).
elvargeir@dv.is
Herminator
Hermann Hreiðarsson var
Charlton mikilvægur um helgina.
Steve McClaren, landsliðsþjálf-
ari Englands, segir að það hafi aldrei
skotið upp í huga hans að segja upp
störfum þrátt fyrir þá miklu óánægju
sem ríkir með hans störf. Ósátt-
ir stuðningsmenn enska landsliðs-
ins létu öllum illum látum á síðasta
leik liðsins þegar England vann smá-
þjóðina Andorra 3-0 eftir að staðan
var markalaus í hálfleik.
„Þó einhverjir séu ósáttir þá ætla
ég að halda mínu striki og vinna
mína vinnu. Það er nóg af verkefnum
sem ég þarf að takast á við í þessu
starfi og ætla mér ekki að hætta fyrr
en ég hef lokið þeim. Ég hef ekki eitt
andartak hugsað út í það að hætta,“
sagði McClaren. Slök frammistaða
enska landsliðsins í undankeppni
EM hefur orðið til þess að enskir
knattspyrnuáhugamenn hafa verið
óhræddir við að láta óánægju sína
með framlag þessa fyrrum þjálfara
Middlesbrough í ljós.
„Ég neita því ekki að ég tók al-
veg vel eftir látunum í áhorfendum
og að þeir voru ekki sáttir. Þeir létu
vel í sér heyra og jafnvel þegar lætin
voru hvað mest þá datt mér ekki til
hugar að þetta gæti orðið minn síð-
asti leikur með Englandi. Ég trúi ekki
að ég muni lifa það aftur að verða
fyrir svona áreiti en þetta hefur bara
styrkt mig,“ sagði McClaren.
McClaren opinberaði það einn-
ig hvaða sálfræðiaðferð hann notaði
til að koma sínum mönnum í rétta
gírinn. „Þegar ég fékk tækifæri til að
ræða við menn í hálfleik þá sagði ég
við þá að ef allt færi á versta veg þá
myndi ég taka ábyrgðina. Ég sagði
þeim að ég gæti alveg höndlað það
og þeir ættu ekkert að hugsa út í það.
Þannig fékk ég þá til að einbeita sér
að því að ná sigri,“ sagði hann.
Brian Barwick hjá enska knatt-
spyrnusambandinu hefur lýst yfir
stuðningi við McClaren og segir
að enginn í stjórn sambandsins sé
óánægður með störf McClaren. „Það
hefur aldrei verið rætt um neitt ann-
að en að standa við bakið á McClar-
en. Einhver slúðurblöð nafngreindu
menn sem áttu að vara ósáttir við
hann en ég hef rætt við þá og þeirra
hugur var bara að styðja hann. Mark-
mið okkar er að komast í lokakeppni
Evrópumótsins 2008, þar ætlum við
okkur að vera með Steve við stjórn-
völinn,“ sagði Barwick.
Urðu hræddir
Enski varnarmaðurinn Luke
Young segir að nokkrir af leikmönn-
um enska landsliðsins sem voru ekki
að spila gegn Andorra hafi óttast
um öryggi sitt meðan leikurinn stóð
yfir. Sumir stuðningsmenn brugðust
ókvæða við markaleysinu í fyrri hálf-
leik og ákváðu leikmennirnir sem
voru að horfa á leikinn að snúa ekki
til baka í áhorfendastúkuna.
„Það var hópur af áhorfendum
sem hættu að horfa á leikinn og fóru
að hrópa og kalla til þeirra leikmanna
sem voru í stúkunni. Þeir leikmenn
sem voru ekki í leikmannahópnum
ákváðu að snúa ekki aftur í sæti sín í
seinni hálfleik,“ sagði Young. Young,
sem spilar sem hægri bakvörður hjá
Charlton, bætti við: „Þetta var leið-
inlegt fyrir þjálfarann því eftir að-
eins fjórtán mínútna leik þá byrj-
uðu áhorfendur að púa. Ég horfði á
klukkuna á þeim tíma. Steven Gerr-
ard sagði að þetta hefði verið einn
erfiðasti leikur sem hann hefur spil-
að vegna þess hvernig áhorfendur
létu. Svona framkoma hjálpar okk-
ur alls ekki heldur gerir okkur bara
erfiðara fyrir. Hinsvegar mun þetta
aldrei minnka löngun okkar til að
spila fyrir England.“
Young var kallaður inn í leik-
mannahóp Englands vegna meiðsla
Gary Neville og Micah Richards.
„Þetta kall á mig inn í hópinn kom á
erfiðum tíma. Mér var bætt seint við
inn í hópinn og náði síðan ekki einu
sinni á bekkinn. Svona er þetta bara í
fótboltanum en ég vonast eftir því að
fá annað tækifæri fyrr en síðar,“ sagði
Luke Young. elvargeir@dv.is
Þurftu frá að hverfa Varamenn enska landsliðsins voru hraktir á brott í síðasta leik
liðsins gegn andorra vegna áhorfenda enska liðsins sem létu öllum illum látum á
meðan leiknum stóð.
Neitar
að gaNga
frá borði
Enska landsliðið hefur
spilað hreint illa undir
stjórn Steve McClaren.
Breska pressan sem vildi
láta reka Sven Göran
Eriksson og ráða heima-
mann er strax komin með
nóg af McClaren.
Niðurlútur pressan á Steve
mcClaren er gríðarleg um
þessar mundir.