Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 26
Paris Hilton i
fangelsi?
Glamúrgellan Paris Hilton gæti átt
von á 90 daga fangelsisvist eftir brot
á skilorði. Paris hlaut skilorðsbund-
inn dóm eftir að hafa verið tekin við
ölvunarakstur í september í fyrra og
missti í kjölfarið ökuleyfið sitt. Hún lét
það þó ekki stoppa sig frá því að keyra
en það fór ekki betur en svo að lög-
reglan stöðvaði hana. Skömmu síðar
var greyið
stúlkan aftur
stöðvuð fyrir
að keyra um
á ljóslausum
bíl. Réttar-
höld munu
fara fram
17.apríl því
það er jú
stranglega
bannað að
keyra án
ökuleyfis,
jafnvel þó
maður sé
Paris Hilton.
Ricky Gervais hefur sannfært John Travolta um að koma fram í sérstökum
jólaþætti Extras en hafði áður neitað
Kemur fram í jólaþætti Extras
n Kertaljósatónleikar Harðar
Torfa í Borgarleikhúsinu kl
20.00
n Barnabókahöfundar les úr
verkum sínum í Borgarbóka-
safninu Grófarhúsi kl 15.30 í
tilefni alþjóðlega barnabóka-
dagsins.
n Landnám-
sýningin
Reykjavík 871
±2 í Aðalstræti
16 er opin alla
daga frá kl.
10-17
n Yfirlitssýningar á verkum
listamannanna Jóhanns Briem
og Jóns
Engil-
berts í
Lista-
safni
Íslands
Hvað er
að gerast?
Mánudagur 2. apríl
Endurgerð
Mortal Kombat
Fyrirhugað er að endurgera Mortal
Kombat kvikmyndina sem var fyrst
gerð árið 1995. Mortal Kombat er
bardagatölvuleikur sem naut gríð-
arlegra vinsælda á sínum tíma og
er oft talað um að kvikmyndin sem
gerð var fyrir 12 árum sé ein af fáum
tölvuleikjamyndum sem hafi heppn-
ast vel. Midway, fyrirtækið sem þró-
aði tölvuleikinn segir að handritið sé
í vinnslu og þeir lofi stórum nöfnum
í aðalhlutverk myndarinnar en fyrri
myndin skartaði Christopher Lamb-
ert í aðalhlutverki.
Kynlíf í kvikmyndum er vandmeðfar-
ið. Oftast er það klippt burt og látið
lifa sínu eigin sjálfstæða lífi í vand-
ræðalegum ræmum skotnum á digi-
tal í Warsjá. Þegar almennar kvik-
myndir taka á erótík þá endar það í
hálfsadómasókísku rugli, þar sem
ofbeldi er oft í sömu hlutföllum. Eða
að myndirnar eru svo fókuseraðar á
kynlíf að allt annað er gert illa. Verst-
ar eru þó hinar dæmigerðu „eró-
tísku“ myndir, þar sem olíusmurðir
menn blása í saxafón niðri á strönd
og svo detta inn nærmyndir af hnjám
nuddast saman. Þessi mynd er gerð
eftir klassískri sögu D.H. Lawrence
sem á sínum tíma þótti rót-
tæk í siðferði og stjórnmál-
um. Margir hafa reynt að gera
sögunni skil á hvítu tjaldi og
sjónvarpsskjá en þessi út-
koma er langsamlega best.
Hástéttarkonan Lafði Chatt-
erlay lifir fábreyttu lífi með
eiginmanni sínum Clifford.
Hann hefur örkumlast og er
andlega og líkamlega getu-
laus. Samskiptaleysi og ein-
angrun hefur slæm áhrif á
hana. Í tilraun til að veikjast
ekki af leiðindum kynnist
hún Parkin veiðiverði húsbóndans.
Við sjáum hvernig hún uppgötvar líf-
ið á ný og náttúran er henni hugleik-
in. Marina Hands leikur Chatterlay
svo stórkostlega vel og er tilgerðar-
laus með öllu. Maður skynjar tóm-
lætið í fyrstu og seinna hamingjuna.
Sér hvernig hún endurheimtir til-
finningu fyrir heiminum og spenn-
an nær til manns. Hún skynjar nú
allt hið fallega en líka ranglæti þjóð-
félagsskipunarinnar. Þar ber eigin-
maður hennar mikla ábyrgð enda
forríkur atvinnurekandi í námuiðn-
aði,sem vill banna verkamönnum að
fara í verkföll. Stéttskiptingin er henni
hugleikin og maður skynjar tilfinn-
ingahita hennar yfir fegurð jafnt sem
grimmd umhverfisins. Eðlileg feg-
urð birtist án þess að keyra
á klisjum og stíliseringum.
Sparlega er farið með tón-
list og maður þekkir ekki
leikarana sem hjálpar bara
til. Einhverjum kann að
finnast myndin of löng og
það má sennilega til sanns
vegar færa. En hver mínúta
er þess virði. Gæti trúað að
þetta sé myndin sem loks-
ins leyfir D.H. Lawrence að
hvíla í friði áhyggjulausan
yfir meðferð kvikmynda á
sögum hans.
Bíódómur
Lady ChatterLay
Raunsæ og hrífandi ást-
arsaga af bestu sort. Ástin
fær að njóta sín fyrir það
sem hún er og öllum klisj-
um er sleppt.
Aðalhlutverk: Marina Hands, Jean-Louis Coulloc‘h,
Hippolyte Girardot, Hélène Alexandridis og Hélène Filli-
ères. Leikstjóri: Pascale Ferran
Niðurstaða: HHHHH
Fallegt Framhjáhald
Spennandi
Tilfinninghitinn nær
til manns í gegnum
hvíta tjaldið.
Marina Hands
Stendur sig stórkostlega í
myndinni.
Lady Chatterlay
Hrífandi kvikmynd gerð eftir sögu D.H. Lawrence.
Gamanleikarinn Ricky Gervais hef-
ur nú sannfært ofurtöffarann John
Travolta um að koma fram í sérstakri
jólaútgáfu af gamanþættinum Ex-
tras. John Travolta hafði áður sagt
að hann kæmi ekki til með að leika
í þættinum þar sem hann væri mjög
upptekinn þessa dagana við undir-
búning á hlutverki sínu í nýrri Dall-
as mynd. Gervais tókst hinsvegar
að heilla Travolta þegar þeir komu
saman fram í breska spjallþættinum
Fridaynight with Jonathan Ross sem
sýndur var síðastliðinn föstudag.
„Ég myndi líklega gera allt sem
Ricky biður mig um“ var haft eftir
Travolta. Tvíeykið innsiglaði svo end-
anlega samninginn með því að bjóða
áhorfendum upp á danssýningu þar
sem Ricky fór að kostum með Dav-
id Brent dansinum sínum úr Office
þáttunum og að sjálfsögðu tók Tra-
volta gömlu góðu Saturday Night Fe-
ver sporin sín. Travolta er sem kunn-
ugt er mjög heitur á dansgólfinu og
þar að leiðandi mjög eftirsóttur dans-
félagi en nýlega sagði hann frá því að
sjálfur Sir Sean Connery hefði beðið
hann að taka einn dans með sér þar
sem þeir voru staddir í samkvæmi.
Að sjálfsögðu neitaði Travolta ekki
boði um að dansa við sjálfan Bond
og mátti sjá þá félaga í góðri sveiflu
úti á dansgólfinu.
John Travolta Sannfærði Travolta að
taka hlutverkið í beinni útsendingu.
Mun leika í síðasta þættinum af Extras Ricky
Gervais gaf diskóljóninu sjálfu ekkert eftir á dansgólfinu.
FEITASTA
GRÍNMYND
ÁRSINS
Sýnd í Háskólabíói
Rómantísk gamanmynd
sem fær þig til að
grenja úr hlátri.
kvikmyndaupplifun
ársins
StærSta opnun árSinS
„FYNDNASTA SPENNUMYND áRSINS” - GQ
Ný GRíMYND FRá SömU OG
GERðu SHAUN OF THE DEAD.
og þú sem hélst að
þín fjölskylda væri skrítin...
Stærsta grínmyndin í
Bandaríkjunum á þessu áriSýnd í Háskólabíói
Renée Zellweger
/ kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri
DigiTal
Wild HOGs kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
mEET THE ... M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð
300 kl. 8 - 10 B.i. 16
mEET THE rOBinsOns kl. 5:50 Leyfð
sCHOOl fOr sCOu... kl. 8 - 10:10 Leyfð
Wild HOGs kl. 8 - 10:10 Leyfð
HOT fuZZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16
HOT fuZZ VIP kl. 8 - 10:30 rOBinsOn f...M/- ÍSL TAL kl. 3:40 - 5:50 - 8 Leyfð
rOBinsOn f... VIP kl. 3:40 - 5:50
Wild HOGs kl 3:40 - 5:50 - 8 -10:20 b.i 7
rOBinsOn...M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð
mEET THE... M/- ENSKU Tali kl. 8:10 - 10:20 Leyfð
300. kl. 8 - 10:30 B.i.16
Wild HOGs kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i.7
nOrBiT kl. 5:50 Leyfð
Sannsöguleg mynd um
Beatrix Potter
einn ástsælasta barnabókahöfund Breta fyrr og síðar.
Skráðu þig á SAMbio.is
Háskólabíó
300. kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16
musiC & lyriCs kl. 5:50 - 8 - 10:20 Leyfð
smOkin aCEs kl. 10:30 B.i.16
BridGE TO TErEBiTHia kl. 3:40 Leyfð
skOlaÐ Í BurTu M/- Ísl tal. kl. 3:40 Leyfð
lady CHaTTErlEy kl. 5:40 - 9
TEll nO OnE kl. 8
HOrs dE prix kl.10:20
paris, jE T’aimE kl 5:40
mrs pOTTEr kl. 5:40 - 8 - 10:20 Leyfð
rOBinsOn f... ÍSL TAL kl. 7 Leyfð
THE GOOd GErman kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.16
300. kl. 9 B.i.16