Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 27
Meira rokk!
Dóri DNA fór á Músíktilraunir
Ég var búinn að fá mér Nóa Kropp
og ískalt gos, sestur í sætið, grimm-
ur og nú vildi ég bara fá að heyra
rokk. Sigurvegarar Músíktilrauna
frá því í fyrra Foreign Monkeys byrj-
uðu kvöldið af hneggjandi krafti,
allt saman mjög viðeigandi.
Fyrsta hljómsveit kvöldsins var
Soðin Skinka, satanískt, eighties-
skotið glysrokk frá Hvanneyri.
Söngvarinn var með staf og uppröð-
un hljómsveitarinnar minnti helst á
Spinal-Tap. Með Highlander-við-
leitni hóf söngvarinn upp raust,
og svo var gamanið búið. Tónninn
vanþróaður og dauft yfirbragð yfir
lögunum. Hló smá þegar hljóm-
borðsleikarinn dró upp risavaxinn
Zippo-kveikjara.
Næstir á svið voru Hip Razi-
cal frá Sauðarkróki. Bassaleikar-
inn fékk strax eitt rokkprik fyrir að
ganga í treyju merktri Paul Pierce úr
Boston Celtics. Fínt ungmennarokk
sem innihélt fínar söngmelódíur,
sprækan söngvara og röff bassaleik
en bandið var greinilega ekki vant
svona stóru sviði og lögin hefðu
flest mátt vera þéttari.
The Portals voru þriðja band
kvöldsins. Beint úr Foldaskóla með
kraftmikið indírokk, smekklegar
laglínur, en því miður gat söngvar-
inn ekki samsvarað undirleiknum.
Eins og sagt var í skemmtiþættin-
um Gætt‘ að hvað þú gerir frá árinu
1982, þá vantaði bara herslumun-
inn. Besta lagið var það síðasta, We
Are the Portals.
Hljómsveitin The Custom kom
allaleið úr Borgarnesi og hafði
með sér eitt stykki Hammond. Þeir
spiluðu langdregna og half-úrelta
blústónlist. Hammondinn náði að
djassa upp tempóið af og til, en því
miður fylgdu í kjölfarið sóló sem að-
eins eru spiluð í Guantanamo Bay.
Á hárréttum tíma stigu Gor-
don Riots á svið. Tryllt og grjóthart
rokk, eins og miltisbrandssmurður
rýtungur í hljóðhimnurnar. Voru
meira að segja nokkuð satanískir
á köflum. Dúndur-sveit sem mun
eiga sér dúndur framtíð, með flott-
an söngvara og bassaleikara Til-
raunanna í ár.
Loopyloo voru krúttlegir með
Dead-bindi. Tónlistin var of Maus-
leg fyrir minn smekk og líklega
voru piltarnir bara aðeins of ungir
til að rokka fast. Vil þó sjá meira af
bassaleikaranum í framtíðinni, ekki
endilega í tónlist, heldur kannski
sjá hann eftir tíu ár og athuga hvort
hann sé ekki góður á því. Joy Di-
vision-lega lokalagið Drulla var
best. Svo kom hlé og allt datt í
dúnalogn.
Svo var komið að hljómsveit
kvöldsins, að mínu mati. Það var
stuðbandið <3 Svanhvít, sem var
með eina 12 meðlimi innanborðs,
þar á meðal einn sem spilaði á kúst-
skapt. Hresst band, nokkurskon-
ar parodí á Benna Hemm Hemm
krúttíbollurnar. Dúndur skemmti-
leg tónlist, hressir textar. Þessi
hljómsveit á beint erindi í tónlistar
líf landsins, með stórkostlega sviðs-
framkomu þar að auki. Svanhvít ég
elska þig.
Á eftir þeim komu Magnyl úr
Garðabæ. Vafalaust band sem á
framtíðina fyrir sér, en lögin voru
hreinlega ekki nógu spennandi.
Þurfa halda áfram að spá og spek-
úlera og finna sitt rétta sánd. Brak-
andi stökkur trommuleikur og lag
tvö mjög flott. Halda bara áfram að
rokka.
Spooky Jetson voru næstir.
Virkilega vel spilandi strákar sem
kunnu á hljóðfærin sín, en hins-
vegar var frumleikinn á lágmarki.
Eitthvað grúví hipparokk, útsubb-
að af sólóum. Einfaldlega eins og
með flestar af þeim hljómsveitum
sem komast áfram úr sal, þá áttu
Spooky Jetson einfaldlega ekkert
erindi í úrslit keppninnar, þannig er
nú bara það.
Næst steig ekki aðeins hljómsveit
á svið, heldur rigndi handsprengj-
um. Metall-bandið Shogun keyrði
allt upp í rassgat og voru kraftmeiri
en .357 magnum. Grimmir og hrá-
ir, fengu strax 17 þúsund rokkprik
fyrir músíkina en ég bætti við þús-
und, eftir að trommarinn hreinlega
myrti settið. Ótrúlega sannfærandi
gæjar, sigurvegarar kvöldsins, að
mínu mati næstbestir.
Á eftir þeim fylgdu Skyreports
úr Keflavík. Háskóla-pönk-rokk,
svona eins og beint út Kalíforníu.
Það vantaði svo sem ekkert upp á,
en það að sjá íslenskt band spila
svona úþynnt, dæmigert og gervi-
legt kana-drasl er eins og að sjá
Lunda-pysju í hamborgarabrauði.
Þið afsakið. Dúndurkvöld og allar
þær hljómsveitir sem komust upp á
pall, eiga eflaust eftir að láta mikið
að sér kveða á komandi árum.
Úrslit Músíktilrauna 2007
1. sæti – Shogun
2. sæti - Svanhvít
3. sæti – Gordons Riot
<3 Svanhvít lennti í öðru sæti Einn tólf
meðlima sveitarinnar spilaði bara á kústskaft.
Shogun
Sigurvegarar Músíktilrauna 2007.
Eins og handsprengjuregn Nánast ríkti
stríðsástand meðan að Shogun var á sviði.
Gordon Riots Rokkuðu sig alla leið í þriðja sæti.
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
TOPPMTNDIN Í USA!
!óíbí.rk054
Gildir á allar sýningar í
Borgarbíó merktar með rauðu
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á
TMNT kl. 3, 6 og 8 B.I. 7 ÁRA
SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 3, 5.45, 8 og 10.15
THE ILLUSIONIST kl. 3, 5.45, 8 og 10.15
THE HITCHER kl. 10 B.I. 16 ÁRA
VENUS kl. 3, 6 og 8 B.I. 12 ÁRA
THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 10 B.I. 16 ÁRA
TMNT kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA
SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
SCHOOL FOR SC. SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15
THE HITCHER kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
EPIC MOVIE kl. 2, 4, 6 og 8 B.I. 7 ÁRA
THE NUMBER 23 kl. 10 B.I. 16 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 3.20 og 5.40
ANNA OG SKAPSVEIFLURNAR kl. 2 Stuttmynd
TMNT kl. 2, 4, 6 og 8 B.I. 7 ÁRA
HOT FUZZ kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
THE HITCHER kl. 10 B.I. 16 ÁRA
NORBIT kl. 2 og 4
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
TEXAS CHAINSAW
MASSACRE OG THE
AMITYVILLE HORROR
MEÐ SOPHIA BUSH
OG SEAN BEAN
„FRÁBÆR LEIKUR OG
EFTIRMINNILEG MYND!“
- B.S., FRÉTTABLAÐIÐ
STRANGLEGA BÖNNUÐ
INNAN 16 ÁRA
Bardagafimu skjaldbökurnar
eru mættar aftur
í flottustu ævintýrastórmynd
ársins