Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 4
þriðjudagur 10. apríl 20074 Fréttir DV
Meintur barnaníðingur á Kumbaravogi:
Lögreglurannsókn hafin
Skýrslutaka af karlmanni fór fram
í síðustu viku. Hann hefur lagt fram
kæru á hendur meintum barnan-
íðingi á barnaheimilinu að Kumb-
aravogi. Eins og DV greindi frá var
kæran lögð fram hjá Lögreglunni í
Reykjavík hinn 16. mars. Þaðan var
henni vísað til lögreglunnar á Sel-
fossi, þar sem verknaðurinn hafði
átt sér stað í því umdæmi, það er á
Kumbaravogi.
Kærandi mætti til skýrslutöku
á Selfossi í síðustu viku, en í kæru
sinni krefst hann þess að fram fari
ítarleg rannsókn á framferði meints
barnaníðings. Í samtali við DV sagð-
ist kærandinn ánægður með hversu
vel er á málinu tekið af hálfu lögregl-
unnar.
“Það er greinilegt að lögreglan er
með rétta forgangsröðun og veltir
ekki fyrir sér hvort málið sé hugsan-
lega fyrnt, verknaðurinn er hinn sami
og mun verða rannsakaður til hlítar,”
segir kærandinn. ”Skýrslutakan var
mjög ítarleg og nákvæm og farið var
ofan í saumana á öllu.”
Í ljósi þeirrar ábyrgðar sem
Kristján Friðbergsson, sem var for-
stöðumaður á Kumbaravogi, bar á
börnunum sem komið var fyrir þar
má telja líklegt að hann, ásamt hin-
um kærða, verði fljótlega boðaður
til yfirheyrslu. Heimildir DV herma
að hinum kærða hafi verið vikið frá
störfum sínum við „Opið hús” í Ás-
kirkju eftir að DV birti frétt þess efn-
is að kæra á hendur honum hefði
verið lögð fram. Hann hefur einnig
starfað í skemmtinefnd Blindrafé-
lags Íslands.
Á þreföldum
hámarkshraða
Liðlega þrítugur ökumaður
reyndi að flýja undan lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu eftir
að hann var mældur á 163 kíló-
metra hraða á Reykjanesbraut-
inni til móts við verslun IKEA.
Vegna vegaframkvæmda á staðn-
um er leyfilegur hámarkshraði
fimmtíu kílómetrar. Lögreglu-
bílar veittu ökumanninum eft-
irför og náðu að stöðva för hans
skömmu síðar. Viðkomandi var
færður á lögreglustöð og sviptur
ökuleyfi samstundis.
Ölvun á Akranesi
Allnokkur ólæti og ölvun settu
mark sitt á dansleik í íþróttahúsi
á Akranesi sem hófst á miðnætti
eftir að páskadagur var liðinn.
Að dansleiknum stóð björg-
unarsveit og fyrir dansi lék
hljómsveitin Á móti sól. Björgun-
arsveitarballið fór þó ekki mjög
friðsamlega fram. Lögreglan á
Akranesi þurfti að hafa þónokk-
ur afskipti af veislugestum vegna
óláta og ölvunar. Að endingu
þurfti þó enginn að gista fanga-
geymslur yfir nóttina.
Risabor
dældaði skip
Tæplega fimmtíu tonna
risabor hrundi ofan á þilfar á
skipi í Sundahöfn um helgina.
Verið var að hífa borinn frá
borði þegar stroffan slitnaði
með þeim afleiðingum að
borinn féll niður með miklum
þunga. Mildi þykir að borinn
hafi ekki farið í gegnum þilfar
skipsins en þilfarið dældaðist
þónokkuð við höggið.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Skemmdu
póstkassa
Tvö ungmenni fóru um
á Akranesi og skemmdu
póstkassa í fjölbýlishúsum
í gærmorgun. Náðu þau að
skemma töluvert af kössum
áður en lögreglan á Akranesi
stóð þau að verki. Gátu þau
ekki gefið neinar haldbærar
skýringar á skemmdarverk-
unum.
Erill á Akureyri
Lögreglan á Akureyri hafði í
nógu að snúast aðfararnótt ann-
ars í páskum. Fjölmenni sótti
miðbæinn og töluvert var um
ölvun. Nokkuð var um pústra
milli manna og hafði lögregl-
an nóg að gera alla nóttina. Að
sögn varðstjóra var gestafjöldinn
í bænum vel yfir meðallagi um
venjulega helgi.
Kumbaravogur Karlmaður hefur verið
kærður fyrir að hafa misnotað kynferðis-
lega barn sem var á Kumbaravogi.
„Sólheimajökull hefur hopað um
hálfan kílómetra síðan 1995,“ seg-
ir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur
sem ásamt Jöklarannsóknafélagi Ís-
lands hefur rannsakað breytingar á
íslenskum jöklum.
Sólheimajökull er í dag um átta
kílómetra langur angi úr Mýrdals-
jökli og þar undir lúmir Katla sem
ekki hefur gosið síðan 1918. Þar sem
engin gos hafa átt sér stað á mæl-
ingatímabilinu eru allar upplýsing-
ar Jöklarannsóknafélagsins traustar.
Jöklamælingar hófust árið 1930 og
hafa haldist síðan, með undantekn-
ingum þó, til dagsins í dag.
Mælingar fara þannig fram að
stöng eða varða er sett við jaðar jök-
uls. Eftir það er fylgst með jöklinum
og eru árlegar breytingar mældar í
metrum.
Enginn lúterskur séð landið
Sumarhiti hefur mest áhrif á
jöklabreytingar og flestir jöklar hér
á landi bráðna einungis á sumrin.
Sólheimajökull getur þó bráðnað
árið um kring þar sem tunga jök-
ulsins er aðeins um 100 metrum yfir
sjávarmáli og undirlag jökulsins fer
undir sjávarmál þar sem hann er
lægstur. „Sólheimajökull styttist um
einn kílómetra frá 1930 til 1970, síð-
an gekk hann fram um hálfan kíló-
metra frá 1970 til 1995 og hefur aft-
ur styst um hálfan kílómeter síðan
1995,“ segir Oddur og bendir á að
þessi þróun sé almenn fyrir jökla á
Íslandi, þó í mismiklum mæli.
Frá 1995 hefur verið hitaskeið á
Íslandi og hafa jöklar rýrnað mjög
hratt og jafnvel hraðar en nokkru
sinni áður. „Sólheimajökull hefur
ekki verið svona lítill síðan um siða-
skiptin,“ segir Oddur og leiðir líkum
að því að enginn lútherskur mað-
ur hafi séð landið sem er að birtast
undan jöklinum. Dæmi um hraða
breytinganna er birting fjallsins
Hvítmaga, sem ætíð hefur staðið í
skugganum af Sólheimajökli séð frá
bílastæði sunnan við jökulinn þar
sem flestir ferðamenn stoppa. Fjall-
ið sást fyrst að litlu leyti árið 2000,
en í dag sést fjallið greinilega og er
það skýr merki um breytingarnar.
Misjafnt skrið jökla
Oddur bendir á að sumir jöklar
skríði á gríðarlegum hraða. „Brú-
arjökull á það til að hlaupa fram
um átta til tíu kílómetra á um sex-
tíu ára fresti,“ segir Oddur og líkir
því við að ef ímyndaður jökull hefði
rætur sínar við Elliðaárnar myndi
hann skríða vestur á Gróttu á tveim-
ur mánuðum og ná að sökkva Hall-
grímskirkju í leiðinni. Þar sem Brú-
arjökull er við norðaustanverðan
Vatnajökul er erfitt að gera sér grein
fyrir breytingum auk þess sem fáir
eigi þar leið um. „Slíkar hamfar-
ir eiga sér stað þegar á topp jökuls
safnast sífellt meiri ís á meðan neðri
hlutinn bráðnar allt þar til að jökull
er orðinn svo brattur að hann getur
ekki lengur borið eigin þunga,“ segir
Oddur og segir upplifunina af slíku
skriði vera engu líkt.
Jöklar minnka verulega
„Allar líkur eru á að það hitaskeið
sem við lifum núna muni halda
áfram til lengri tíma,“ segir Oddur
og bendir á gróðurhúsaáhrifin sem
helstu orsök. Almennt telja vísinda-
menn að meðalhiti muni aukast um
eina til tvær gráður á Íslandi næstu
öldina og sumar spár gera ráð fyrir
allt að fimm gráðu hækkun án tillits
til náttúrulegra breytinga. „Slíkar
hitabreytingar munu gerbreyta Ís-
landi þar sem jöklar munu minnka
um tugi prósenta og gróður færast
ofar í hlíðar svo eitthvað sé nefnt,“
segir Oddur og leggur áherslu á að
hækkun meðalhita upp á eina gráðu
sé gríðarlegt stökk því auðveldlega
megi sjá breytingar á jökli við hækk-
un upp á 0,01 gráðu.
blaðamaður skrifar: skorri@dv.is
SKorri GíSlaSon
1997 Sólheimajökull árið 1997 Neðsti hluti jökulsins við upphaf núverandi hitaskeiðs
Hitaskeið hefur staðið yfir á Íslandi frá árinu 1995. Jöklar eru mjög næmir fyrir lofts-
lagsbreytingum og hopa jafnt og þétt. Þetta hefur leitt til þess að nýtt land birtist í
fyrsta sinn síðan um Siðaskiptin.
jÖklAr hopA hrAtt
2003 Sólheimajökull árið 2003 Sami hluti jökulsins sex árum síðar. Fjallið Hvítmagi sem hafði verið í hvarfi sést nú auðveldlega.
Lögreglan
í byssueftirliti
„Við höfum verið að skoða
byssuskápa hjá fólki undanfarið.
Byssueign á Íslandi er mjög mikil.
Þetta eru því býsna margir sem
við þurfum að heimsækja,“ segir
Jóhannes Sigfússon, varðstjóri
lögreglunnar á Akureyri.
Öll lögregluembætti landsins
hafa fengið tilmæli um að heim-
sækja alla íbúa hér á landi sem
eiga fjórar byssur eða meira. Sam-
kvæmt lögum er byssueigendum
skylt að útbúa sérstaka byssu-
skápa ef þeir eru með fleiri en fjór-
ar byssur skráðar. Jóhannes segir
að þegar eftirlitinu verði lokið
verði skoðað hvernig eftirfylgnin
verður. „Hlutverk lögreglustjóra
er að fylgja þessu eftir en því hefur
ekki verið sinnt fyrr en núna. Ég
veit ekki betur en að heilt stöðu-
gildi hafi verið sett í þetta verkefni
í Reykjavík.“