Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Qupperneq 19
hvað fór úrskeiðis í fjórða og síðasta leikhlutanum. „Við vorum búnir að vera duglegir að vinna okkur aftur inní leikinn, vorum að rótera vel og menn voru að fá sýna hvíld. Það er erfitt að útskýra hvað gerist, þetta verður bara algjört hrun.“ Baldur Ólafsson risinn magnaði kom sterkur inn og ekki að sjá að hann hafi einungis sinnt lögreglu- störfum og engum körfubolta að undanförnu. „Við kölluðum hann inní þetta, hann svaraði kallinu og var alveg til í að hjálpa okkur á lokasprettinum. Okkur veitir ekkert af því að eiga við þessa stóru og sterku stráka í Njarð- víkur liðinu. Hann byrjaði vel.“ Benedikt vildi ekki viðurkenna að KR væri komið með bakið upp við vegg þrátt fyrir tapið. „Ekki alveg strax, við ætlum okk- ur sigur ekki spurning við ætlum að jafna þetta. Við erum búnir að lenda undir í öllum þessum seríum og við erum hvergi nærri hættir. Þetta er rétt að byrja.“ Einar Árni Jóhannson þjálfari Njarðvíkur var sáttur í leikslok en viðurkenndi að leikurinn hefði verið hálf furðulegur. „Mér fannst við spila virkilega góðan fyrri hálfleik og það var ekki sjón að sjá okkur í þriðja leikhluta. Í raun allt sem við höfðum verið að gera vel í fyrri hálfleik settum við til hliðar og KRingar refsuðu okk- ur grimmilega. Þeir mættu sterk- ir til síðari hálfleiks og vöktu okkur hressilega. Menn geta leyft sér að tala enda- laust um að við séum eithvað betri. Auðvitað teljum við okkur vera það en við þurfum að spila á fullu all- an tíma. Þetta KR lið er það öflugt að það refsar okkur ef við mætum ekki klárir í slaginn. Það er hægt að hafa yndislegt sumar eftir að maður er búinn að vinna titil og við erum búnir að leggja mikið á okkur og ætl- um að taka þessi tvö skref sem þarf til að landa titlinum. En það er lang- ur vegur eftir og við verðum að vera tilbúnir og klárir í DHL höllinni á fimmtudag. Þar þurfum við að spila 40 góðar mínútur ekki bara 30 eins og í kvöld.“ Njarðvík - KR 99-78 Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 24, Brent- on Birmingham 21, Igor Beljanski 20, Friðrik Stefánsson 13, Egill Jón- asson 8, Guðmundur Jónsson 5, Jó- hann Árni Ólafsson 5, Ragnar Ragn- arsson 3. Stig KR: Tyson Patterson 20, Brynj- ar Björnsson 18, Jeremiah Sola 10, Steinar Kaldal 8, Darri Hilmarsson 7, Fannar Ólafsson 6, Baldur Ólafsson 6, Skarphéðinn Ingason 3. benni@dv.is DV Sport þriðjudagur 10. apríl 2007 19 ÍÞRÓTTAMOLAR Ísland á botninum íslenska handboltalandsliðið hlaut eitt stig á Bercy-æfingamótinu sem fram fór í parís um páskana. liðið rak lestina á mótinu ásamt Túnisum sem einnig hlutu eitt stig. þessi tvö lið gerðu 30-30 jafntefli í lokaumferð mótsins á páskadag en Túnis skoraði jöfnunar- markið á lokasekúndnum. róbert gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu í leiknum en hann skoraði níu mörk. Heimamenn í franska landsliðinu unnu mótið en þeir unnu alla leiki sína á mótinu, þar á meðal við pólverja 26-20 í úrslitaleiknum. áhugi á að vera áfram Áhangendur West Ham eru farnir að safna undirskriftum í þeirri von að argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez verði áfram í herbúðum liðsins eftir tímabilið. Tevez er í miklu uppáhaldi hjá stuðnings- mönnum liðsins og hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram á upton park vegna þeirra. „Ég finn fyrir miklum stuðningi frá fólki og hann er ómetanlegur. þetta félag á frábæra stuðningsmenn,” sagði Tevez sem er í raun í eigu einstaklinga og er í láni hjá West Ham. Öll stærstu liðin á Englandi eru sögð vilja fá Tevez auk spænska liðsins real Madrid og ítalíumeistara inter. alonso Í skýjunum „Okkur tókst það. Frábærlega gert. þið áttu þetta skilið, þakka ykkur kærlega,” sagði Fernando alonso í talstöð sína þegar hann keyrði fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu á páskadag. þetta var hans fyrsti sigur sem ökumaður hjá Mclaren en liðsfélagi hans, lewis Hamilton, hafnaði í öðru sæti. þetta var fyrsti sigur Mclaren í Formúlu 1 frá því í Brasilíu- kappakstrinum seint á árinu 2005. „Við höfum lagt mikla vinnu í þetta en ég bjóst aldrei við því að við næðum svona árangri svona fljótt,” sagði alonso sem er í skýjunum með nýja lið sitt. hamilton ætlar að vinna lewis Hamilton, nýliði Mclaren í Formúlu 1, segist vera viss um að hann muni ná að vinna sinn fyrsta mótsigur á sínu fyrsta keppnis- tímabili. Hamilton er 22 ára breskur ökuþór og er hann fyrsti blökkumað- urinn sem keppir í Formúlu 1 kappakstrinum. „það eru enn sextán mót eftir af tímabilinu og því nóg til stefnu. Ég er í þessu til að reyna að vinna keppnir en það skiptir ekki öllu máli hvenær sigurinn kemur, ef hann kemur á þessu tímabili þá verð ég ánægður,“ sagði Hamilton. king snýr aftur ledley King mun snúa aftur í leikmanna- hóp Tottenham sem mætir Sevilla í Evrópukeppni félagsliða í vikunni. þessi enski landsliðsmaður hefur ekkert spilað síðan um jólin vegna meiðsla. Chris Hughton, aðstoðarknatt- spyrnustjóri Tottenham, trúir því að endurkoma King muni auka líkurnar á að Tottenham nái að komast áfram þrátt fyrir tap í fyrri leiknum. „Við höfum saknað ledley og gott að fá hann aftur. Ég veit að hann gleðst yfir því að snúa aftur og er ákveðinn í að sýna hvað hann getur gert. þeir sem hafa fyllt hans skarð hafa staðið sig vel en ledley er fyrirliðinn okkar og allir bera mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Hughton. Buffon íhugar að yfirgefa Juventus Mun Juventus missa markvörð sinn í sumar? Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon gæti verið á förum frá liði Juventus. Buffon er af mörgum tal- inn einn besti markvörður heims en hann stóð milli stangana hjá ítalska landsliðinu sem hampaði heims- meistaratitlinum á síðasta ári. Hann hugsar sér nú til hreyfings og ekki talið ólíklegt að hann hafi vistaskipti í sumar. „Ég hef enn ekki tekið neina ákvörðun um mína framtíð. Ég neita því ekki að ég sakna þess að spila í Meistaradeildinni,” sagði Buffon við ítalska fjölmiðla. Eins og flest- ir vita var lið Juventus dæmt nið- ur í B-deildina á Ítalíu í kjölfar hins svokallaða Ítalíuskandals. Liðið er á hraðri leið aftur upp í A-deildina en samt sem áður er Buffon að hugsa sinn gang. Áður en dómur var kveðinn upp hafði Buffon gefið í skyn að hann væri opinn fyrir því að skipta um lið. Þegar Juventus var hinsvegar dæmt niður var hann einn þeirra leik- manna sem ákvað að vera áfram hjá liðinu og hjálpa því að komast beint aftur upp í efstu deild. „Juventus er mikilvægasta liðið á Ítalíu og ég hafði það ekki í mér að skilja við það í þessum málum,” sagði Buffon. „Í síðustu viku var ég að horfa á Meistaradeildina og fannst erfitt að geta ekki tekið þátt. Ég finn fyrir löngun að keppa aftur í deild þeirra bestu. Það gæti haft áhrif á ákvörðun mína um hvort ég færi mig um set.” Buffon vill ekkert segja um hugs- anlega áfangastaði ef hann fer frá Juventus. Hann hefur verið orðað- ur við Mílanó liðin Inter og AC Mil- an og einnig við spænska stórlið- ið Real Madrid. Auk þess hafa lið í ensku úrvalsdeildinni horft til hans. Buffon verður þrítugur á næsta ári en hann hefur í mörg ár verið tal- inn meðal bestu markvarða heims. Hann kom í gegnum unglingastarf Parma en var keyptur til Juventus árið 2001 fyrir 32 milljónir punda sem var hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. á förum? Buffon hugsar sér til hreyfings. LAnguR veguR efTiR „Við komum einbeittir til leiks, það hefur verið sagt að KR séu hungraðri en við en það er ekki satt. Við erum enn hungraðir í titil, við viljum vinna alveg eins og þeir.“ Að- spurður um hvernig Njarðvík hefði lokað á KR sagði Brenton að Njarð- vík hefði einfaldlega farið að spila vörn. „Þegar lið er 10 eða 11 stigum yfir er það sálrænt að verja forustuna í staðinn fyrir að halda bara áfram að spila sinn leik. Við urðum svolít- ið tens og þeir nýttu sér það í þriðja leikhluta en við snérum dæminu við í þeim fjórða. Þeir skora aðeins sex stig í fjórða leikhluta þannig ég myndi segja að vörnin hafi unnið þenna leik.“ „Við verðum að halda áfram að spila góða vörn. Þeir munu koma brjálaðir til leiks og berjast og við verðum að mæta þeim í baráttunni. Þetta verður mikil barátta á fimmtu- dag og eins og ég sagði áðan þá erum við enn hungraðir og við mun- um sína það,“ sagði hinn geðþekki Brenton Birmingham að lokum. Þetta er rétt að byrja Benedikt Guðmundsson þjálf- ari KR var brúnaþungur eftir leik- inn og átti erfitt með að útskýra stigahæstur kr-inga Tyson patterson var stigahæstur í liði Kr í gær með tuttugu stig. Njarðvík og KR mættust í fyrsta sinn í úrslitaein- víginu um Íslandsmeist- aratitilinn í körfubolta. Njarðvík hafði betur í kaflaskiptum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.