Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 74

Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 74
74 tíska Helgin 3.-5. desember 2010 Mánudagur Skór: No land Buxur: Weekday Peysa: Zara í Malmö Þriðjudagur Skyrta: Deres Buxur: Levi’s Skór: Adidas í útlöndum Miðvikudagur Peysa: 17 Buxur: Diesel-búðin í Kaupmannahöfn Skór: No land Tískan er allt um kring Gísli Björnsson er nítján ára nemi sem stundar námið af kappi og steikir hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Hann hefur mikinn áhuga á tónlist, ræktinni, útivist og eyðir líka frítímanum í góðra vina hópi. „Stíllinn minn er ekki flókinn og ég veit hvað hentar mér best. Geng nærri alltaf í galla- buxum og er mjög mikið í þykkum og þægilegum peysum. Svo þegar ég fer eitthvað fínt og klæði mig upp á, fer ég yfirleitt í skyrtu, frakka og gallabuxur,“ segir Gísli sem er mjög meðvitaður um þau föt sem hann klæðist og veit alveg hvað á best við. „Ég fer mikið til útlanda og kaupi þá mest fötin mín þar. Þar er miklu meira og betra úrval. Fer til dæmis mikið í ódýrar og beisik búðir eins og Zöru og H&M. En svo fer ég alveg út í dýru merkin eins og Hugo Boss þegar ég ætla að finna mér eitthvað fínt. Mjög flottur klæðnaður þar.“ Það veldur alltaf pínulítilli umhugsun þegar að því kemur að finna hvaðan tískuinnblásturinn kemur. „Tískan er náttúrlega alls staðar í kringum mann og ég held að maður taki hana ómeðvitað inn. Ég reyni auðvitað að klæða mig í þau föt sem henta mér best, en það fylgir alltaf keimur af tískunni.“ 5 dagar dress Föstudagur Frakki: Selected Buxur. Levi’s (kvenmanns) Skór: DinSko í Malmö Skyrta: Hugo Boss Fimmtudagur Buxur: Weekday Bolur: H&M Jakki: H&M Skór: Kultur menn tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Hugtakið sem afsakar útlit okkar Nú fer þetta leiðinlega tímabil að detta í gang. Tímabilið sem við eiginlega óskum að gangi yfir sem fyrst. Prófatíminn. Við dustum rykið af bók- unum og áttum okkur á því að fyrst núna tökum við þær úr plastinu. Best að byrja á því að frum- lesa efnið. Ekki seinna vænna. Á þessu tímabili aðskiljum við okkur einnig frá umheiminum. Höldum okkur innandyra og reyn- um að komast hjá því að heyra um allt það félagslíf sem er í gangi. Beygjum kannski aðeins reglurnar seinna meir og verðlaunum okkur fyrir dugnað dagsins. Lítum upp úr bókunum og hittum vinina. Seinna nögum við okkur í handarbökin yfir þeirri heimsku og fávisku að hafa ekki þann metnað sem ætlast er til af okkur fyrir þessi próf. Prófljótan er fyrirbæri sem margir tala um á þess- um tíma. Hugtak sem afsakar útlit manneskjunn- ar og lætur henni líða betur með sjálfa sig. Enginn tími né ástæða til að hafa sig til. Frá morgni til kvölds er legið yfir efni sem lagt er fyrir til prófs og joggingbuxur, stóra hettupeysan og ullasokk- arnir það eina sem nothæft er. Snyrtidótið, sem ekki er tekið upp heilu dagana, er grafið einhvers staðar niður. Það eina sem heldur okkur gangandi í gegnum þennan tíma er tilhugsunin um að klára prófin. Getum ekki beðið. Sigurgleðin og tilfinningin eins og öllu fargi sé af manni létt. Verðlaunum okkur svo með fata- og skókaupum og fullvissum okkur um að við höfum náð öllum prófunum. Enginn tími betri til að fagna og gleðjast með vin- unum; endurheimta fyrra líf. 2 dálk r = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11:00-16:00 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið mikið úrval af nýjum vörum opið laugardaga til jóla 11-16 Fjölvítamín sem hjálpar hárinu Bæði kynin eru oft í hreinustu vandræðum með hárið á sér. Þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um það og taka inn þau vítamín sem hjálpa hárinu að haldast sem heil- brigðast. Brennisteinn er mikilvægur fyrir hárið jafnt sem lestín, inósítól og kólín sem eru mikilvæg efni fyrir eðlilegan hárvöxt. Skortur á þessum efnum getur leitt til hárloss og óeðlilegrar þynningar. Í Heilsu- húsinu fæst svokallaður Hárkúr sem er fjölvítamín-blanda, sérstaklega samsett fyrir hárið og inniheldur öll mikilvægustu efnin fyrir það. Hann eykur hárvöxt, þykkir hárið og gefur því líf. 60 hylkja hárkúr er á 850 krónur í Heilsuhúsinu Sérhönnuð fyrir viðskiptavininn Í gær, fimmtudaginn 2. desem- ber, gaf tískufyrirtækið Prada út sérhönnuð sólgleraugu sem hvergi fyrirfinnast annars staðar í heim- inum. Nýja sólgleraugnalínan heitir Prada private og fæst í svörtu, hvítu og gráu. Það einstaka við gler- augun er að hægt er að taka þau í sundur á hliðunum og breyta eða bæta inn stöfum, tölum eða táknum. Þá er hægt að hafa nafnið sitt, eða annað sem einkennir eigandann, á hlið gleraugnanna og gera þau að sínum eigin. Náttúrulegur litur Húðlitur okkar Íslendinga er með fölum blæ og þá sérstaklega á veturna. Sólin nær ekki til okkar á þeim tíma og oftar en ekki sættum við okkur ekki við þá staðreynd að engan lit munum við fá frá henni. Brúnkukremið frá Clinique hefur skipað stóran sess meðal íslenskra kvenna síðustu ár. Kremið gefur húðinni góðan og jafnan lit sem þykir mjög náttúru- legur, auk þess sem lítil lykt er af kreminu. Það fæst í helstu snyrtivöruverslunum landsins.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.