Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 13

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 69 4. UPPLÝSINGAKERFI RÖNTGENGREININGA 4.1. Þegar eftir 1950 var orðið ljóst, að þróun röntgentækjaframleiðslu með aukinni notkun rafeindatækni í byggingu myndkerfanna myndi leiða af sér breytingar í hefðbundnum rönt- gengreiningaraðferðum (1, 34, 35, 36, 37). Aukin innsýn 1 og almenn þekking á »miðlun- arfræði« (communications theory) myndi einn- ig stuðla að nýjum aðferðum við lausn verkefna og úrvinnslu röntgengreininga (29, 30, 38, 39). Rök fyrir þessu hvíla að verulegu leyti á niðurstöðum tæknirannsókna á mynd- yfirfærslueiginleikum (transfer function) hinna nýrri röntgenmyndunarkerfa (4, 40, 41, 42) og á aukinni þekkingu á og notkun niðurstaðna og kenninga um lífræn og sálræn áhrif á sjón og sjónskynjun (visual perception), við hlut- lægt mat á nákvæmni og endurtekningarhæfni (reproducibility) í hinum hefðbundnu rönt- gengreiningaraðferðum (31, 43, 44, 45, 46). 4.2. Garland, Yerushalmy o.fl. beittu sér 1944- 1946 fyrir rannsókn á nákvæmni og áreiðan- leika greiningarniðurstaðna varðandi berkla- grunsamlegar breytingar í lungum. Upphaf- legur tilgangur var að prófa og bera saman mismunandi tækjabúnað og filmustærðir (47) en frumniðurstöður um greiningarnákvæmni og villur leiddu til þess, að áfram var haldið með tilraunir á a) samanburði á greiningum margra hópa röntgenlækna á sömu myndum, b) endurteknum samanburði sömu hópa og sömu mynda, c) endurteknum samanburði á greiningum einstakra lækna á sömu myndum. Rannsóknir þessar, sem náðu yfir mörg ár og mörg sjúkrahús í Bandaríkjunum, hafa verið taldar mjög merkt framlag til rannsókna á endurtekningarhæfni (reproducibility), saman- burðarskekkju (interobservatory error) og einstaklingsskekkju (intraobservatory error) (2). Yerushalmy og samstarfsmenn hans hafa gert þessum rannsóknum skil í fjölda greina á undanförnum áratugum (46, 47, 48, 49) og sýnt fram á, að í hinum venjulegu greiningaraðferð- um felst veruleg hætta á skekkjum, er athyglin beinist einkum að ákveðnu einkenni eða einkennum, hvort sem bornar eru saman Önnur sjónatriði Annað skyninntak Áherzlan er hér lögd á sjálfan greiningarferilinn og sýnt hvernig upplýsingainnihald tekur breytingum og verdur fyrir áhrifum í peim ferli. — Gert eftir THOMAS (52).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.