Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 33

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 33
LÆKNABLADIÐ 83 6.10. Þessi flókna túlkunar- og miðlunarað- staða er ein af orsökum pess, að rökréttir greiningarlyklar röntgenrannsókna hafa verið og eru mjög erfiðir í gerð: Hér er mjög sjaldan hægt að gefa niður- stöðuskýrslu í óvíræðum tölum með stöðluð- um samanburði á sama hátt og t.d. í meinefna- fræðilegum umsögnum og greiningum, heldur verður umsögnin og þar með niðurstaðan oftast með nokkrum persónulegum blæ rann- sóknandans, viðtakandans og jafnvel sjúk- lingsins. Með tölvugeymdum válgreiningarað- ferðum má að vísu draga nokkuð úr pessum blæmun, en skilgreiningar í slíkum forskriftum er hins vegar ekki heldur hægt að túlka með ákveðnum tölum í öllum tilvikum. í tölvugeymdum greiningarkerfum, eins og t.d. RADIATE, sem getið var um í 4. kafla, hefur verið reynt að vinna gegn þessum hlutlægniserfiðleikum, m.a. með því að gefa mismunandi röðun greiningarþátta (diagnostic criteria) mishá líkindagildi (confidence rating) frá greiningarsjónarmiði (mynd 6.10.1.). Þessi tegund stiggreiningar leysir þó engan veginn allan þann vanda, sem felst í uppbygg- ingu og innihaldi röntgenumsagnarinnar og/eða röntgengreiningarinnar: Niðurstaða röntgenrannsóknarinnar, eins og henni eru gerð skil í röntgengreiningu og/eða umsögn, getur verið með fernu móti: Einkenni Greiningarvalkostir 1. 1 a b c d II. 2 1 a b c III. 3 2 1 a b IV. 4 3 2 1 a 6.10.1. Dæmi um breytilegt líkindagildi (confidence ra ting) vid mat á rannsóknarnidurstödu. í pessum dæmum er radad saman 1-4 einkennum og jafnmörgum valkostum. Eftir því sem fleiri einkenn- um er radad saman peim mun færri verda valkost- irnir. Þannig fæst aukid líkindagildi á ferlinum frá I-IV. a) Skýr afbrigði á gerð líffæris (t.d. með- fæddur galli), b) starfræn truflun (t.d. achalasia cardiae), c) ekki nánar skilgreinanleg, en þó sjúkleg breyting í líffæri (t.d. infiltratio pulmonis), d) skýrt afmörkuð sjúkdómsgreining (t.d. frac- tura femoris, ulcus duodeni). Eins og þessi upptalning ber með sér, er miklum erfiðleikum bundið og nánast ógerlegt að gera röntgengreiningarlykil þannig úr garði, að hann sé fullkomlega rökréttur. Þeim mun þýðingarmeira er, að allar skilgreiningar á dálkum lykilsins séu sem skýrastar og er viðleitnin til þess undirstaða flestra þeirra skráningarlykla greininga og niðurstaðna, sem nú eru notaðir, enda nauðsynleg forsenda fyrir notkun tölvugeymdra skráningarkerfa. 6.11. í áður tilvitnuðum greiningarlyklum, t.d. A.C.R. (67) er lögð áherzla á venzlatengda (hierarkiska) gerð greiningarlykils, en jafn- framt þurfti stundum að vísa til skráningarað- ferða, sbr. þessa töflu og mynd 6.11.1: 300 NEOPLASM 310 Benign neoplasm or cyst 311 Polyp, polyposis, papilloma 315 Cyst, pseudocyst, mucocele, polycystic disease, pseudomyxoma 319 Other 320 Malignant neoplasm -primary 321 Carcinoma 329 Other 330 Malignant neoplasm -secondary 340 Extra-alimentary mass affecting gastro-intestinal structure 343 Liver, spleen 344 Pancreas 345 Biliary tree, gallbladder 349 Other 350 Hepatomegaly, splenomegaly Pessi tafla sýnir lítinn part úr greiningarlykli meltingarfæra. Þegar þessi tengsl eru skoðuð með nokkurri gagnrýni, kemur í ljós, að enda þótt skilgreining heita á »neðri« stigum venzla- trésins sé í öllum tilvikum rökréttur hluti efri og efstu skilgreininga, þá eru valkostir orðnir allmargir, þegar komið er niður á þriðja stig og bjóða raunar heim mun flóknari stiggreiningu en taflan sýnir. Það kom einnig í ljós, að á greiningarlykli A.C.R. voru 1036 skilgreiningar. Ekki þótti fýsilegt að hefja þessa starfsemi með svo flóknum og marg- brotnum lykli.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.