Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Síða 4

Læknablaðið - 15.05.1983, Síða 4
130 LÆKNABLADIÐ FYRSTIHEIÐURSFÉLAGIAUGNLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS '■ ; .... iítjáu $UiMii5iPn awpíarfenip 3 iilefni af 50 ora úarjsafwJi - -ui Ke/ur Jjujnlakna/élaq Jsiands kjötA J>ig /yrsta Keiöursj'élaqa s’nn fyrirframlacj |>iií í J)águ fclaqsms ;. og farsal augnlaknisstörj. : ^tykjavík, 8. ftbrúar !9S3 /K. Jjuynlak na/ílays Jsianls Oli t&jirn jjönnesíon, jtrmaiur . *£ N Priðjudaginn 8. febrúar 1983 var Kristján Sveinsson augnlæknir gerður að fyrsta heið- ursfélaga Augnlæknafélags íslands í tilefni af hálfrar aldar starfsafmæli hans, en pann 8. febrúar 1933 var hann viðurkenndur sérfræð- ingur í augnsjúkdómum. Að heimili hans ávarpaði ÓIi Björn Hannes- son, formaður Augnlæknafélags íslands, hann og afhenti honum heiðursskjal að viðstaddri fjölskyldu hans og starfandi augnlæknum. í ávarpinu lagði formaður áherslu á hinn langa og farsæla starfsferil hans: Kristján sinnti störfum á Landspítala og Landakotsspít- ala, stundaði kennslu við læknadeild Háskóla íslands, pjónaði strjálbýlinu í augnlækninga- ferðum, auk starfa á lækningastofu sinni í Reykjavík, sem hann sinnir enn pann dag í dag. Hann hefur birt margar greinar í fræði- grein sinni og fylgst vel með framförum á sviði augnlækninga. Ennfremur var hann fyrsti for- maður Augnlæknafélags íslands. í ávarpinu kom einnig fram, af hve mikilli alúð og hjartahlýju Kristján hefur rækt störf sín, enda hefur hann orðið einkar ástsæll meðal pjóðar sinnar. Um leið og Kristjáni var afhentur pessi litli pakklætis- og virðingarvottur fyrir öll hin merku störf fyrir land og pjóð, tók formaður fram hve mikil gæfa pað sé fyrir yngri augnlækna að hafa slíkan mann að leiðarljósi. Að lokum talaði Kristján og minntist nokk- urra atburða úr starfi sínu, og pakkaði ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Síðan var viðstöddum boðið upp á góðan viðurgjörning.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.