Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Síða 15

Læknablaðið - 15.05.1983, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 137 andi fjarlægð frá spítala og til viðbótar getur svo komið eðlileg tregða við að senda sjúkling langa leið og pað pví ekki gert fyrr en hann hefur verið undir eftirliti um tíma og ekki lagast. Ennfremur geta fyrir pessum mikla mismun á innlögnum eftir búsetu verið eftirfa- randi ástæður: Sjúklingar með minniháttar höfuðáverka eru e.t.v. meðhöndlaðir í stærri stíl á spítölum utan Reykjavíkur, en vitað var. Fólk utan Reykjavíkur og nærligjandi bygg- ðarlaga leitar e.t.v. síður til læknis vegna vægra höfuð áverka, en fólk innan pessa svæðis og e.t.v. er slysatíðni par minni og áverkar vægari. Meirihluti sjúklinga í öllum aldurshópum eru karlmenn líkt og annars staðar (1, 2, 3, 4, 5). Að pessi munur er hér á landi jafnmikill í yngstu aldurshópunum og í peim eldri er athyglisvert en ekki óvenjulegt (1, 3). í sumum könnunum hafa karlmenn verið allt að 93 %. Mjög stór hluti peirra sem lagðir eru inn, voru börn 0-14 ára eða 47 %. Petta hlutfall er mun hærra en erlendis, par sem pað er á bilinu 19- 36 %, oftast um 25 % (3, 6, 7). Hámark pað, sem höfuðáverkar ná hér á aldrinum 5-9 ára, er fyrr en gerist erlendis. Þar er pað á aldrinum 15-24 ára (1, 2, 3, 4). Orsakir höfuðáverka eru töluvert aðrar hér en gerist erlendis og er pað pó mjög mismun- andi eftir stöðum (1, 2, 4, 5, 6). Umferðaróhöpp eru par yfirleitt algengasta orsökin (35-78 % tilfella), en fall og hras næst algengust, öfugt við pað, sem hér er. Líkamsárásir eru hér með peim færri sem pekkjast og skotsár eru miklu sjaldséðari en víðast hvar annars staðar. Ástæðan er vafalaust sú, að skotvopn eru hér ekki í almennri eigu. ípróttaslys eru sjaldgæf- ari en annars staðar, jafnvel verulega sjald- gæfari. Svo sem við er að búast verður minna um fall og hras er börnin eldast og lítið um pað á miðjum aldri, en eykst aftur er líður á efri ár og er á pessum tímabilum yfirleitt algengasta orsökin (1). Tíðni umferðarslysa eykst mikið hjá börnum, unglingum og ungu fólki, sérstaklega karlmönnum og gefur tilefni til alvarlegrar umhugsunar. Allt er petta kunn- ugt úr öðrum könnunum og við íslendingar að pessu leyti ekki eftirbátar annarra. Fjöldi barna sem meiðist svo mikið í umferðinni, að pau purfa á innlögn að halda, hefur löngum verið talinn óeðlilega mikill hér á landi. Hann er mikill í pessari könnum (40 %) og sennilega mun meiri en tíðkast í öðrum, löndum pótt ekki finnist sérstakar upplýsingar um pað. Höfuðáverkar í verksmiðjum virðast fátíðir hér eins og annars staðar. Peir sjúklingar koma einnig allra fyrst til læknis. Nálægt peim að pessu leyti komast peir, sem slasast í skóla eða úti við. Aðrir koma mun seinna, sérstak- lega sjómenn. Við könnun á slysstað kom í ljós mikill munur eftir aldri hjá börnum. Slys í heima- húsum eru til að byrja með flest en fækkar með aldrinum jafnframt pví sem slysum í skóla og sérstaklega úti við fjölgar. Orsök höfuðáverka er nokkuð breytileg eftir árstíðum (1). Er pað í samræmi við aðrar kannanir og staðfestir pað, sem við höfum áður haldið. Nokkuð kemur á óvart, að flestir sjúklingar skuli koma á mánudögum (4) og að umferðar- slys eru algengust hjá karlmönnum fyrri hluta vikunnar, en fækkar er á hana líður. Innlagnir vegna höfuðáverka .virðast vera tiltölulega færri hér en víða erlendis. Tölvudeild spítalans og riturum er pökkuö peirra vinna. SUMMARY During 8 years, (1973-1980), 1435 patients were admitted to the neurosurgical department at the Reykjavík City Hospital (Borgarspítalinn) in Iceland due to head injuries. The department is the only one of it’s kind in Iceland. Consequently all major head injuries from the whole country are admitted there. The records of these patients were studied in regard to age and sex, residence, site of accident, cause, season of the year, time of arrival, week-day, accident-arrival interval, X-ray findings, operations and use of alcohol. HEIMILDIR 1. Annegers JF et al. The incidence, causes and secular trends of head trauma in Olmsted Coun- ty, Minnesota, 1935-1974. Neurology 1980; 30: 912- 919. 2. Jennet B et al. Epidemiology of head injury. Br Med J 1981; 282: 101-4. 3. Kollevold T. Immediate and early cerebral seizu- res after head injuries. Part 1. Journal of Oslo City Hospitals, 1976; 26: 99-114. 4. Swann IJ et al. Head injuries at an inner city accident and emergency department. Injury 1981; 12:274-8. 5. Jennett B et al. Svere head injuries in three countries. Journal of Neurology, Neurosurgery and Psychiatry 1977; 40: 291-8. 6. Jennett B et al. Head injuries in Scottish hospi- tals. The Lancet, 1977 October 1, bls. 696-8. 7. Jennett B et al. Head injuries in three Scottish neurosurgical units. Br Med J, 1979; 280: 955-8.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.