Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1983, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.05.1983, Qupperneq 18
140 LÆKNABLADID Guðmundur Björnsson*, Guðmundur Viggósson*, María Heiðal**, Halldór Hansen** SJÓNGALLAR FJÖGURRA ÁRA BARNA Árangur skipulegrar leitar að sjóngöllum 4-5 ára barna á barnadeildum Heilsuverndar- og heilsugæslustöðva í Reykjavík SAMANTEKT Grein þessi fjallar um sjóngalla 4-5 ára barna búsettra í Reykjavík í árslok 1981. Fæðingar- árgangar 1976 og 1977 urðu fyrir valinu, en fjöldi barna er 2580. Frumsjónpróf var gert á 2128 börnum á barnadeildum heilsugæslustöðvanna í Reykja- vík 1980 og 1981. Af þeim voru 306 eða 14.4 % send í augnskoðun á göngudeild augndeildar Landakotsspítala. Auk þess var úr þessum sömu árgöngum sent þangað 101 barn í augnskoðun og/eða til meðferðar af öðrum aðilum áður en barn náði 4 ára aldri. Með sjóngalla reyndust 130 börn, sem send voru af heilsugæslustöðvum og 70 börn, sem send voru af öðrum. Sé miðað við íbúatölu um- ræddra árganga eru um 7.8 % barnanna með sjóngalla, þar af fundust 5 % við skipulega skoðun á heilsugæslustöðvum. Alls voru 73 börn skjálg eða 2.8 % af íbúum og höfðu 50 þeirra þegar verið tekin til meðferðar áður en skipuleg leit fór fram á heilsugæslustöðvum. Með skjálg inn á við voru 54 börn en 19 með skjálg út á við. Gleraugu fengu 84 börn (36 skjálg og 48 ekki skjálg) eða 3.3 %. Skugga- próf var gert á 372 börnum. Meirihlutinn er fjarsýnn (> +2.0 D) eða 57.6 %, en nærsýn (> 0.5) eru 4.1 %. Borið saman við svipaða könnun í Suður- Svíþjóð reyndust algengistölur sjóngalla mjög svipaðar og ekki marktækur munur milli kynja (p>0.05) í báðum könnunum. Greint er frá mikilvægi skipulegrar leitar að sjóngöllum 4 ára barna á landinu og ráðum til úrbóta. * Augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti, ** barnadeild Heilsuverndar- og heilsugæslustöðva í Reykjavík. Greinin barst 18/02/1983. Sampykkt til birtingar og send í prent- smiðju 28/02/1983. INNGANGUR Síðan 1974 hefur farið fram skipuleg leit að sjóngöllum hjá 4-5 ára börnum á barnadeild- um heilsugæslustöðva í Reykjavík, um leið og þau koma í fjögurra ára skoðun. Hefur þessi leit frá upphafi verið í nánum tengslum við augnþjálfunardeild göngudeildar Landakots- spítalans. Fyrstu árin annaðist augnþjálfi frá göngu- deildinni frumsjónprófun á barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar við Barónsstíg en nú eru sjónprófin gerð af hjúkrunarfræðingum, sem fengið hafa sérþjálfun í sjónþrófunum barna á þessum aldri. Börn, sem ekki ná settum kröfum um sjónskerpu og samsjón við frumskoðun, eru send á augnþjálfunardeildina á Landakoti, þar sem nákvæm augnskoðun er gerð af augn- læknum og/eða augnþjálfa. Pau börn, sem reynast vera með alvarlega sjóngalla eru tekin til meðferðar. í þessari grein er skýrt frá árangri leitar- innar. Könnunartímabilið nær yfir fæðingarár- gangana 1976 og 1977 og eingöngu til barna búsettra í Reykjavík, sem voru á manntali í árslok 1981. Miðast uppgjörið við þann tíma. Auk þeirra barna, sem send voru af barnadeild- um heilsugæslustöðvanna, eru börn úr þessum fæðingarárgöngum send af öðrum aðilum tekin með í þessu uppgjöri. Tilgangur þessarar könnunar er m.a. að fá sem gleggsta vitneskju um algengi hinna ýmsu tegunda sjóngalla hjá 4-5 ára börnum og hversu mikill hluti þessara barna finnst við skipulega leit á barnadeildum heilsugæslustöðva. Ennfremur að fá saman- burð á sjóngöllum barna í sama aldursflokki hér og í grannlöndum okkar og síðast en ekki síst að fá vitneskju um það hvaða þýðingu skipulegt sjónpróf 4-5 ára barna getur haft

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.