Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 20

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 20
246 LÆKNABLADID 69,246-247,1983 Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981,8. grein: TÍÐNIFJÖLBURAFÆÐIN G A í síðustu grein var sýnt hversu miklu sjaldgæf- ara pað er nú en áður að konur eigi mörg börn. Það er staðreynd að fjölburafæðingar eru algengari meðal peirra kvenna sem átt hafa mörg börn heldur en hjá þeim sem eiga fá börn. Því er fróðlegt að huga nánar að breytingum á tíðni fjölburafæðinga fyrstu tíu ár Fæðingaskrárinnar (1972-1981), en auk þess verður litið á próunina síðustu áratugi og athugaðar tölur um fæðingar fyrir nær tveim- ur öldum. Samband fjölburafæðinga og fæðingarraðar (birth order) var kannað fyrir tímabilið 1972- 1981. Mynd 1 sýnir að meðal peirra kvenna sem eru að eiga sitt fimmta barn eða síðara eru líkur á fjölburafæðingu fimmfaldar miðað við líkurnar hjá peim sem eru að fæða sitt fyrsta barn. Fjölburahlutfall af 1000 fæddum 40 Fæðingarröð 1. 2. 3. 4. 5. 6.+ Mynd 1. Samband fjölburafæðinga og fæðingarrað- ar í nær43 þúsund fæðingum á ísiandi 1972-1981. Elstu upplýsingar um tíðni fjölburafæðinga í öllu landinu eru frá árunum 1792-1796 og 1818-1825. Einn af höfundum pessarar greinar kannaði fyrir nokkrum árum heimildir í Ritum pess íslenska Lærdómslistafélags og í Klaust- urpóstinum (1). Efst í töflu 1 er sýndur fjöldi fæðinga pessi ár, fjöldi tvíbura- og þríbura- fæðinga ásamt reiknuðu fjölburahlutfalli (mul- tiple birth ratio, MBR). Með pessu hlutfalli er átt við fjölda fleirbura miðað við þúsund fædd börn. í töflunni má einnig sjá að rúmlega hundraðasta hver fæðing á pessurn árum var tvíburafæðing. Árin 1792-1796 var tíðni tví- burafæðinga í Skálholtsstifti 1:107 en 1:193 í Hólastifti. Þessi mikli ntunur bendir til þess að skráningin hafi ekki verið ýkja nákvæm. Ur Skálholtsstifti eru til enn eldri fæðingatölur, eða fyrir árin 1784-1791. Tíðni tvíburafæðinga var pá 1:114. Aðrar tölur í töflu 1 eru frá Hagstofunni (2, 3) og úr ritinu Fæðingar á Islandi (4). Athygli vekur að fjölburahlutfallið (MBR) hefur lækk- að stöðugt frá árabilinu 1881-1890 og til 1971- 1980, eða úr 35,2 af þúsund fæddum í 17,8. Lækkunin er nær 50 % á níu áratugum. Svipuð þróun hefur átt sér stað í nálægum löndum og er talin stafa af fækkun á meðalfjölda fæðinga hverrar móður. Það er ekki síður athyglisvert að fjölburahlutfallið fyrir 160 til 190 árum var svipað og pað er orðið nú. í áðurnefndri könnun (1) er á pað bent að þá hafi konur ekki getað átt mjög mörg börn vegna pess hve meðalævin var stutt, en nú sé skýringa á færri fæðingum að leita í aukinni notkun getnaðar- varna. í pessu sambandi má nefna pað á árunum 1850-1860 var ólifuð meðalævi ís- lenskra kvenna tæp 38 ár (við fæðingu), en árin 1979-1980 var meðalævin orðin nær 80 ár. Á einni öld, frá 1881 til 1980, fæddust þríburar 56 sinnum á íslandi, sbr. töflu 1. Aðeins einu sinni á pessu tímabili hafa fæðst fjórburar. Það var árið 1957, en einn fjór- buranna fæddist andvana. Tíðni príburafæð- inga ex sýnd í töflunni. Þar sem tölurnar eru svo lágar er tíðnin reiknuð í tuttugu ára tímabilum. Sé hundrað ára tímabilinu skipt í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.