Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 44

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 44
262 LÆKNABLADID 69,262-265,1983 Rögnvaldur Þorleifsson HANDARÁGRÆÐSLA — sjúkratilfelli — Þann 4. maí 1981 var gerð á Borgarspítalan- um fyrsta handarágræðsla á íslandi, svo mér sé kunnugt. Ég hafði raunar áður gert tilraun til ágræðslu á fingrum, með takmörkuðum en nokkrum árangri. Skýrt var frá handarágræðslu þessari á pingi norrænna skurðlækna, er haldið var í Reykjavík júní 1981. Hér var um að ræða rétthenta 16 ára stúlku, sem festi hægri hendi í hausingarvél, svo hendina tók af nálægt carpometacarpal mót- um, að því undanskildu, að hún hékk á 1 cm breiðri húðbrú í greipinni milli þumalfingurs og vísifingurs. Engin blóðrás var um þessa brú (mynd 1). Skurðurinn var nokkuð skálægur, þannig að lófamegin var hendin af tekin litlu framar en handarbaksmegin. Þumalfingurinn var talsvert skaddaður, en með fullnægjandi blóðrás. Stúlkan var strax flutt á Slysadeild Borgar- spítalans og kom þangað um það bil einni klst. eftir slysið. Með því, að hendin var lítið sem ekkert kramin, þótti rétt að kanna hvort hægt myndi að endurtengja hana. Var hún kæld meðan aðgerð var undirbúin í skyndingu. Tækni var notuð, sem kunn var erlendis frá. Sárið var hreinsað og það litla, sem til staðar var af krömdum vef, fjarlægt. Þá var í blóð- tæmingu og með aðstoð smásjár leitað að þeim vefjum, sem heillegir þurfa að vera, svo ágræðsla geti tekizt. Fljótlega fundust tvær bláæðar á handarbak- inu og þótti það nægilegt. Síðan var leitað að slagæðum lófamegin og eftir nokkra leit fundust báðir endar á þremur greinum, sem skorizt höfðu sundur rétt framan við grynnri slagæðabogann. Mögulegt virtist að tengja þessar greinar, en hver þeirra um sig var rúmur 1 mm í þvermál. Ákveðið var því að reyna ágræðslu. Gerð var fyrst nokkur stytting á beinunum á Slysadeild Borgarspítala. Barst 02/01/83. Sampykkt í breyttu formi 18/04/83 og sent í prentsmiðju. mótum úlnliðsbeina og miðhandarbeina (car- pus og metacarpus) (mynd 2). Miðhandarbein- in voru fest síðan með stálpinnum við úlnliðs- beinin (mynd 3). Fimmti handarbaksleggurinn var þó ekki festur til þess að spara tíma. Heilcjarstytting á handarbeinunum var nálægt 1 cm. Áformað var að tengja fyrst slagæðarnar í þessu tilviki. Að athuguðu máli sýndist þó ráðlegra að gera fyrst tengingu á beygisinum fingranna, þar sem hætta gat verið á því, að viðgerð á þeim síðar í aðgerðinni, raskaði æðatengingunum. Allar fjórar djúpu beygi- sinarnar voru því veiddar fram og þær saum- aðar. Gekk það greiðlega. Þessu næst voru slagæðarnar tengdar. Fyrst var æðin til greiparinnar milli baugfingurs og litlafingurs (a.dig.communis II) tengd. Þar til gerðri samtengdri klemmu var komið fyrir nokkru frá æðaendunum og þeir færðir hvor að öðrum, þannig að sem auðveldast yrði að tengja þá. Um það bil 1 mm var klipptur af hvorum endanum og var æðaveggurinn eftir það óskaddaður að sjá til beggja átta, sérstak- lega var hugað að innra þeli (intima) æðar- innar. Æðin var síðan tengd með sjö stökum saumum úr lO/o Ethilon og klemman tekin af æðinni. Eftir það var handarlimurinn ekki blóðtæmdur af ótta við að blóðkökkur kynni að myndast á tengistaðnum. Fyrst í stað virtist lítið sem ekkert rennsli um æðina á tengistaðnum. Hún var saman- herpt. Til þess að reyna að slaka á æðaveggn- um var æðin böðuð í staðdeyfiefni og papave- rinlausn en það, sem virtist árangursríkast til að draga úr herpingnum, var að leggja raka, tiltölulega heita dúka, að æðinni á tengistaðn- um. Gerðar voru síðan tengingar á hinum tveim- ur slagæðagreinunum á svipaðan hátt (mynd 4). í fyrstu var talsverð tregða á því að blóð rynni um tengistaðinn í þeim æðum einnig. Verulegur herpingur var í þeim, og var reynt að losa um hann á sama hátt og á fyrstu æðinni.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.