Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 47
LÆKNABLADID 265 Svo sem hálftíma eftir að fyrsta slagæða- tengingin var gerð, fór að renna nokkurt blóð úr biáæðaendunum, aðallega handarbaksmeg- in og léttur blámi að færast í fingurna, sem áður höfðu verið hvítir. Þegar herpingurinn í æðagreinunum öllum hafði slaknað, voru fing- urnir allir orðnir næstum eðlilega rjóðir. Þá voru liðnar um pað bil 10 klst. frá slysinu. Mjúkvefir voru næst dregnir yfir tengistað beinanna handarbaksmegin og par eftir voru réttisinarnar saumaðar og tók pað skamman tíma. Að pví búnu voru tengdar tvær bláæðar á handarbakinu (mynd 5). Tengingaraðferðin var svipuð og við slagæðarnar. Bláæðaendarn- ir reyndust pó í stytzta lagi, sem olli vissum vandkvæðum, og sauma purfti hvora æð um sig með nokkru fleiri saumum en slagæðarnar, sakir víddarinnar. Nokkuð blæddi úr hendinni meðan bláæðatengingarnar voru gerðar, en ekki var par um meiri háttar blóðmissi að ræða. Húðsári á handarbaki var síðan lokað (mynd 6). Grynnri beygisinarnar til vísifingurs og löngutangar voru pví næst saumaðar saman. Látið var hjá líða að sauma samsvarandi sinar til baugfingurs og litlafingurs. Pá var gert að greinunum frá miðtauginni (n. medianus) (mynd 7). Eftir að endarnir höfðu verið fundnir og dregnir fram, var hver grein tengd með nokkrum lO/o Ethilonsaumum í taugapættina (fasciculi). Greinarnar frá ölnartauginni blöstu ekki við. Lítillega var leitað peim, en ekki pótti rétt að raska vefjum að ráði til pess að finna pær. Hendin var nú auk pess orðin mjög bjúgfyllt, og var pví ákveðið að tengja pessar taugar ekki að sinni, en loka sárum lófamegin (mynd 8). Ljóst var, að mögulegt yrði síðar að tengja taugarnar eða brúa bil milli enda peirra með aðfluttum taugabútum, án pess að stofna æðatengingunum í hættu. Fremur lausar umbúðir voru lagðar á hend- ina (mynd 9) og pær styrktar með gipsspelku handarbaksmegin. Spelkan náði upp undir handarkrika. Olnboga var haldið nokkuð krepptum svo hendin hálfreis og var haldið nokkru ofan við hjartahæð. Sjúklingur poldi aðgerðina ágætlega, enda pótt hún tæki tæpar 14 klst. Allt par til aðfærsluklemman var tekin af fyrstu slagæðinni eftir tengingu, var hafður ís í sótthreinsuðum umbúðum undir blóðlausa hluta handarinnar. Sjúklingur fékk pegar í upphafi fúkalyf, og í pví skyni að draga úr storkuhættu, var henni gefin acetylsalicylsýra og Macrodex meðan á aðgerð stóð og í framhaldi af pví eina viku. Engar truflanir urðu á blóðrás í hendinni eftir að hún var á komin. Engin ígerðarein- kenni komu heldur í ljós, og heita mátti að afturbati væri tíðindalaus. Skipt var á umbúð- um 10 dögum eftir aðgerðina. Lófasárið greri án frekari ráðstafana, en ofurlítill drepblettur kom í húðina handarbaksmegin, framan sárs- ins. Þjálfun handarinnar hófst um pað bil einum mánuði eftir aðgerð og hefur sjúklingur notið peirrar meðferðar meira og minna síðan. Tiltölulega góð tilfinnig kom á eðlilegum tíma í svæði pað, sem miðtaugargreinarnar annast og seinna nokkuð lakari, en pó merkilega góð tilfinning, í svæði, er ölnartaugin annast, enda pótt pær taugagreinar væru aldrei tengdar. Sama gilti um tilfinningu í bandarbaki framan sársins. Þar er nú, 1 xh ári eftir ágræðsluna, komin all góð verndartilfinning og virðist batnandi. Engar taugagreinar voru tengdar handarbaksmegin. Sjúklingur hefur tiltölulega næmt skyn fyrir hita og kulda í ágrædda hlutanum og sama gildir um snertiskyn. Hún hefur og að hluta til pekkiskyn (tactile gnosis) í svæði, sem mið- taugargreinarnar annast. Svitaframleiðsla í fingrunum er langt til eðlileg. Engin ofurvið- kvæmni (dysaesthesia) er á miðtaugarsvæðinu en væg viðkvæmni er á ölnarsvæðinu. Sjúk- lingur kveðst ekki hafa tekið eftir að höndin væri kulvís. Aktiv hreyfigeta í fingrum ágrædda hlutans er all mjög skert, pannig er aktiv hreyfing í hnúalið löngutangar og litlafingurs, sem eru einna liprastir, um 50° og svipaður hreyfiferill er í efri millikjúkuliðum sömu fingra. í öðrum liðum fingranna er aktiv hreyfigeta minni. Gripið, sem bezt nýtist, er milli pumals annars vegar og hliðar vísifingursins og góms litlafing- urs hins vegar. Ennfremur nemur pumallinn við hlið löngutangarinnar í oppositio. Passiv hreyfigeta er talsvert meiri, og fjarlægð fing- urgóma frá lófa við passiva beygju er á bilinu 2-3 cm. Mögulegt gæti verið að auka aktivu hreyfigetuna með ýmis háttar aðgerðum á sinunum. Sjúklingur er sjálf ánægð með nýtigetu handarinnar. Hún getur haldið um grófa hluti (mynd 10), undið rýjur og unnið margháttuð önnur heimilisstörf með hendinni. Heildarútlit handarinnar er gott (mynd 11 + 12). Að vísu er ör handarbaksmegin dálítið áberandi, en bæta mætti úr pví auðveldlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.