Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 51

Læknablaðið - 15.10.1983, Page 51
LÆKNABLADID 267 að meðaltali 4.7 vandamál sem talin voru virk þannig að pau orsökuðu fötlun eða purftu á virkri meðferð að halda. Þessum 84 vanda- málum var skipt í 11 flokka eins og sjá má á 3. töflu. Peim sjúkdómum sem oftast voru greindir er raðað upp í töflu 4. Heilabilun reyndist langalgengust eða hjá 35 % sjúklinga og hjá öðrum 30 % sjúklinga greindust aðrir lang- vinnir sjúkdómar í miðtaugakerfi. Par næst komu gigtsjúkdómar eða 13% sjúklinga. Langvinnt lungnakvef og lausheldni á pvag og saur eru næst í röðinni sem aðalsjúkdómar hjá pessu úrtaki sjúklinga með félagslegar inn- lagnir. Ýmsir aðrir sjúkdómar nema 15% til við- bótar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algeng- astir sem önnur og priðja sjúkdómsgreining. Hreyfanleiki var metinn eftir svokölluðum Crighton-Wood’s skala sem gefur einkunn frá 0-4 (2). Flokkun sjúklinga eftir pessum skala er sýnd á töflu 5. Aðeins 18% sjúklinga reynd- ust fyllilega gangfærir, en mestur hluti peirra parfnaðist göngutækja eða stuðnings frá öðr- um. Alveg rúmfastir eða bundnir við stól reyndust 22 % sjúklinga. Hreyfigeta samkvæmt Crighton-Wood’s skala var borin saman við aldur sjúklinganna. Kom í ljós lítil fylgni við aldur og bendir pað til pess að hreyfigetan er háð sjúkdómum fremur en aldri. Á töflu 6 má sjá hve margar tegundir lyfja einstakir sjúklingar notuðu við komu á sjúkra- húsið og hve margar við brottför. Að meðal- tali reyndist lyfjafjöldi hjá sjúklingi hinn sami við komu og við brottför eða 4.5 tegundir lyfja á hvern. Aftur á móti urðu talsverðar breyt- ingar á einstökum lyfjaflokkum eins og sjá má á töflu 7. Neysla verkjalyfja hafði minnkað verulega en pess í stað jókst notkun hægða- lyfja og vítamína. Þær breytingar urðu á notk- un hægðalyfjanna sem sýndar eru á töflu 8. Leitast var við að auka neyslu peirra lyfja sem auka rúmtak hægðanna og mýkja pær en minnka hin, sem valda vöðvasamdrætti í ristli. Samkvæmt sjúkraskrám var hinum 60 sjúk- lingum raðað í prjá hópa eftir pví hvaða meðferð peir fengu. Virka endurhæfingu fengu 50 % sjúklinga, viðhaldsendurhæfingu fengu 28 %, en hjá 22 % var meðferð eingöngu fólgin 1 læknisfræðilegu mati. Ástand sjúklings að lokinni meðferð á deildinni var talið hafa batnað hjá 53 %, óbreytt hjá 41 %, en hafði versnað hjá 6 % sjúklinganna. Tafla 2. Aldur og kyn. Konur Karlar 70 ára og yngri 4 5 70-74 4 1 75-79 2 3 80-84 8 4 85-89 10 4 90-94 8 4 95 ára og eldri 2 1 Alls 38 22 Meöalaldur karla 80.54 ár. Meöalaldur kvenna 82.79 ár. Tafla 3. Adalflokkar vandmála vid komu. Skert hreyfigeta .......................... 41 Stjórnlaus pvaglát ........................ 31 Heilabilun ................................ 26 Þrautir og verkir.......................... 23 Blóðrásarsjúkdómar......................... 19 Hægðateppa................................. 19 Augnsjúkdómar ............................. 16 Lungnasjúkdómar ........................... 13 Svimi ..................................... 11 Lamanir ................................... 9 Geðsjúkdómar................................ 9 Alls voru talin 84 mismunandi vandamál sem flokkuö eru í 11 aöalflokka. Meðalfjöldi vandmála á sjúkling var 4.7. Tafla 4. Félagslegar innlagnir. Sjúkdómsgreining vid komu. Algengustu sjúkdómsgreiningar Fyrsta önnur Þriðja Glöp (dementia) .. 21 5 i Slag .. 9 3 Riða (Parkinsonism) .. 9 4 Liðagigt .. 5 3 Lærhálsbrot (afleiðingar) ... .. 3 2 Lausheldni á úrgangsefni.... .. 2 1 Langvinnt lungnakvef .. 2 3 Háprýstingur 6 4 Kransæðasjúkdómar 6 5 Augnsjúkdómar 5 1 Hægðateppa 4 Annað 9 5 9 Tafla 5. Hreyfigeta (Crighton- Woods skali). Hrcyfigeta Sjúklingar 0 Full fótaferð, einnig í stigum ............ 11 1 Venjulega án hjálpar..................... 6 2 Parf aðstoð eða eftirlit ................ 14 3 Göngutæki eða stöðugt eftirlit........... 16 4 Rúm-eða stólfastur ...................... 13 Alls 60

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.