Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 54

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 54
270 LÆKNABLADID greining og meðferö á áður ógreindum sjúk- dómum geti gert hinum aldraða kleift að dvelja áfram heima. Pessi könnun hefur leitt í ljós að sjúkdómar hafa áhrif á félagslegar aðstæður og þarfir aldraðs fólks. Hjá helmingi hópsins fundust sjúkdómar, sem voru nýtilkomnir eða ekki var vitað um áður og pörfnuðust sérhæfðrar meðferðar. Megin áhersla var lögð á endur- hæfingasjúklingana og meira en helmingur peirra hlaut umtalsverðan bata og sýndi aukna getu við athafnir daglegs lífs. Það er mikilvægt að læknar leggi sig fram við að sinna þeim vandamálum sem við fyrstu sýn virðast félags- legs eðlis. í sjúklingahópnum voru sjúkdómar í mið- taugakerfi algengastir. Ef borið er saman við áður birta könnun á vitjunum í heimahús til sjúklinga sem vísað var til Öldrunarlækninga- deildar Landspítalans í Reykjavík, kom einnig fram að sjúkdómar í miðtaugakerfi voru algengastir og tæpur helmingur þeirra af völdum dementia (4). Þessum niðurstöðum ber að nokkru leyti saman við athuganir frá Helsinki í Finnlandi þar sem dementia var aðalástæða fyrir fjórðungi innlagna á stofnun fyrir aldraða (5). Lyfjanotkun sjúklinga reyndist mikil og þótt reynt væri að fækka lyfjum tókst það ekki á sjúkrahúsinu. Athyglisvert er þó að notkun verkjalyfja minnkaði verulega en notkun hægðalyfja jókst að sama skapi. Á sjúkrahús- inu jókst einnig notkun geð- og róandi lyfja en í þeim flokki er einkum um að ræða lyf gegn geðlægð. Fulla hreyfifærni reyndust 18% sjúklinga hafa, en 22 % voru rúm- eða stólfastir. Ekki fannst nein fylgni milli hreyfigetu og aldurs sjúklinga, enda má telja eðlilegt að það séu sjúkdómar fremur en aldurinn sjálfur sem valdi skerðingu á því sviði. Sjúkdómatíðni fer þó gjarnan vaxandi með aldri, einkum sjúk- dómar í stoð- og hreyfikerfi. í könnun Sanders og Mortensen frá Kaupmannahöfn, sem lýsti 160 sjúklingum sem innlagðir voru á stofnun í Kaupmannahöfn kom hins vegar fylgni með aldri og skertri hreyfigetu (6). Vera má að stærð úrtaksins og hin afturvirka aðferð valdi hér nokkru um. Meðallegutími sjúklinganna reyndist lengri hjá flestum en upphaflega var áætlað. Kom þar aðallega til félagslegur þrýstingur frá aðstandendum sjúklinganna en einnig má vera að sumarleyfi starfsfólks deildarinnar hafi stuðlað að hinu sama. Fullvíst má telja, að margir þessir sjúklingar myndu ílendast á sjúkrahúsi til frambúðar, ef ekki hefði verið brugðist við óskum um innlögn og þeir vist- aðir um tíma. Með fullkomnari sjúkdóms- greiningu og meðferð hjá helmingi hópsins má gera ráð fyrir að komist hafi verið hjá innlögn á bráðadeild og þar sem jafnframt var komið til móts við þarfir aðstandenda í þessu sam- bandi er líklegt að verulegum hluta þessa hóps hafi verið forðað frá ótímabærri langlegu. Ástæða er til þess að kanna rækilega aðstæður sjúklings áður en tekin er ákvörðun um stofnanavist, einkum ef innlagnarástæða er af félagslegum toga spunnin. Alls reyndist fjöldi félagslegra innlagna á legudeildir Öldr- unarlækningadeildar Landspítalans vera tæp- ur fimmtungur af öllum innlögnum ársins, og er hér því um verulegan hluta starfseminnar að ræða. Á elliheimili má telja, að allar innlagnir séu fyrst og fremst af félagslegum toga og má því ætla að þar sé enn meiri þörf á læknisfræðilegu mati áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin í lífi einstaklingsins. Innlögn aldraðs sjúklings á sjúkrahús er mikil röskun á lífi hans og í þeim sjúklinga- hópi, sem hér um ræðir reyndist dánartala vera um 5 %. Jafngildir það áhættu við meiri háttar skurðaðgerð. Bera má þá niðurstöðu saman við könnun Hendriksen og Kirk, sem fylgdu eftir 46 sjúklingum sem lagðir voru inn á lyflæknisdeild, fyrst og fremst af félags- legum ástæðum og fundu 33 % dánartíðni þegar þeim var fylgt eftir í heilt ár (7). Könnun af þessu tagi er afturvirk og sem slík hefur hún marga augljósa galla. Hún bendir þó á mörg þau læknisfræðilegu vanda- mál sem að baki liggja og gefur í skyn að með því að sinna félagslegum þörfum af þessu tagi megi nýta heilbrigðisstofnanirnar betur sé til lengri tíma litið. Mestu máli skiptir þó að vandamálum sjúklinga sé sinnt og læknis- fræðilegum þörfum þeirra séu gerð sóma- leg sk.il. SUMMARY This retrospective study is based on 60 social admissions to a geriatric hospital ward in Reykjavik. All patients were assessed prior to admissions and the number accounted for 20 % of all admissions to the ward over one year. Pressures from carers and relatives at home was the most common reason for requests for admis- sions and other reasons included hospital admis-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.