Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1984, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.12.1984, Qupperneq 35
LÆKNABLADID 345 PERICARDITISFARALDUR 1983-1984 Guðmundur Oddsson, Finnbogi Jakobsson. Lyflækningadeild Borgarspítalans Á priggja mánaða tímabili, frá desember 1983 til mars 1984, hafa greinst 11 sjúklingar með pericardi- tis í Reykjavík. Flestir peirra voru greindir á sjúkravakt Borgarspítalans og átta voru í framhaldi af pví lagðir inn á sjúkrahús, 2 á Landspítalann og einn á Landakot. Átta sjúklinganna höfðu sögu um öndunarfærasýkingar og allt að premur vikum áður en peir fengu einkenni um pericarditis. Meðaldur sjúklinganna er 35 ár, yngsti sjúklingurinn er 15 ára og sá elsti 62 ára. Aðaleinkenni, sem varð til pess að sjúkl. leituðu læknis, var í öllum tilfellum brjóst- verkur. Fjórir sjúkl. voru með eðlilegan hita, en hitahækkun var yfirleitt mjög væg hjá hinum. Við skoðun heyrðist pericardial núningshljóð hjá sex sjúklingum. EKG-breytingar fundust hjá tíu sjúkl- ingana og átta peirra voru með hækkað ST-segment á línuriti en tveir með inverteraða T-takka. ECHO- CARDIOGRAM var gert í 10 tilfellum og sýndi vökva hjá sjúkl. Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi sýndi pleural vökva hjá premur sjúkl. en ekkert fannst athugavert í 8 tilfellum og hjarta- skuggi var eðlilegur hjá öllum sjúklingunum. Blóð- rannsóknir komu ekki að miklu gagni við grein- inguna, nokkrir voru með alveg eðlileg hvít blóð- korn, en hinir með mjög væga leucocytosu. Sökk var frá 2 og upp í 60 og voru flestir með sökk undir 20 mm. Serum enzym voru eðlileg, nema í tveimur til- fellum, par var væg hækkun á MB fraction af CK og bendir pví á vægan myocardial skaða. Sent var í hægðaræktun frá mörgum pessara sjúkl., en ekki hefur tekist að rækta neinn vírus úr hægðum og sero- logiskar rannsóknir hafa ekki hjálpað. Langflestir sjúklinganna voru meðhöndlaðir með Indometacin með góðum árangri, urðu yfirleitt einkennalausir á 2-3 dögum, einn svaraði ekki gigtarlyfjum og purfti á sterameðferð að halda og voru einkenni hans mun meiri og langvinnari en hinna sjúklinganna. Meðferð var yfirleitt hætt eftir 1-4 vikur, en í tveimur tilfellum komu merki um recidiv eftir að lyfjameðferð var hætt. Alvarlegar hjartsláttartruflanir hafa ekki komið fram hjá nein- um sjúklingi né heldur merki um hjartabilun, eða önnur einkenni frá hjarta. SAMANBURÐUR Á DIRECT FLUORESCENT MÓTEFNA-AÐFERÐ OG RÆKTUN f FRUMUGRÓÐRI TIL GREININGAR Á KLAMÝDÍASÝKINGUM K. G. Kristinsson, R. W. Ryan, H. Pórarinsson, I. Kwasnik, Ó. Steingrímsson. Frá Sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og Department of Laboratory Medicine University of Connecticut Health Center, USA. Klamýdíur eru bakteríur sem valda margs konar sýkingum I mönnum svo sem trachoma, inclusions conjunctivitis, psittacosis og lymphogranuloma ve- nereum. Á seinni árum hefur komið í ljós að ein peirra, Chlamydia trachomatis, er algengasta orsök kynsjúkdóma á Vesturlöndum og á síðasta ári greindust 709 slíkar sýkingar með ræktun á Rann- sóknastofu Háskólans. Greiningaraðferðin sem nú er notuð, p.e.a.s. ræktun í lifandi frumugróðri, er mjög fyrirhafnarmikil (tekur allt að 14 dögum að fá svar), nokkuð kostnaðarsöm og er erfitt að flytja pau langan veg til rannsóknastofunnar. Á síðasta ári hafa komið fram á sjónarsviðið nýjar aðferðir til greiningar á pessum sýklingum, sem eru mun fljótvirkari og handhægari en eldri aðferð. Ein peirra er Microtrak frá Syva í Californiu í Bandaríkj- unum og hefur hún verið reynd um nokkurt skeið á Rannsóknastofu Háskólans. Um er að ræða greiningu beint á sýninu með direct fluorescent mótefnaaðferð og fæst pannig svar samdægurs. Rannsökuð voru sýni frá 119 einstaklingum sem komu á Húð- og kynsjúkdómadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Chlamydia trachomatis rækt- aðist frá 46 einstaklingum (39 %) en ein ræktun var án niðurstöðu. í peim tilvikum varð ekki komist að niðurstöðu með fluorescent aðferðinni vegna mikils ósértæks fluorescensce, en af peim 46 einstaklingum sem klamýdía ræktaðist frá var fluorescent-prófið jákvætt hjá 39 eða (85 %). í einu tilviki var fluorescent-próf jákvætt en ræktun neikvæð (98 %). Ljóst er að Microtrak fluraðferðin er ekki nægilega næm til pess að koma í stað ræktunar en hún ætti að koma að góðu haldi við greiningu á stöðum par ekki er greiður aðgangur að ræktunum. KLÓRÓKÍN OG MALOPRIM ÓNÆM MALARÍA: ÍSLENSKT SJÚKRATILFELLI Pórir B. Kolbeinsson, Haraldur Briem. Lyflækningadeild Borgarspítalans. Hitabeltissjúkdómar hafa verið fágætir á ísiandi, en aukin ferðalög hafa gert pá að raunhæfum vanda- málum fyrir íslenzka lækna. Lýst er erfiðleikum við greiningu og meðferð malaríu. Sjúkatilfelli:04.03.84 lagðist á lyflækningadeild Borg- arspítalans fertugur íslendingur með priggja daga sögu um köldu, hita og beinverki. Fékk samskonar einkenni 22.-26.02 I Vínarborg. Fór 25.01. til Vínar- borgar og paðan til tveggja vikna dvalar í Úganda með viðkomu í Tel Aviv og Kenýa á báðum leiðum. Tók Maloprim 8 tbl. á ca viku fresti frá 15.01.-01.03. Slappur við skoðun með eymsli yfir lifur, hiti 38,2, púls 76, Bp 150/70, hvít blk. 6,1 með 17 % stafi, sökk 15. CRP 48-96 mg/1. Alk.fósfatasi 368 U/L, bilirúbín 42 U/L. Ræktanir frá blóði, pvagi og saur nei- kvæðar. Engar veirumótefnahækkanir. Engir parasít- ar í saur eða blóði. Máttfarinn með hitaslæðing til 13.03. er hann fékk köldu og greindist með Plas- modium falciparum í merg og blóðstroki. Meðhöndl- aður með hydroxychloroquini í fimm daga og varð einkennalaus og parasítalaus, að pví er virtist. Fékk köldu 27.03. og fannst pá aftur Plasmodium
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.