Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 42

Læknablaðið - 15.12.1984, Síða 42
350 LÆKNABLADID með háþrýsting og afkomendur þeirra hafi í blóði sér »natriuretic factor«, sem aukist með auknu saltáti. Hlutverk þessa »factors« er talið vera að auka útskilnað nýrnanna á natríum en jafnframt minnka útdælingu natríums frá frumunum. Aukið natríummagn inni í frumum gæti svo leitt til aukins ertanleika frumnanna, mögulega vegna aukningar á kalsíum inni í frumunum. Þessi aukni ertanleiki gæti svo mögulega valdið háþrýstingi. Til að kanna þessar hugmyndir voru rannsakaðir tveir hóþar karlmanna, fimmtugir menn (n = 37) og þrítugir menn (n = 32). Hópunum var skipt í þá með fjölskyldusögu um háþrýsting og samanburðarhóp án slíkrar sögu. Hóparnir voru rannsakaðir bæði fyrir og eftir fjögurra vikna aukna saltneyslu (eðli- legt magn plús 12 g NaCl daglega.) f ljós kom, að þeir einstaklingar sem höfðu fjölskyldusögu um háþrýsting í báðum aldurshópum höfðu aukið magn af natríum inni í rauðum blóðkornum sínum. Útdæl- ing natríums úr frumunum var einungis mæld hjá yngri hópnum og kom í ljós, að þeir sem höfðu ættarsögu um háþrýsting höfðu minnkaða útdælingu á natríum úr frumum sínum. Eftir fjögurra vikna aukna saltneyslu hafði natríummagnið inni í rauðu blóðkornunum minnkað verulega hjá báðum aldurs- hópunum meðal þeirra sem höfðu ættarsögu um háþrýsting. í yngri hópnum jókst útdæling natríums frá frumunum eftir saltaukninguna. Þessar niður- stöður benda ekki til þess að »natriuretic factor« sé fyrir hendi i einstaklingum með ættarsögu um háþrýsting, sem mundi aukast við aukna saltneyslu. Rannsóknin leiðir í ljós, að einstaklingar með ættarsögu um háþrýsting hafa skerta útdælingu á natríum frá frumum sínum en hvaða hlutverki það gegnir varðandi þróun háþrýstings síðar á lífsleið- inni er ekki ljóst. STJÓRN PROSTACYCLINFRAMLEIÐSLU ÆÐAPELS Haraldur Halldórsson, Matthías Kjeld, Arndís Theodórs, Guðntundur Porgeirsson. Lyflækningadeild Landspítalans, Frumulíffræðideild Rannsóknarstofu Háskólans og Rannsóknarstofa Landspítalans í meinefnafræði. Prostacyclinframleiðsla æðaþelsfrumna er talin gegna mikilvægu hlutverki í temprun æðatóns og blóðflöguklumpunar, en lítið er vitað um stjórn prostacyclinmyndunar í æðaveggnum. Æðaþels- frumur í rækt svara thrombingjöf með mikilli prosta- cyclinmyndun sem stendur í 2-4 mínútur. Eftir það verða frumurnar ónæmar fyrir annarri thrombin gjöf í nokkra klst. Þar eð skilningur á orsökum þessa ónæmisástands kann að varpa Ijósi á hvernig pro- stacylinframleiðslu er stjórnað höfum við kannað throbinónæmi (tímalengd, sérvirkni og hliðstæður) með því að gefa thrombin og önnur efni, sem hvetja prostacyclinmyndun hvert á eftir öðru í mismunandi röð. Frumna hefur verið aflað með kollagenasa meltingu á naflastengbláæðum manna og ósæðum kálfa. Frumurnar eru síðan ræktaðar í 1-4 vikur 1 frumuæti og 20 % kálfaserum og notaðar til tilrauna 1-3 dögum eftir að gróðurinn er þéttur (confluent). Prostacyclinmyndun er mæld með radiommuoassay, sem er mjög sértæk fyrir 6keto PGF, sem er stöðugt myndefni prostacyclinniðurbrots. í ljós hefur komið, að frumur hvattar með thrombini verða ónæmar fyrir histamíní og öfugt. Þö virðast frumur, sem hvattar hafa verið með hista- mini fyrr geta svarað thrombinin en histamini. Frum- ur, sem hvattar hafa verið með arakídónsýru eða histamíni geta svarað annarri arakídónsýrugjöf með prostcyclinmyndun, þótt þær geti ekki svarað hista- mín eða thrombingjöf (sjá töflu). Auk þessa höfum við kannað áhrif ýmissa efna, sem áhrif hafa á æðakerfið (nitroglycerin, adenosin, noradrenalin) á prostacyclinmyndun. 6 keto PGF, ng/ml Hvatar 1. hvatning 2. hvatning 3. hvatning Thr.+ Thr.+Hist .... 8.6 1.3 2.8 Hist + Hist.+ Thr . 20 1.3 0.5 Adenosin + Hist 1.8 7.2 Arakid. + Arakid + Arakíd .. 40 16.3 3.3 Hist. +Arakíd. + Arakíd .. 40 17.7 4.0 Hist. + Hist. + Hist. ... .. 39.4 4.2 1.2 Samkvæmt þessum niðurstöðum er líklegt, að stjórn prostcyclinframleiðslu taki til margra þrepa á mynd- unarferlinu, a.m.k. losun arakídónsýru úr fosfólípíð- um og virkni cyclooxygenasa . Enn fremur benda niðurstöðurnar til þess, að ónæmi frumna gegn hvatningu til prostacyclinmyndunar verði ekki vegna blokkunar á sértækum viðtækjum 1 frumu- himnunni. GILDI OG TAKMARKANIR EINKUNNAGJAFAR í LÆKNADEILD Pórður Harðarson, lyflækningadeild Landspítala. Telja má að eftirfarandi séu m.a. eðlileg einkenni góðrar einkunnagjafar í námsgrein: 1. Mikil fylgni við staðal (t. d. aðaleinkunn). 2. Eðlileg dreifing. 3. Meðaleinkunn 7.0-8.0. 4. Staðalfrávik einkunnagjafar a.m.k. 0.8-1.0 Liður 3 á ekki við um síupróf eða inntökupróf. Rannsakaðar voru allar einkunnir 107 nemenda, sem luku embættisprófi árin 1980, 1981 og 1982. Falleinkunnir nemenda voru ekki teknar með við útreikninga, og nokkrir nemendur fengu að sleppa prófi í ýmsum námsgreinum á fyrstu námsárunum af mismunandi ástæðum. Hæstu fylgnitölur við aðaleinkunn höfðu lífeðlis- fræði (r = 0.69), líffærameinafræði (r = 0.62), skrifleg lyflæknisfræði (r = 0.61), líffærafræði II (r = 0.61),

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.